Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 05.10.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 5. október 1962. 9 BANKINN VIÐ BARÓNSSTÍG Hálfum potti dælt úr blóðgjafa , — og hann er hressari á eftir ? Einhvern tíma hefði það þótt góð gáta að spyrja, hvaða bankahólf það væri, sem aldrei er tómt og aldrei fullt, ekki mætti vera of lítið í og ekki heldur of mikið, — og þar sem innistæðan yrði ónýt eftir 21 dag? Svarið vita margir en ekki þó allir, og það var þess vegna sem við frá Vísi fórum upp í viðkom andi banka, til að sem allra, allra flestir sæju að hólfið væri í Blóð- bankanum og Blóðbank- inn væri við Barónsstíg inn. Ekkert ætti að vera góðum íslendingi sjálf igðara en láta dæla úr sér nokkrum dropum af blóði, eða svo fannst okkur að minnsta kosti. Erindi okk- ar blaðamannanna upp á Bar- ónsstlg, var auðvitað ekkert annað en að taka myndir og segja, frá því „hversu knýjandi nauðsyn það væri að fólk gæfi blóð“. En þegar við sjálfir vorum leiddir undir dæluna, þá breyttist viðhorfið — en það er nú önnur saga. Margir gefa blóð — Þið ættuð að minna síld- arsjómennina á í blaðinu ykk- ar, að þegar þeir væru að leggja inn I alla banka, þá mættu þeir líka leggja eitthvað inn hjá okkur, sagði broshýr hjúkrunarkona, um leið og við kynntum okkur. Við virtum fyrir okkur um- hverfið, ganginn og herbergin. Húsakynnin minntu hvorki á sjúkrahús né banka og samt var þarna bæði sjúkrahús og banki. Það fannst okkur skrítið, en það er önnur saga. Valtýr Bjarnason yfirlæknir- inn á staðnum, lýsti fyrir okk- ur starfseminni og gaf þær upplýsingar sem okkur fýsti að vita. Hann sagði m. a. að á siðasta ári, hefðu 2558 menn gefið blóð, en af þeim voru 987 nýir. Þessar tölur eru ó- tvíræð vísbending um þá merkilegu staðreynd, að þeir sem einu sinni hafa komið og gefið blóð, koma gjarnan aftur. — Og þetta eru konur líka? spurðum við. — Já, já, konur líka. — Og labbar fólk sig þá hingað inn, óumbeðið? — Stundum — já nokkuð oft. Hins vegar er mikið um hópa. Vinnuhópar, skólamenn og fólk frá einu fyrirtæki kemur saman og gefur blóð. Þarfnaðist 15 lítra Við reynum að auglýsa eftir fólki, en gallinn er bara sá, að við megum helzt ekki fá of mikið í einu. Blóðið verður ó- nothæft ef það er eldra en 21 dags gamalt. Við höfum þvl reynt að skipuleggja blóðgjafir eins og hægt er, þótt sjaldan hafi það komið fyrir að blóð hafi ekki komið að notum. — Núna er ég t. d„ sagði Val- týr, — að gera skrá yfir fólk' sem má hringja í hvenær sem er sólarhringsins. Það gefur ör- yggi, þvl aldrei er að vita hve nær blóðsins er þörf. Um dag- inn var t. d. sjúklingur sem þarfnaðist 15 lítra af blóði, og urðum við þá að hafa allar klær úti. Oftast nær er það mest fyrir dugnað hjúkrunar- kvennaiina hér, að okkur tekst að ná I nægilegt blóð. — Eru það ekki einhverjir vissir blóðflokkar sem verst er að ná 1? — Jú, blóði er skipt I flokka, fjóra aðalflokka, A, B, O og svo AB sem er öllu sjaldgæfari og svo Rhesus (RH). Síðan blandast þessir flokkar og út úr þvi geta komið blóðflokkar sem mjög erfitt er að ná I. Það fólk sem er I sjaldgæfustu Hokkunum er auðvitað erfiðast að finna, og ekki hægt að kanna fyrr en fólk hefur farið I blóðrannsókn. Sársaukalaust — Eru nú allir hæfir til að gefa blóð? — Nei, að sjálfsögðu ekki þeir, sem hafa of lítið blóð. Blóðmagn og þrýstingur er mælt þegar fólk kemur hingað og gengið úr skugga um það. — En hvernig fer þá blóð- gjöfin sjálf fram? — Það er I sjálfu sér ósköp einfalt. Viðkomandi drekkur fyrst eitt glas af appelsínu- drykk, leggst síðan upp á legu- bekk, sprautu er stungið I upp- handlegginn og blóðgjafinn sjálfur dælir með þrýstiáhaldi. Þetta tekur ekki meira en fimm minútur og er algjörlega sársaukalaust. Þetta sagði Valtýr, en hvað öðrum finnst — það er náttúr- lega önnur saga. Það er rétt að taka það fram; að úr hverjum manni er dælt hálfum potti og þó sér ekki á honum, þ. e. manninum. Ekki einu ni fölur. Strax að góð- verkinu loknu, fær maður járn- pillur og kaffi — og kex eins og hver og einn getur I sig lát- ið. Hjúkrunarkonan stormaði að okkur, þegar við ætluðum að læðast út, hálfragir eftir ná- kvæma lýsingu Valtýs, svo undankomu var ekki auðið. Og viti menn. Allt stóð heima: sprautugreyið, sársaukaleysið og kaffið. Hjúkrunarkonan sagði, þeg- ar við sötruðum kaffið, frá konu einni sem hefði legið á fæðingardeildinni og þurfti á blóði að halda. Hún fékk sinn skammt reglulega, en einn góð- an veðurdag var hún horfin, og það þótt enn vantaði mikið upp á, að hún hefði fengið nægile„ blóð. — Ég hitti hana nokkru seinna, sagði hjúkrunarkonan, — og apurði hana þá hverju sætti að hún hefði horfið svona skyndilega. i 5-. — Nú var það nokkur furða, sagði konan, — þeir vorú farnir að gefa mér blóð úr Huseby. Svei mér þá ef við vorum ekki hressari þegar við gengum út, að blóðgjöfinni lokinni. Lagning lcecan tefst vegnaillviðraáhafínu Sæsímaskipið Neptune, sem á að leggja sæsíma- strenginn nýja frá Ný- fundnalandi til íslands, hef ir orðið fyrir töfum af völd um óhagstæðs veðurs, og sú áætlun, sem gerð var upphaflega um sæsíma- lagninguna, stenzt ekki. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Vísir fékk nýlega hjá Jóni Skúlasyni verkfræðingi hjá Lands- símanum, sem er manna kunnug- astur þessum málum, lagði skipið upp frá White Bay I Nýfundna-1 landi þann 19. f. m. Sex dögum I síðar, eða 25 s. m., barst sú fregn ! frá skipinu, að búið væri að koma j fyrir sex mögnurum, sem settir eru á sæstmastrenginn með um það bil 30 sjómtlna millibili, og unnið væri við að koma fyrir útjafnara. | Eins og þegar er sagt, er aug- ijóst, að ekki verður unnt að ljúka lagningu sæsímans á þeim tíma, sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Lausleg áætlun hafði verið gerð um það, að komið yrði með „spottann“ hingað 15. október, en það verður naumast úr þessu. Sæsímastrengur þessi, sem kall- frá Nýfundnalandi til Vestmanna- eyja um suðurodda Grænlands, þar sem landtök eru þegar tilbúin, er 3000 km. langur. Strengurinn, sem lagður var milli Skotlands og ís- lands haustið 1960 var 1200 km. langur, og sýnir þetta hversu miklu meira verk lagning þessa strengs aður hefur verið ICECAN og liggur er. Sækja ráðstefnu dóms- málaráðherra Evrópu Dr. Bjarni Benediktsson ráðherra og Baldur Möller ráðuneytisstjóri' r..jnu sækja aðra ráðstefnu dóms- málaráðherra Evrópu, sem haldin verður í Rómaborg 5.—7. október. Ríkisstjórn Ítalíu býður til ráð- stefnunnar, en hún er haldin að "rumkvæði Evrópuráðsins. Á dagskrá eru einkum ýmis mál, j sem varða afbrot og meðferð 1 L tamanna, t. d. afbrot ung- menna, skilyrtir refsidómar og frestun á framkvæmd hegninga og refsiákvæði I Rómarsamningnum. Rætt verður um samvinnu Evröpu- ríkja um þessi efni svo og um annað lagasamstarf þeirra I milli og um starfsemi Evrópuráðsins á sviði laga og réttar, en í undirbún- ingi er endurskipulagning hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.