Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit 5 Skýrsla formanns fyrir árið 1995 HaukurOddsson 8 Skýrsla formanns - viðauki 9 AMUSE rannsóknarverkefnið Ebba Þóra Hvannberg 12 Upplýsingakerfi Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns Þorsteinn Hallgrímsson 17 íslenskar kröfur í upplýsingatækni Þorvarður Kári Ólafsson 21 Aðalfundur 1996 fundargerð, fjárhagsáætlun 24 Framkvæmdaáætlun fyrir 3. útgáfu Tölvuorðasafns 26 Frá orðanefnd Stefán Briem 28 Framtíðarsýn Pósts og síma Þór Jes Þórisson 32 Samantekt á birtum greinum í 20. árgangi Tölvumála Ritstjórnarpistill Margmiðlun er oft til umræðu nú um stundir. Það er rætt um að nú sé ýmislegt hægt sem áður var lýst í vísindaskáldsögum. Hægt að lesa dagblöðin af skjá næstum um leið og þau verða til. Eða geta verið þátt- takandi í bíómynd sem verið er að horfa á þá stundina. Innkaup eru gerð heima í stofu og það er hægt að skoða það sem verið er að kaupa frá ölium hliðum. En fæðingin hefur verið erfið. Fyrri tíma bjartsýnis- spár hafa ekki ræst nema að hluta til. Tæknin hefur ekki getað uppfyllt óskir tæknilegra sinnaðra manna. Kostnaður verið of mikill eða áhugi væntanlegra not- enda takmarkaður. Getur verið að margir hafi einfaldlega ekki áhuga á svo tæknivæddri veröld? Það hafa verið skrifaðar margar bækur sem eiga að gerast þegar tölvur hafa tekið völdin. Fæstir sem starfa við upplýsingatækni hafa trú á því að það muni nokkurn tíma gerast, að minnsta kosti ekki á okkar tímum. Tölvurnar eru einfaldlega of heimskar. Sé litið til nærtækari dæma þá hafa verið gerðar kannanir sem sýna að meirihluti símanotaenda kærir sig ekki um myndsíma. Kannski er það vaninn sem veldur því. Ný tæknikynslóð alin upp við skjáinn og fullkomna tölvuleiki og gervigreind hefur líklega allt aðra skoðun. í þessu blaði er meðal annars fjallað um hvað er um að vera á þessu sviði. Fyllsta ástæða erfyrir okkur íslendinga að tryggja að við verðum ekki eftirbátar annarra þjóða á [Dessu sviði enda liggja þarna fjölmörg atvinnutækifæri. Auk þessa er allítarleg samantekt yfir starfsemi félagsins á síðasta ári og fréttirfrá aðalfundi í blaðinu. Magnús Hauksson TÖLVUMÁL TímaritSkýrslutæknifélag íslands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Auglýsingar: ÁTÁ, sími 561 4100 Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Netfang: sky@skima.is Ritstjóri og ábm.: Magnús Hauksson Aðrir ritnefndarmenn: Bergþór Skúlason Gísli R. Ragnarsson Kristrún Arnardóttir Umbrot: Svanhildur Jóhannesdóttir Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi islands. Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.