Tölvumál - 01.03.1996, Síða 10

Tölvumál - 01.03.1996, Síða 10
Mars 1996 hugsa sér gagnvirkt sjónvarp, þar sem einn eða fleiri miðlarar veita efni og þjónustu til margra not- enda. I raun er ekkert sem segir til um að endabúnaðurinn verði að vera STB (Set-top-box) og sjón- varp, það getur líka verið hefð- bundin tölva. Tilraunir Tveir tilraunaáfangar hafa ver- ið settir upp í AMUSE verkefninu. Sá fyrri hefst nú í vor og stendur yfir í ár, en sá seinni hefst á þriðja ári verkefnisins. í fyrri tilrauna- áfanganum verða settar upp sjö sjálfstæðar tilraunaeyjar víðs vegar í Evrópu. Tilraunir í fyrstu eyjunni hefjast nú í apríl og síðan hinar koll af kolli. Ein slík tilraunaeyja verður sett upp í Reykjavík og hefjast til- raunir hér í byrjun árs Í997. Aðrar tilraunaeyjar verða settar upp í Mílano, Italíu; Munchen, Þýska- landi; Aveiro, Portugal; Basel, Sviss; Mons, Basel og Cambridge, Englandi. Fyrri tilraunaáfanginn miðast að því að nota að mestu þann bún- að sem til er og markmiðið með áfanganum er að mestu að prófa uppsetningu og virkni. Fyrri áfang- inn einkennist einnig af því að aðeins fá heimili verða tengd. í Reykjavík verða t.d. um það bil 10 heimili sem fá STB og tengingu við netið. Að þessum áfanga loknum verður búnaður og net endurbætt fyrir seinni tilraunaáfangann þar sem stefnt er að fleiri notendum. Hver tilraun hefur sérstöðu og er verið að prófa mismunandi net- tengingar og þjónustur á hverri eyju. Hins vegar eru tilraunirnar samræmdar þannig að hægt sé að bera saman niðurstöður. Að auki verður boðið upp á mismunandi þjónustu á mismunandi tilrauna- eyjum. A öllum tilraunaeyjunum verður STB frá Online Media, Englandi notað. íslenska tilraunin Á þeim þremur mánuðum sem fyrri áfangi íslensku tilraunarinnar stendur yfir, verða margvíslegar prófanir framkvæmdar. Þeim má aðallega skipta í tvennt: Tækni- legar prófanir sem snúa að mestu leiti að virkni endabúnaðar og netsamskipta og þær sem snúa að þjónustunni, þ.e. hugbúnaðar, marg- miðlunarefni og síðast en ekki síst hvernig notandan- um líkar gagnvirkt sjónvarp. í prófún á neti verða afköst, áreiðanleiki, villu- tíðni, gagnamissir, deyfing, kaplar stjórnun og fleira prófað. Með auk- inni notkun gagn- virks tölvubúnaðar er enn meiri áhersla lögðánytsemifor- ritanna, þ.e. hvort notandinn eigi auðvelt með að læra á forritið, muna hvemig á að nota það, hvort hann sé afkastamikill og geri fáarvillur. Einnig ermikilvægt að notandinn sé yfírleitt ánægður með forritið og fái góðan stuðning frá þjónustuveitendum. Þeir sem veita þjónustuna eða þá þeir sem leggja til efni, t.d. dreifiaðilar kvik- mynda eru líka aðalleikarar í þessu umhverfi gagnvirks sjónvarps. Fyrir þjónustuveitendurna skiptir t.d. máli að hugbúnaðarumhverfi sé þægilegt og opið og efnisveit- urnar verða að vera vissar um að höfundarréttur sé ekki brotinn. Þannig eru margvísleg vandamál, bæði tæknileg, efnahagsleg og fél- agsleg sem er spennandi að velta fyrir sér og takast á við í nýju þjón- ustuumhverfi sem þessu. Netið Til að dreifa efni verður hið ný- lagða breiðbandsnet Pósts og síma notað. Hinn stafræni samskipta- háttur mun byggja á ATM enda á milli og verða settar upp ATM skiptihnútar (e. switch) á milli 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.