Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 18
Mars 1996 íslendinga: Ð Þ og Ý. Það er mikilvægt að við höldum vöku okkar og látum ekkert tæki- færi ónotað til að kynna íslenska menningu og tungu. Það er lítt þekkt í Bandaríkjunum að sér- hljóðar geti hafit brodd eða staf- merki og menn vita alls ekki hvemig það er matað inn í tölvuna. A 45 ára tímabili hefur tækninni vitaskuld fleygt ffam. Þar með hafa komið kröfur um, og möguleikar á, að sinna fleiri séreinkennum þjóðlegrar menningar, til dæmis stafrófsröð, heitum daga og mán- aða og sniði dagsetninga. Nú á dögum er það örugglega rétt að kaupa megi fyrir peninga alla þá aðlögun að íslensku máli og siðum sem menn óska efitir. Það er bara eitt stórt vandamál: Reikningurinn kann að verða nokkuð hár, jafnvel mjög hár. Við viljum ekki borga háa reikninga fyrir íslensku sér- þarfímar. Við viljum helst ekkert borga fyrir þær. Tilraunir til að þýða tölvuforrit og stýrikerfi á íslensku hafa ekki mætt sérstökum velvilja kaupenda ef reikningur hefur fylgt. Og ef til vill er þetta ástæðan fyrir því að stærstu dag- blöð landsins hafa enn ekki komið sér upp búnaði til að skipta orðum rétt milli lína, svo dæmi sé tekið. Lausnin er staðlar Ef við viljum ekki greiða neitt fyrir sérþarfir okkar, hvemig fáum við þá erlenda framleiðendur til að sinna þeim? Fyrir þennan örsmáa markað er ekki mikið á sig leggj- andi að mati flestra þeirra. Hvað er til ráða? Svarið er staðlar. Alþjóðlegir staðlar. Takist okkur að koma þörfum okkar inn í al- þjóðlega staðla er að minnsta kosti stórri hindrun rutt úr vegi, því framleiðendur sjá sér venjulega hag í því að fylgja meginstraumi al- þjóðastaðlanna þegar á hönnunar- stigi búnaðar. Kostnaðurinn við að mæta sérþörfum jafnast þá á alla framleiðsluna, og er það augljós- lega hagstætt okkur. Við erum reyndar ekki ein á báti hvað þetta varðar. I Evrópu einni eru um 30 þjóðtungur og enn fleiri minni- hlutamál. A Norðurlöndum einum má telja níu tungumál að minnsta kosti. Hverri tungu fylgir að jafn- aði menningammhverfi með viss séreinkenni. Langt er síðan framleiðendur tölvubúnaðar sáu hagkvæmni þess að viðhafa skipuleg vinnubrögð við aðlögun kerfa sinna að þessari fjölbreytni. Aðgerðir í þá vem voru auðvitað í fyrstu sértækar þannig að ÍBM sá um sín kerfi, DEC um sín og svo framvegis. En ef flytja þurfti gögn á milli kerfa reyndist það vera meiriháttar vandamál. Með vaxandi tölvusamskiptum urðu kröfur notenda um staðlaðar lausnir, að minnsta kosti í sam- skiptum og kerfíssniðum, æ hávær- ari. Þannig varð sú skoðun smám saman ofan á að ódýrara gæti verið fyrir alla að staðla aðferðir við aðlögun stýrikerfa og annars bún- aðar. Opin kerfi varð skipan dagsins. Eitt af því sem við höfum fengið út úr þessu er Posix - Portable operating systems interface en það er alþjóðastaðall sem m.a. felur í sér staðlaða aðferð við að breyta viðmóti og hegðan stýrikerfa efitir þörfum notenda. Viðauki C í FS 130 sýnir hvemig Posix-aðlagað stýrikerfí er íslenskað. En hvað kemur í ljós þegar á að fara að skilgreina íslensku þarf- imar? Eða þær dönsku, sænsku, færeysku? Þá kemur fljótlega í ljós að söfnun áreiðanlegra upplýsinga um þessi menningarbundnu atriði er seinlegt verk og oft umdeilt hvað gilda skuli. Það er næstum sama hvar borið er niður. Á ámnum upp úr 1990 var enn við lýði norrænt samstarf um stöðlun, ÍNSTA/IT, er naut fjárstuðnings frá Norrænu ráðherranefndinni. Eitt verkefni sem unnið var að frumkvæði og undir forystu íslendinga var að safna saman upplýsingum um þjóðlegar þarfir allra Norðurlanda- þjóða og gefa út á bók. Hugsunin var að gera upplýsingar af þessu tagi aðgengilegar framleiðendum tölvubúnaðar. Bókin sem til varð er á ensku og heitir Nordic Cul- tural Requirements on Informa- tion Technology, gefin út af Staðlaráði íslands f992. Það var UT staðlaráð, forveri FUT, sem stóð fýrir verkinu hér á landi. Reynt var efitir fongum að ná til allra sem eitthvað höfðu um málið að segja, hvort sem þeir höfðu ákveðna skoðun eða bám opinbera ábyrgð. Reyndin varð sú að tiltölulega fámennur hópur vann verkið. Mörg vafaatriði komu í ljós, og em sum óútkljáð enn. En bókin hefur farið allvíða og reynd- ist gagnlegt undirstöðuplagg þegar vinna hófst við gerð FS 130. Bókin hafði reyndar áhrif um- fram þetta, því að Staðlasamband Evrópu, CEN, hafði hana beinlínis til fyrirmyndar þegar það stofnaði tækninefndina TC304 árið 1992. Á íslensku er nefnd þessi kölluð Evrópunefnd um stafatækni og er skrifstofa hennar staðsett hjá FUT. Eitt af fyrstu verkefnum TC304 var einmitt að undirbúa skráningu þjóðlegra þarfa í Evrópu. Þeim undirbúningi lauk sl. haust með staðfestingu Evrópustaðalsins ENV 12005, sem fjallar um skrán- ingu á þjóðlegum þörfum eins og í staðlinum okkar. Næsta skref er að fylla þessa Evrópuskrá með stað- festum upplýsingum frá hverri þjóð. Islendingar vom fyrstir til að hefja söfnun slíkra upplýsinga í formi landsstaðals. Verkefni þjóðlegu nefndarinnar Haustið 1994 var ákveðið að stofna tækninefnd um þjóðlegar kröfur í upplýsingatækni með það verkefni að skilgreina og ná sam- stöðu um þjóðlegar kröfur íslend- inga til upplýsingatækni og gefa þær síðan út í íslenskum forstaðli. Þá skyldi nefndin kynna niður- 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.