Tölvumál - 01.03.1996, Qupperneq 21

Tölvumál - 01.03.1996, Qupperneq 21
Mars 1996 1996 - fundargerð hæð í Húsi verslunarinnar Aðalfundur Aðalfundur var haldinn á 14. 31.janúar 1996, kl. 15:00 Formaður setti fimd og stakk upp á Jóhanni Gunnarssyni sem fundarstjóra. Var það samþykkt einróma. 1. Skýrsla formanns fyrir árið 1995 Haukur Oddsson, formaður hóf mál sitt á þessum orðum: „Enn er liðið viðburðaríkt ár í sögu Skýrslutæknifélags Islands.“ Kvað hann stjómina í upphafi árs hafa sett fram eftirfarandi yfirmarkmið eða leiðarljós: „Skýrslutæknifélag íslands - félag fólks í upplýsinga- tækni - er málsvari fagsins á öllum sviðum. Félagið er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsingatækni í því skyni að gera veg hennar sem mestan og stuðla að skynsamlegri notkun hennar.“ Til að sinna hlutverkinu voru sett fram nokkur áhersluatriði sem for- maður fór yfir í skýrslu sinni sem og störf stjómar á kjörtímabilinu. Að lokum þakkaði formaður félagsmönnum í trúnaðarstörfum vel unnin störf á árinu, einkum var þeim þakkað sem nú voru að hverfa úr stjóm. Sjá nánar - fskj. #1. Viðauki við skýrslu formanns með ýmsum tölulegum upplýsing- um um starfið á árinu fylgir hér með - fskj.#2. 2. Skýrslur nefnda og faghópa 2.1.Ritnefnd Svanhildur Jóhannesdóttir og Gísli Ragnarsson fómm nokkrum orðum um það gífurlega starf sem afar fámennri ritnefnd er ætlað að vinna og óskuðu efitir almennum umræðum undir liðnum “Önnur mál”. Tölulegar upplýsingar - fskj.#2. 2.2. Orðanefnd Sigrún Helgadóttir, formaður flutti skýrslu um störf nefndarinnar á árinu - fskj. #3. Stefán Briem, ritstjóri skýrði frá framkvæmda- áætlun fyrir 3. útgáfu tölvuorða- safns - fskj. #4, og svaraði fyrir- spurnum áhugasamra fundar- manna. 2.3. Faghópur um hlutbundna hugbúnaðargerð Hópurinn hefur ekkert starfað og liggur fyrir að leggja hann niður. 2.4. Faghópur um öryggi og endurskoðun tölvukerfa Fulltrúar hópsins og stjómar SÍ em að undirbúa ráðstefnu um öryggi í viðskiptum á Intemeti sem halda á 16. febrúar 1996. 2.5. Faghópur um greiningu og hönnun hugbúnaðarkerfa Laufey Asa Bjamadóttir skýrði frá starfmu, sem var blómlegt fyrri hluta ársins - fskj. #5. 2.6. Fagráð í upplýsingatækni Halldór Kristjánsson skýrði fundarmönnum frá væntanlegu stjómarkjöri þar. 2.7. Tölvunefnd Haukur Oddsson kvað áhuga- vert að starfa í Tölvunefnd fyrir hönd félagsins, þar væri starfað faglega, enda starfið umfangs- mikið, fjöldi mála á árinu var 350. í undirbúningi er norrænt þing tölvunefnda sem halda á næsta sumar á Höfn í Homafirði. 3. Reikningar félagsins fyrir árið 1995 Bjami Ómar Jónsson, féhirðir stjómar, lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins, las áritanir og fór yfir reksturs- og efnahags- reikning. Tekjur umfram gjöld á árinu voru kr. 745.894. Reikning- amir voru samþykktir samhljóða. Fylgja þeir hér með sem fskj.#6. 4. Ákvörðun félagsgjalda fyrir árið 1996 Fyrir fundinum lá tillaga frá stjóm um að hækka félagsgjöld um 2,5% frá því sem verið hefur und- anfarin þrjú ár. Tillagan byggði á íjárhagsáætlun sem dreift var á fundinum og fylgir hér með - fskj. #7. Var tillagan samþykkt einróma og verða því félagsgjöld 1996: Fullt gjald kr. 12.500, hálfit gjald kr. 6.250, ljórðungsgjald kr. 3.125. 4.1. Aðrar tillögur Lagðar voru fram tillögur frá Bimi Gunnarssyni og Hauki Odds- syni um að félagsmenn á eftirlaun- um greiði fjórðungsgjald til félags- ins og að stofnfélagar verði undan- þegnir félagsgjöldum þegar þeir fara á efitirlaun. Vom þessar tillög- ur samþykktar einróma. 5. Stjórnarkjör Skv. samþykktum félagsins átti að kjósa í embætti varaformanns, féhirðis og skjalavarðar. Tillögur lágu fyrir um eitt nafn í hvert þess- ara embætta og voru þær sam- þykktar samhljóða. Var Douglas Brotchie kjörinn varaformaður til tveggja ára, Laufey Erla Jóhannes- dóttir kjörin féhirðir til tveggja ára og Hulda Guðmundsdóttir kjörin skjalavörður til tveggja ára. Þá þurfiti að kjósa í embætti ritara og meðstjómanda til loka kjörtíma- bils. Þórður Kristjánsson var sam- hljóða kjörinn ritari til eins árs og Heimir Sigurðsson samhljóða kjör- Tölvumál - 21

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.