Tölvumál - 01.03.1996, Page 24

Tölvumál - 01.03.1996, Page 24
Mars 1996 Framkvæmdaáætlun fyrir 3. úgáfu Tölvuorðasafns Tímabil: 1. september 1995 - 31. ágúst 1997 Þessi áætlun er gerð í samræmi við starfslýsingu fyrir ritstjóra Tölvuorðasafns sem er dagsett 6. nóv. 1995 og undirrituð af Hauki Oddssyni, formanni SÍ. Ritstjóri er ráðinn til tveggja ára og er gert ráð fyrir fullu starfi hans á því tímabili sem framkvæmda- áætlunin tekur til. Gert er ráð fyrir reglulegum fundum í orðanefnd S.í. einu sinni í viku utan sumar- leyfa, og e.t.v. oftar þegar líður á verkið ef þörf krefur. Verkþættimir eru unnir í sam- vinnu orðanefhdar og ritstjóra. Rit- stjóri annast tímafrekustu verkin en orðanefndin markar stefnuna, leysir úr álitamálum og ákveður heiti hugtaka. Hafa ber í huga að skiptingin í verkþætti getur í raun ekki orðið eins afmörkuð og hún er sett upp hér á eftir. Öflun nýs efnis og endurskoðun eldra efnis hlýtur að halda áfram allt til þess að 3. útgáfaTölvuorðasafnsins fer í prentun. Verkþættir 1. Tölvuskráning á því sem bæst hefur við frá 2. útgáfu Tölvuorðasafns 1986 Skráningin tekur til eftirtalinna atriða: a) Viðbætur og breytingar á ensk- um hluta ISO-staðla. Skráð eru eins og áður hefur tíðkast þau atriði sem fylgja hverju hugtaki á ensku: heiti hugtaks, skil- greining, dæmi og athuga- semdir. Hluti breytinganna felst í breytingum á flokkun hugtak- anna, breyttri röð innan efnis- flokks og færslu milli efnis- flokka. b) Ný og breytt íslensk heiti hug- taka sem safnast hafa upp hjá orðanefnd S.I. c) Flokkun eða endurskoðuð flokkun þeirra hugtaka sem eru í hugtakasafni orðanefndar en ekki í ISO-stöðlum. Að lokinni þessari skráningu verða gerðir heildarorðalistar í vinnueintökum fyrir orðanefnd og ritstjóra, annars vegar ensk- íslenskur og hins vegar íslensk- enskur. Tími 4,5 mánuðir (01.09.95 - 15.01.96) 2. Aðferðir og tól til að afla um tölvunet efnis á sviði tölvu- tækni og nýta þetta efni til orðtöku Einkum er um að ræða efni sem frjáls aðgangur er að á Intemeti, meðal annars á Veraldarvefiium, en einnig efni sem reynt verður að afla hjá vildarmönnum Tölvuorða- safnsins. Þessi verkþáttur mun í fyrsta lagi felast í að leita uppi og skrá helstu uppsprettur nýtilegs efiiis á Intemetinu og finna út bestu leiðir til að sækja efnið. Og í öðru lagi verður komið upp forritum til að orðtaka slíkt efni vélrænt og hugsaðar út öflugar handvirkar aðferðir til að fullvinnaþá orðtöku. Tími 1,5 mánuðir (16.01.96 - 29.02.96) 3. Aðferðir og tól til að auðvelda þýðingar skilgreininga úr ensku, endurskoðun skilgrein- inga og samningu nýrra skil- greininga þannig að sam- ræmis sé gætt I fyrsta lagi er um að ræða að halda utan um heiti hugtaka sem notuð em í skilgreiningum á öðrum hugtökum og rituð þar með skáletri í Tölvuorðasafninu. í öðm lagi er um að ræða að þýða sömu setningar og setninga- brot ávallt eins nema þegar sérstök ástæða er til að gera það ekki. Með vélrænum aðferðum getur þetta um leið flýtt fyrir þýðingum. Til þess að koma þessu til leiðar verður meðal annars saminn hugbúnaður til að grófþýða enskar skilgrein- ingar yfir á íslensku þannig að tiltekin setningabrot séu þýdd vélrænt og að skáletmð hugtaka- heiti sem koma fyrir í ensku skilgreiningunum séu þýdd vélrænt sem skáletruð heiti sömu hugtaka á íslensku. Tími 1,5 mánuðir (16.01.96 - 29.02.96) 4. Endurskoðun skilgreininga og þýðing á skilgreiningum nýrra hugtaka í ISO-stöðlum í þessum verkþætti verður stuðst við þær aðferðir og tól sem orðið hafa til í 3. verkþætti. Að lok- inni vélrænni vinnslu verður farið yfir allar skilgreiningamar hand- virkt. í þeirri yfirferð verða meðal annars bomar saman vélrænu gróf- þýðingamar og fyrri skilgreiningar í 2. útg. Tölvuorðasafns. Áætlað er að í árslok 1996 verði þessu lokið miðað við þær úgáfur ISO- staðla og draga að þeim sem þá eru nýjastar. Tími 10 mánuðir (01.03.96 - 31.12.96) 5. Samning skilgreininga á nýjum hugtökum utan ISO- staðla í þessum verkþætti verða samdar skilgreiningar á þeim hug- tökum sem bæst hafa við í safn orðanefndar eftir 1986 og ISO- staðlarnir taka ekki til. Áætlað er að í árslok 1996 verði lokið við að 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.