Tölvumál - 01.03.1996, Side 29
Mars 1996
Mynd 1. Breiðbandskerfi Pósts og síma
Koax 20 - 200 m
----------------------------------►
og tíma. Með samnetstengingu
öðlast símnotandinn stafrænt sam-
band til næstu símstöðvar. Þetta
samband gerir honum kleift að vera
með ígildi tveggja símalína, sem
hann getur t.d. notað fyrir síma og
fax eða síma og gagnasamband.
Samnetssamband hefur tvo
64kb/s strauma sem nefhast B rásir
og eina D rás, sem er 16kb/s.
Hverja B rás er hægt að nota fyrir
eitt símasamband, en D rásin er
notuð til að setja upp samband,
einnig verður hugsanlega seinna
hægt að nota hana fyrir X.25
gagnasendingar, þ.e. til að tengjast
við Gagnanetið.
Þeir sem vilja nota samnets-
sambandið einungis til gagna-
flutnings geta notað báðar B
rásirnar til að flytja gögn og þá
fæst 128kb/s flutningshraði.
Tvær útgáfur eru af samnets-
sambandi. Önnur útgáfan er frekar
ætluð heimilum og litlum fyrir-
tækjum og nefnist grunntenging.
Hún samanstendur af tveimur B
rásum og einni D rás, eins og lýst
hefur verið hér að ofan. Hin út-
gáfan er svonefnd stofntenging.
Hún er frekar ætluð fyrirtækjum
og verður sennilega mest notuð til
að tengja einkasímstöðvar við
almenna símakerfið á 2Mb/s
samböndum. Þessi flutningur
jafngildir 30 B rásum og einni D
rás, en sú rás er 64kb/s.
Til að nota samnetssambandið
þarf aðgang að svonefndum net-
markabúnaði (Network Termina-
tion, NT), búnaði sem er innifalinn
í samnetsgjaldinu. Netmarka-
búnaðurinn er settur upp af Pósti
og síma og er í eigu stofhunarinnar.
Þetta tæki þarf að tengja við net-
spennu og er því innanhúss hjá
viðskiptavini.
Viðskiptavinur getur síðan
tengt þar til gerða samnetssíma við
netmarkabúnaðinn, en þetta eru
stafrænir símar og nokkuð dýrari
en venjulegir símar. Með þessum
símum er hægt að nýta sér ýmis
konar sérþjónustu sem er innifalin
í samnetsáskriftinni, eins og t.d.
þjónustuna „Hver hingir?“, en þá
er hægt að sjá símanúmers þess
sem er að hringja til þín á skjá sam-
netssímans.
Einnig er hægt að tengja tölvu
við netmarkabúnaðinn, en til þess
þarf samnetskort í tölvuna sem
gerir stafrænan gagnaflutning á
64kb/s mögulegan.
Það er líka er hægt að tengja
venjulega síma og mótald við
netmarkabúnað, en til þess þarf að
kaupa svokallað samnetsferjald
(,,adaptor“), en þá nýtur viðskipta-
vinur ekki fullra afkasta samnets-
ins, t.d. getur hann ekki fullnýtt
64kb/s flutningshraðann eða
sérþjónustu samnetsins.
íslenska samnetið er samkvæmt
Euro ISDN staðlinum sem ETSI
(European Telecommunications
Standards Institute) samþykkti í
lok ársins 1993. Með tilkomu Euro
ISDN var loks auðvelt að tengja
samnetssambönd milli hinna ýmsu
Evrópulanda. Þau lönd, sem tóku
upp samnetsþjónustu fyrir þennan
tíma, búa í dag við tvö samnets-
kerfi en fyrra kerfið er aðeins hægt
að nota innanlands.
Áhugi á að nota samnetsteng-
ingu til að komast í samband við
Intemetið hefur verið að aukast á
þessu ári og sem dæmi má nefna
að France Télécom áætlar að 1%
af öllum Intemet tenginum sé um
grunntengingu, en gæti á næsta ári
orðið allt að 5%.
Hugmyndir evrópskra síma-
fyrirtækja um hlutverk samnetsins
í fjarskiptum hefur verið að færast
í þá átt að sú þjónusta muni einkum
fullnægja kröfum heimila og lítilla
fyrirtækja, en stærri fyrirtæki muni
flytja sig yfir í ATM (Asyncronous
Transfer Mode), þegar sú tækni er
orðin þróaðri og betri.
í æ ríkara mæli er því litið á
samnetið sem hluta af núverandi
símakerfi en ekki viðbótarkerfi.
Með samnetinu lýkur þróun síma-
kerfisins úr hliðrænu kerfi í staf-
rænt kerfi.
ATM og
breiðbandsnetið
ATM er pakkastaðall sem býð-
ur upp á mikla flutningsgetu og
getur flutt tal, gögn og myndir. í
ATM eru pakkamir 53 bæt, þar af
Tölvumál - 29