Tölvumál - 01.03.1996, Side 30

Tölvumál - 01.03.1996, Side 30
Mars 1996 Þjónustu- veitendur <155 Mb/s FORE AS-200BX ATM Stofnskiptistöö <155 Mb/s Siemens Nixdorf myndbandsmiðlari Mynd 2. AMUSE tilraunagrunnurinn, fyrsta skeið er hausinn 5 bæt. í hausnum eru upplýsingar um vistfang, tegund upplýsinga, forgang og villuleið- réttingu. Sú tilhögun að hafa litla pakka er samkomulag milli síma- fyrirtækja og gagnaflutningsfyrir- tækja, en vegna þessa að stærð pakkans ræður lengd tafar er nauð- synlegt að hafa pakkann sem minnstan, en við gagnaflutningi sem byggir á bunugangi er betra að pakkarnir séu lengri. Flutnings- hraðinn getur verið nánast hver sem er allt frá l,5-2Mb/s upp í mörg Gb/s eða jafnvel Tb/s í fram- tíðinni, allt eftir því hvaða flutn- ingskerfi ATM notar sér. Flæðistjórnun verður að vera á annan veg en í öðrum ljarskipta- kerfum vegna hins mikla flutnings- hraða sem er mögulegur og vegna þess að í tali og sjónvarpi er ekki hægt að senda aftur pakka sem týnast, ólíkt því sem ofit er hægt í gagnaflutningi. Af þessum ástæð- um gengur flæðistjómun út á það að koma í veg fyrir að pakkar týnist eða tefjist. Til þess að kostir ATM nýtist að fullu er nauðsynlegt að stækka núverandi flutningskerfí verulega. Sú stækkun hefur þegar hafist hjá Pósti og síma. Langlínukerfið, þ.e. sambandið milli símstöðva hefur þegar verið uppfært í 565Mb/s og unnið er að færa kerfið í 2.5Gb/s. A síðasta ári hófst einnig vinna við að færa þessa miklu bandbreidd nær heimilum og fyrirtækum og nú þegar er búið að tengja tæplega 10 þúsund heimili við breiðbandsnet Pósts og síma, sem í fyrsta áfanga verður notað til að flytja einátta- sjónvarpsmerki, þ.e. kapalsjón- varp, en verður á næstu árum uppfært í gagnvirkt margmiðlunar- kerfi sem getur flutt tal, gögn og myndir. Vinna á vegum Pósts og síma á ATM prófunum er þegar byrjuð og eru fyrstu ATM skiptistöðvarnar þegar komnar til landsins. Þessi prófun er unnin í formi tveggja rannsóknarverkefna, með fjár- stuðningi fráESB. Fyrra verkefnið nefnist AMUSE (Advanced Mul- timedia for Residential Users). Hlutverk verkefnisins er að prófa margmiðlunarþjónustu á ATM neti til heimila. Seinna verkefnið nefnist NICE, (National Host Interconnection Experiment). Hlutverk þess verk- efnis er að koma á ATM tengingum milli Evrópulanda og til að tengja tilraunanotendur. Þessar ATM tengingar eru einungis ætlaðar í rannsóknarstarfsemi á háhraða íjarskiptum. Lýsing á breiöbands- neti Pósts og síma Breiðbandsnet Pósts og síma mun í fyrsta áfanga byggjast á ein- áttaflutningi. Notuð verður ný kynslóð af ljósleiðarakerfum, þ.e. ljóssendirinn notar 1550nm bylgju- lengd í stað 1300nm áður. Með þessu móti er hægt að magna merk- ið með ljósmagnara. Merkið fer frá ljóssendinum til rnargra dreifi- stöðva, þar sem það er afitur magn- að upp og síðan deilt upp með ljós- deili og dreifit áfram. Að lokum er ljósinu breytt í rafmagn í breið- bandsljósenda og sent til notenda um kóaxstreng. Sjá mynd 1. Sjónvarpsmerkið er hliðrænt AM-VSB mótað og bandbreiddin er 860MHz. I fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 30 hliðrænum rásum. Breiðbandskerfið getur borið bæði hliðrænar og stafrænar rásir, og er það eingöngu háð endabúnaði. 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.