Tölvumál - 01.10.1997, Page 6

Tölvumál - 01.10.1997, Page 6
TÖLVUMÁL Frá orðanefnd Eflir Slefón Btiem Nú líður óðum að 3. útgáfu Tölvuorðasafns. Orðanefnd er þó enn ósátt við heiti á nokkrum mik- ilvægum hugtökum og er alls óvíst að góð niðurstaða um þau náist áður en 3. útgáfan lítur dagsins ljós. Menn verða að taka því, og mega í rauninni vel við una, því að íðorðastarf er þess eðlis að því lýkur aldrei. Ný hugtök koma sí- fellt til sögunnar og ný heiti skjóta upp kollinum í stað eldri heita. Internet eða Lýðnet Gott íslenskt heiti hefur vantað fyrir Intemet sem almenn sátt getur orðið um. Intemet er erlent sémafn sem hefur verið notað í íslensku þannig að viðliðurinn -net er látinn taka íslenskum beygingum. Þetta þykir réttlætanlegt af því að þannig vill til að íslenska orðið neí hefur sömu merkingu og enska orðið net. Forliðurinn Inter- er hins vegar útlendur eftir sem áður. Mörg dæmi eru um að erlend sémöfn em þýdd yfir á íslensku og þá rituð með stórum upphafsstaf. Þetta á meðal annars við um heiti á mörgum fjölþjóðlegum stofnun- um. Internetinu svipar að ýmsu leyti til fjölþjóðlegra stofnana þó að annað sé ólíkt. Internetið er til dæmis ekki lögaðili og hefur enga yfirstjórn. Og enginn á Internetið. Orðanefnd telur æskilegt að Internetinu sé fengið íslenskt sér- nafn og ekkert er því til fyrirstöðu frá mállegu sjónarmiði að svo sé gert. Vandinn er hins vegar að finna gott heiti. Skömmu áður en þessi pistill var skrifaður kom upp hugmynd á fundi orðanefndar um að nota heitið Lýðnet af því að þetta er net sem almennur aðgang- ur er að, sbr. til dæmis heitin landslýður, lýðræði og lýðhylli. Til glöggvunar fyrir lesendur má geta þess að Internetið eða Lýðnetið telst til neta sem á ensku nefnast global area network. Slík net eru skilgreind þannig í íslenskri þýð- ingu: ‘Netsemsameinarólíkarteg- undir tölvuneta’. Orðanefnd hefur valið slíku neti heiúðfjölnet af því að í því geta verið margai' tegundir tölvuneta. Við val á íslensku heiti fyrir Internet þarf að hafa í huga að það nær ekki yfir öll net heldur aðeins tölvunet og notar aðeins eina tegund samskiptareglna, svo- kallaðar TCP/IP-samskiptareglur. Stiklumiðlun Á Internetinu, einkum á ver- aldarvefnum, er notuð aðferð við að stökkva á milli upplýsinga sem á ensku ber heitið hypermedia. Orðanefnd hefur áður kynnt ís- lenska heitið tengimiðlun fyrir þetta hugtak, sjá pistil orðanefndar í Tölvumálum, 3. tbl. júlí 1996. Fjölmörg önnur skyld hugtök hafa hjá orðanefnd fengið heiti með forliðnum tengi- sem þýðingu á enska forliðnumhyper-. Viðmæl- endur orðanefndar hafa ekki allir tekið þessum heitum fagnandi. Til þess að endurbæta þessi heiti hefur nýlega komið upp tillaga um að nota forliðinn stiklu- í staðinn fyrir tengi-. Nafnorðið gæti verið heiti á því sem orðanefnd hefur áður kallað tengimiðlunarhnút. Á eftirfarandi lista sést hvernig heiti ýmissa hugtaka gætu litið út með henni: hyperdocument stikluskjal hyperlink, hypermedia link stikluleggur hypermediano. stiklumiðlun hypermedialo. stiklu-, stiklumiðlunar- hypermedia database, hyperbase stiklugagnasafn, stiklugagnagrunnur hypermedia library, hyperlibrary stikluskjalasafn hypermedia navigation stikl, stikluráp hypermedia structure stikluskipan hypermedia node stikla hypermedia path stikluleið hypermedia tool stiklutól hypermedia web stikluvefur hypermultimedia lo. stiklumargmiðlunar- hyperobject stikluhlutur hypertext stiklutexti, stiklutextakerfi Stefán Briem er ritstjóri Tölvuorðasafns og starfsmaður orðanefndar Skýrslutæknifélags Islands. Netfang: stefan @ ismal. hi. is Veffang Tölvuorðasafns: http://www. ismal. hi. is/to/ 6 - OKTÓBER 1997

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.