Tölvumál - 01.10.1997, Side 15

Tölvumál - 01.10.1997, Side 15
T Ö L V U M Á ekki eru aldamótahæf. 2. Hugbúnaðarkerfi/forrit sem eru aldamótahæf. 3. Hugbúnaðarkerfi /forrit sem hætt er að nota. 2.3 Forgangsraða hugbúnaðar- kerfunum/fonitunum sem ekki eru aldamótahæf. 2.4 Forritin eru skoðuð gaumgæfi- lega og notkun dagsetninga kortlögð og metin. Þessi verk- þáttur krefst þess að notuð séu þau hjálpartól sem til staðar em fyrir hvert umhverfi fyrir sig. Verkþáttur 3 - hönnun Hönnun hvers hugbúnaðar- kerfis fyrir sig snýst m.a. um að velja aðferð til að gera kerfið aldamótahæft. Þá er átt við hvort nota skuli gagnaleiðina, glugga- leiðina eða sambland þessara tveggja aðferða. I lok hönnunnar á að vera ljóst hvaða einingum á að breyta og hverning. Einingarnar eru síðan skráðar inn í hópvinnukerfið Lo- tus Notes undir tilteknu útgáfu- númeri og þegar því er lokið þá hafa menn yfirlit yfir allar einingar sem breyta þarf vegna ársins 2000. Verkþáttur 4 - rýni/prófun á hönnun Til að tryggja að einhver heildarumsjón sé með breytingum skulu 1-2 menn fara yfir hönnun- ina og gera athugasemdir ef þörf þykir. Verkþáttur 5 - breytingar Hér eru sjálfar breytingarnar framkvæmdar á forritunum og/eða gagnaskránum í samræmi við það sem ákveðið var í hönnuninni. Verkþáttur 6 - samþætting Prófa þarf allt umhverfi sem hugbúnaðarkerfin vinna í og er þá átt við vélbúnað, stýrikerfi og allan aðkeyptan hugbúnað. Setja upp verkefnið í aldamótahæfu um- hverfi og fá fullvissu um að forritin vinni eðlilega. Verkþáttur 7 - kerfispróf Áður en kerfispróf getur hafist þá þarf að sjá til þess að til staðar séu prófunargögn sem taka á öllum þáttum vegna ársins 2000. Það er mikil vinna fólgin í því að byggja upp þessi prófunargögn. Mikil- vægt er að gera sér grein fyrir því að kerfisprófsþátturinn er lang- viðamestur og er áætlað að 65%- 70 % vinnunnar við að gera tiltekið hugbúnaðarkerfi aldamótahæft sé innifalið í þessum verkþætti. Að lágmarki þarf að prófa eftirfar- andi: • Núverandi dagsetningu • Árið 1999, sem gæti gefið til kynna „EOF“ eða að eitthvað sé útrunnið („expiration date“) • Árið 2000 • Árið 2001 til að tryggja áframhaldandi virkni verkefnisins á nýrri öld • Árið 2004 sem er fyrsta hlaupár eftir aldamótin. Áætlað er að prófa kerfin að hluta til á sérstakri tölvu sem sett verður upp með árið 2000 í huga. Verkþáttur 8 - viðtökupróf Ef einhverjar breytingar eru gerðar á viðmóti þá þurfa notendur að fara yfir þær. Verkþáttur 9 - yfirtaka Færa fullprófaða kerfið úr kerfisprófsumhverfi yfir í vinnslu- umhverfi. Einkatölvuheimurinn og árið 2000 Ég get ekki látið hjá líða í þess- ari grein minni að minnast á einkatölvuheiminn og árið 2000. L Ef einhver hefur haldið að vanda- mál vegna ársins 2000 séu einka- mál stórtölvuheimsins þá er sá hinn sami á miklum villigötum. Því er víða haldið fram af sérfræðing- um að umtalsverð vandamál muni hrjá einkatölvunotendur um alla heimsbyggðina um aldamótin og jafnvel fyrr. Enn í dag er verið að framleiða vélbúnað í einkatölvur sem ekki er aldamótahæfur. Ég keyrði um daginn sérstakt prófun- arforrit sem athugar aldamóta- hæfni vélbúnaðarins á einkatölv- unni sem ég nota dags daglega. Sú tölva er tiltölulega ný en það er skemmst frá því að segja að hún féll á öllum prófum sem fyrir hana voru lögð. Þar má telja BIOS próf- un, hlaupársprófun og hæfni stýri- kerfisins til að ráða við aldamótin. Forritið sem um ræðir heitir „WILLIT“ og fæst án endurgjalds (,,freeware“) á alnetinu (http:// www.sbhs.com/y2k/main.htm). Ennfremur er ljóst að umtals- verður hluti þess hugbúnaðar sem í notkun er á einkatölvum í dag er ekki aldamótahæfur. Lokaorð Víða erlendis hafa tölvufyrir- tæki tekið höndum saman og stofnað sérstakar samráðsnefndir þar sem saman hafa komið t.a.m. verkefnisstjórar fyrirtækjanna vegna ársins 2000. Þar hafa menn borið saman bækur sínar og lært hver af öðrum. Það er ljóst að vandamál vegna aldamótanna er ekkert einkamál og því sjálfsagt að fyrirtæki með svipaðan tölvu- rekstur taki sig saman og stofni til slíkra samráða. Guðmundur Guðmundsson er gagnastjóri Reiknistofu bank- anna OKTÓBER 1997 - 15

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.