Tölvumál - 01.10.1997, Síða 19
T Ö L V U M Á
legri en áður var. Það má auðveld-
lega leiða rök að því að tölvuvæð-
ing gagnagrunna þjóðlífsins, allt
frá viðskiptavinalista vídeóleigu til
lagasafna og lögregluskýrslna,
auðveldi og flýti fyrir úrvinnslu
sagnfræðinga til muna. Auðvelt og
fljótlegt er að leita í tölvuvæddum
gagnagrunnum og allt efni sem sett
hefur verið inn í tölvu jafnast á við
prentað efni að skýrleika. Ekkert
handskrifað hrafnaspark þar.
Heimildir á tölvuformi eru því
oftast skýrar og auðveldar við-
fangs, svo ætla mætti að sagnfræð-
ingar framtíðarinnar væru í góðum
málum. Það er þó háð því að hægt
sé að komast að þessum þægilegu
heimildum. Með hraðri þróun
tölvubúnaðar og síbreytilegum for-
ritum og stýrikerfum getur að-
gangurinn að heimildunum lokast
venjulegum sagnfræðingum all
snarlega. Um leið og hætt er að
nota tölvugögn í daglegu lífi og
þau eru orðin „skjalasafnamatur“,
hættir fólk að endurnýja fonitið
sem geymir þau, svo ekki sé minnst
á þá sem hreinlega losa sig við
harða diskinn án þess að hirða um
að geyma það sem á honum var!
Áður en ár er liðið hefur hug- og
vélbúnaður breyst svo mikið að
það þarf sérfræðing til þess að
heimta þessi gömlu tölvugögn úr
helju, hafi þau ekki þegar lent á
partasölu dauðadæmdra harð-
diska.
Vandamálið er að það er svo
miklu auðveldara að breyta og
týna tölvugögnum heldur en
áþreifanlegri heimildum. Sagn-
fræðingur í dag getur farið á
skjalasafn og beðið vörðinn um
fundagerðabók Lionsklúbbsins
Gaupnis frá 1957, fengið hana í
hendurnar og fTett í henni. Starfs-
bróðir hans í svipuðum erinda-
gjörðum eftir 50 ár þarf sennilega
að hafa tölvufræðing við hlið sér
til þess að særa fram fundargerðir
dagsins í dag af fornum diskum.
Og þó ...
Þó að tölvur tröllríði heiminum
og séu notaðar til næstum alls í
dag, þá má kannski segja að þær
hafi aðeins unnið hug mannsins en
ekki hjarta hans. Eftir allt saman
þá eru tölvur flókið og dularfullt
fyrirbæri sem maðurinn treystir
aldrei fullkomlega. Það má best sjá
á þjóðsögunum sem fólk er sam-
stundis reiðubúið að trúa, eins og
þeirri um að yfirvofandi pólskipti
jarðar muni eyða öllum tölvu-
gögnum ájörðunni! Sannleikurinn
er sá að pólskiptin taka um það
bil 5000 ár og á meðan á þeim
stendur er segulsvið jarðar enn
veikara en venjulega. Fundargerð-
um á disklingum getur því ekki
stafað nokkur hætta af þessum
kúnstum jarðarinnar. Það má þó
geta þess að ekki þarf stórbrotin
náttúrufyrirbæri til að ógna tölvu-
disklingum, venjulegt umhverfi
getur orðið þeim að aldurtila á
fáum árum. Disklingar endast að
jafnaði ekki nema nokkur ár og eru
því alls ekki heppilegir sem
langtímageymsla. Þar eru segul-
bönd og geisladiskar mun heppi-
legri kostur.
Þó að þjóðsögur séu kveðnar
niður þá treystir almenningur samt
tölvunum sínum varlega og ef
honum er annt um eitthvað á tölvu-
formi er það oftast prentað út á
pappír. Það má best sjá á hinum
margumtöluðu pappírslausu við-
skiptum sem áttu að taka við af
gömlu aðferðunum og bjarga
skógum heimsins. Sannleikurinn
varð sá að með tilkomu tölvanna
jókst pappírsnotkun í heiminum
því að almenningur virðist treysta
þessum aðferðum varlega (allir em
að prenta út „til öryggis“). Sagn-
fræðingar framtíðarinnar þurfa þá
kannski ekki að ganga með tölvu-
fræðing í vasanum eftir allt saman.
Önnur breyting á skriflegum
heimildum sem vert er að athuga
er eðli þeirra. Áður er símabylt-
ingin varð, voru bréfaskriftir sam-
skiptaleið þeirra er ekki voru í
spjallfæri og persónuleg bréf lið-
inna kynslóða eru verðmætar og
oft mjög notadrjúgar heimildir. Til
dæmis gæti sagnfræðingur sem
L
reynir að lýsa daglegu lífi venju-
legs fólks komist langt á bréfa-
skiptum vina eða ættingja. Þegar
notkun símans í daglegu lífi varð
allsráðandi má segja að þessi
heimildaflokkur hafi nánast horfið,
sagnfræðingum til mikils ama. Á
því er þó að verða mikil bót, tölv-
unum að þakka. Með tilkomu ver-
aldarvefsins og samskipta um
tölvupóst hefur fólk farið að skrifa
bréf aftur og sagnfræðingar geta
á ný farið að vænta skriflegra
heimilda um persónulegt líf. Ef ég
tek nærtækt dærni, þá hafði ég
aldrei staðið í reglulegum bréfa-
skiptum við vini eða vandamenn
fyrr en ég keypti mér tölvu og
þeysti út á vefinn. Svo flutti ég til
útlanda og þaðan er dýrt að
hringja, svo ég skrifa. Nú á ég fjöl-
skrúðugan bréfabunka sem mynd-
ar skemmtilega dagbók um búsetu
mína í öðru landi og það er ég viss
um að litla dóttir mín á eftir að
skemmta sér við lesturinn eftir
þrjátíu ár ... en ætli ég prenti þetta
ekki út fyrir hana!
Enn hef ég ekki nefnt mikil-
vægan heimildaflokk, sem á eftir
að fara sístækkandi en það eru
ljósmyndir. Þær leggja einnig
drjúgan skerf að persónulegum
heimildum, þar sem nánast hver
maður á myndavél til þess að skrá-
setja líf sitt með. Sagnfræðingar
eiga því nú orðið að geta haft
aðgang að gríðarlegum fjölda
fjölbreytilegra mynda frá nánast
öllum stigum þjóðlífsins. Vanda-
málið við ljósmyndimar sem heim-
ildir fyrir framtíðina er hins vegar
svipað og við tölvurnar - tæknin
hefur farið dálítið fram úr sjálfri
sér.
Á fyrri dögum ljósmyndanna
voru myndatökur nær eingöngu í
höndum ljósmyndara, sem nostr-
uðu við þetta listræna handverk sitt
og skiluðu vandaðri, endingargóðri
vöru. í dag er framköllun ljós-
mynda að mestu í höndum fjölda-
framleiðsluiðnaðar, sem skilar
mjög misjafnlega unnum myndum
og framköllun á filmum hefur bein
OKTÓBER 1997 - 19