Tölvumál - 01.10.1997, Page 21

Tölvumál - 01.10.1997, Page 21
TÖLVUMÁL The Business Software Alliance - á íslandi Eflir Hróbiait Jónatansson Það hefur vakið nokkra athygli á undanförnum vikurn að undir- ritaður f.h. The Business Software Alliance (BSA) hefur f.h. einstakra meðlima samtakanna lagt fram kærur til Ríkislögreglustjóra á hendur aðilum sem grunur leikur á um að stundi skipulögð brot gegn lögvernduðum rétti hugbúnaðar- framleiðenda. Slíkt er nýlunda á íslandi en þarf þó ekki að koma á óvart ef haft er í huga að Höfund- arlög hafa frá árinu 1992 skilgreint tölvuforrit með sambærilegum hætti og bókmenntaverk með sam- svarandi réttarvernd fyrir fram- leiðendur tölvuforrita. Það felur í sér þá meginreglu að meðferð tölvuforrita, sem ekki er heimiluð af rétthafa, er refsiverð og bóta- skyld. Það er fyrst nú fimm árum síðar að lögð er fram fyrsta kæran af hálfu rétthafa vegna brota á Höfundarlögum að þessu leyti. Frumkvæði að þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til kemur frá BSA, erlendum hugbúnaðar- framleiðendum sem hafa u.þ.b. 50% hlutdeild af heimsmarkaði. Það er því ástæða til þess að fjalla stuttlega um BSA og hversvegna talin er ástæða af hugbúnaðar- framleiðendum, sem alla jafna eiga í harðri samkeppni, að sameinast í baráttu gegn forritastuldi (soft- ware piracy). Upplýsingatæknimarkaður er í hröðum uppgangi í heiminum. Sá hluti hans sem lýtur að stöðluðum markaðsforritum er þar engin und- antekning. í Evrópu hefur sá hluti markaðarins vaxið um 250% frá 1988 til 1995. Árlegur vöxtur frá þeim tíma er talinn vera u.þ.b. 15% á ári fram til aldamóta. í kjölfar þessa vaxtar hafa efnahags- leg áhrif verið gríðarleg, ekki síst m.t.t. fjölgunar starfa og aukinna skatttekna. Áhrifanna gætir því nánast í öllum greinum þjóðlífsins. Ætla mætti, með vísan til þessa, að ekkert hamlaði auknum vexti og framþróun í upplýsingaiðnaði. En því miður er það svo að ein af hindrunum þess að efnahagsleg áhrif verði eins mikil og efni standa til er stöðugur og vaxandi forrita- stuldur í heiminum. Meðaltalið í Evrópu yfir for- ritastuld er álitið vera um 60%. Ríflega annað hvert tölvuforrit er því notað með ólöglegum hætti í álfunni. í einstökum löndum er hlutfallið verulega hærra s.s. í Austur-Evrópu, en þar hleypur hlutfallið frá 66% í Slóvakíu upp í 95% í Rússlandi. Ástæða þess að forritastuldur er jafn mikill og raun ber vitni er sú að markaðsforrit eru einföld í meðförum, auðvelt og ódýrt er að afrita forritin og dreifa. Árið 1988 stofnuðu Autodesk, Lotus Development, Microsoft, Novell og fleiri stórir hugbúnaðar- framleiðendur með sér félag sem heitir the Business Software Alli- ance. Markmið félagsins, sem er ekki rekið í ágóðaskyni, er það eitt að vinna að upprætingu á forrita- stuldi í heiminum. Frá stofnun hefur BSA staðið að yfir 600 refsi- og skaðabótamálum gegn forrita- þjófum og starfar nú í 77 löndum heimsins. BSA vinnur að mark- miði sínu með þríþættum hætti: 1) Með réttarvörsluaðgerðum. Það er meginregla BSA að opinbera öll refsi- og bótamál sem beinast að brotum á hags- munum BSA. Með opinberri umfjöllun um lögbijóta er ætlað að hafa varnaðaráhrif á aðra þá sem stunda sambærilega ólög- lega iðju. 2) Með upplýsingastarfi, þ.e. auka fræðslu um löggjöfina, hvað megi og hvað ekki og af- leiðingar þess ef brotið er gegn lögunum. 3) Með því að hafa áhrif á stjórn- völd til þess að auka lagalega vernd rétthafa. Það er mikilvægt að hafa í huga að brot á lögvemduðum réttindum foiTÍtaframleiðenda snertir miklu fleiri hagsmuni en. framleiðend- anna sjálfra. Afleiðingarnar eru m.a. þessar: OKTÓBER 1997 - 21

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.