Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 9
ebXML Rafrænn heimsmarkaður með ebXML™ Stefán Jón Friðriksson Netið og sú tækni, sem því tengist er að gerbreyta fyrirkomu- lagi viðskiptahátta milli fyrirtækja Menn hafa áttað sig á því að eina leiðin til að rafræn viðskipti á Netinu hljóti al- menna útbreiðslu í at- vinnulífi og stjórnsýslu sé sú að koma þeim í staðlað og opið form. Rafræn viðskipti fyrirtækja eru fjarri því að vera nýnæmi á íslandi. Skjalasendingar milli tölva - EDI - hafa verið stundaðar hérlendis í meira en áratug. Notkun EDI í dagvöruverslun hér- lendis er með því mesta sem þekkist og reynslan að langmestu leyti góð. Einnig er vert að nefna velheppnað fyrirkomulag EDI samskipta við tollyfirvöld um allt land en sem kunnugt er gengu nýlega í gildi lög um að skil á tollskjölum skuli einungis gerð á rafrænan hátt. Engu að síður hefur útbreiðsla EDI ekki orðið sú sem vonir stóðu til í upphafi og er sömu sögu að segja af nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir marga augljósa kosti, svo sem öryggi og áreiðanleika og almennt góða reynslu, hefur tiltölulega hár stofn- og rekstrarkostnaður staðið útbreiðslunni meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja fyr- ir þrifum. Að því gefnu að öryggi, rekjan- leiki og gagnaflutningsgeta sé tryggð, bendir flest til að Netið geti orðið hag- kvæmari kostur fyrir mörg þessara fyrir- tækja en flest, ef ekki öll íslensk fyrirtæki falla í fyrrgreindan stærðarflokk. Netið og sú tækni, sem því tengist er að gerbreyta fyrirkomulagi viðskiptahátta milli fyrirtækja, birgja þeima og viðskipta- vina og því hvernig fyrirtæki haga dag- legri starfsemi sinni. Breytingarnar sem þetta hefur í för með sér birtast á margvís- legan hátt. Fyrir sum fyrirtæki er um bylt- ingu að ræða en önnur útfæra hlutina ein- ungis á nýjan hátt og tengja núverandi net- kerfi við umheiminn. Hin síðarnefndu eru mörg hver með EDI-búnað en þar er stuðst við lokuð netkerfi. Hið staðlaða form og verklag sem tengist EDI er mikil- vægur reynslubrunnur sem hægt er að sækja í þegar tekin er upp Netvæðing við- skipta milli fyrirtækja. Stöðlun Netviðskipta milli fyrirtækja Fram að þessu hefur UN/EDIFACT (EDI for Administration, Commerce and Transport), ef frá er talinn bandaríski X.12 staðallinn, verið eini útbreiddi alþjóðlegi staðall rafrænna viðskipta en hann er upp- runninn innan vébanda Sameinuðu þjóð- anna. Menn hafa áttað sig á því að eina leiðin til að rafræn viðskipti á Netinu hljóti almenna útbreiðslu í atvinnulffi og stjórnsýslu sé sú að koma þeim í staðlað og opið form. A undanförnum árum hafa mörg stærstu fyrirtæki og staðlastofnanir í heiminum gert tilraunir til þess að hrinda af stað verkefnum á þessum sviðum. Flestar þessara tilrauna hafa þó steytt á skeri m.a. vegna hagsmunatogstreitu. Kröfur um sérstakar útfærslur, sem henta einum hugbúnaði fremur en öðrum hafa þannig siglt málum í strand. Eitt af þess- um frumkvæðum sem nú virðast ætla að ná fótfestu sem alþjóðastaðall er hið svo- kallaða ebXML eða electronic business XML. Frumkvæðið hefur notið meiri og víðtækari stuðnings en önnur sambærileg verkefni. Fró San José I nóvember 1999 var blásið til fyrsta vinnufundar ebXML í San José í Kali- forníu þar sem vel á þriðja hundrað manns frá mörgum af helstu fyrirtækjum og stofnunum í upplýsingatækni og stöðl- un í heiminum komu saman. Frumkvæðið áttu tvær stofnanir, önnur á vegum SÞ en hin á vegum framleiðenda búnaðar. UN/CEFACT er stofnun á vegum Sam- einuðu þjóðanna um einföldun og sam- ræmingu viðskipta og hefur aðsetur í Genf í Sviss. CEFACT er einmitt sú stofnun sem skóp EDIFACT staðalinn fyrir hálfum öðrurn áratug. OASIS (Org- anization for the Advancement of Struct- ured Information Standards) eru regn- hlífarsamtök flestra stærstu fyrirtækja í upplýsingatækni austan hafs og vestan, á borð við IBM, Sun, Cisco, SAP, Software AG og Intel. Þessi tvenn samtök rnynda meginstoðirnar undir ebXML. Auk þeirra Tölvumál 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.