Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 15
Persónuvernd Vinnsla persónuupplýsinga Tilkyrmingaskylda og leyfisskylda Guðbjörg Sigurðardóttir I lögunum er gerður greinarmunur á almennum og við- kvæmum persónuupp- lýsingum og er nauðsynlegt að átta sig á þessari aðgrein- ingu þegar meta þarf hvort upplýsingar eru leyfis- eða tilkynningarskyldar. S Inýjum lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nr. 77/2000) er almenna reglan sú að vinnsluaðilar persónuupplýsinga þurfa að tilkynna vinnsluna til Persónuverndar. Ymis vinnsla er þó leyfísskyld og í sum- um tilfellum er hvorki skylt að tilkynna um né afla leyfis hjá Persónuvernd áður en vinnsla hefst. Á grundvelli 31., 32. og 33. gr. laganna setti Persónuvemd, þann 15. janúar 2001, reglur um tilkynningaskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga (nr. 90/2001) og eru hér á eftir teknar sam- an upplýsingar um þær reglur og nokkur lagaatriði sem þeim tengjast. í lögunum er gerður greinarmunur á al- mennum og viðkvæmum persónuupplýs- ingum og er nauðsynlegt að átta sig á þessari aðgreiningu þegar meta þarf hvort upplýsingar eru leyfis- eða tilkynningar- skyldar. Almennar persónuupplýsingar Persónuupplýsingar eru skv. lögunum: Sérhverjar persónugreindar eða per- sónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Hugtakið er rýmkað töluvert frá eldri lögum og tekur nú til allra upplýsinga sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings jafnvel þótt þær séu ekki persónugreindar. Ef ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili getur ekki persónugreint upplýsingarnar en ein- hver annar aðili getur það þá er urn að ræða persónuupplýsingar. í tilskipun ESB sem íslensku lögin byggjast á kemur fram að upplýsingar telj- ast persónugreinanlegar ef unnt er að rekja þær til hins skráða, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í kennitölu eða einn eða fleiri þætti sem sérkenna hinn skráða í lík- amlegu, lífeðlisfræðilegu, andlegu, efna- legu, menningarlegu eða félagslegu tilliti. Þessi skilgreining er því mjög víðtæk. Almennar persónuupplýsingar teljast allar persónuupplýsingar sem ekki eru viðkvæmar skv. lýsingunni hér á eftir. Viðkvæmar persónuupplýsingar Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skv. lögunum: a) Upplýsingar um uppruna, litarhátt, kyn- þátt, stjórnmálaskoðanir, svo og trúar- eða aðrar lífsskoðanir. c) Upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. d) Upplýsingar urn heilsuhagi, þar á með- al um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun. e) Upplýsingar um kynlíf manna og kyn- hegðan. f) Upplýsingar um stéttarfélagsaðild. Hafa þarf í huga að oft geta ýmsar upp- lýsingar aðrar en þær sem taldar eru upp í ákvæðinu verið viðkvæmar fyrir hlutað- eigandi. Hvenær er vinnsla almennra persónu- upplýsinga heimil? I 8. gr. laganna1 er fjallað um vinnslu al- mennra persónuupplýsinga og þar kemur fram að vinnsla þeirra sé einungis heimil að: 1. Hinn skráði hafi gefið samþykki sitt. 2. Vinnslan sé nauðsynleg til að efna samning sem hinn skráði er aðili að eða til að gera ráðstafanir að beiðni hins skráða áður en samningur er gerður. 3. Vinnslan sé nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila. 4. Vinnslan sé nauðsynleg til að vernda brýna hagsmuni hins skráða. 5. Vinnslan sé nauðsynleg vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna. 6. Vinnslan sé nauðsynleg við beitingu opinbers valds sem ábyrgðaraðili, eða þriðji maður sem upplýsingum er miðl- að til, fer með. 7. Vinnslan sé nauðsynleg til að ábyrgðar- Tölvumól 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.