Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 7
að fá leiðbeiningar og nánari upplýsingar urn verkefnið. Þannig má ætla að verkefn- ið geti eflt samstarf barna og foreldra. Þá má ætla að kerfisbundnar heimsóknir nemenda í 9. bekk grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu á Setrið geti jafnframt stuðlað að því að fjölga stúlkum í hópi umsækjenda að því. Verkefnið „Fyrirtækið mitt“ skiptist í fimm þrep og er reiknað með því að fyrstu þrjú þrepin tilheyri fyrri hluta verkefnisins og séu unnin á haustönn en tvö síðustu þrepin síðari hlutanum og séu unnin á vor- önn. Hér er á ferð eins konar „frjálst fjar- nám“ vegna þess að ekki er hægt að skylda nemendur til þess að ljúka verkefn- inu þar sem það er ekki hluti af skyldu- náminu og fellur því ekki sjálfkrafa undir hefðbundin svið innan skólakerfisins. Hins vegar gæti úrlausn verkefnisins hugsanlega orðið hluti af námsmati ein- stakra kennara í tengslum við ákveðna námsþætti í skólanum. Þegar lokaniðurstöður verkefnisins liggja fyrir verða bestu úrlausnirnar verð- launaðar (allt að fimm lausnir) og þeim nemendum sem þær unnu boðin dvöl á Frumkvöðlasetrinu næsta ár til að þróa hugmyndir sínar enn frekar. Jafnframt verða veittar sérstakar viðurkenningar fyr- ir bestu úrlausn úr hverjum skóla. Niður- stöður verkefnavinnunnar verða kynntar með nokkurri viðhöfn á sérstakri sam- komu í lok skólaárs og í reglulegum sjón- vaipsþætti á vegum Setursins verður með- al annars fylgst stuttlega með heimsókn- um unglinganna á Setrið yfir veturinn og rætt við þátttakendur. Með verkefninu „Fyrirtækið mitt“ vill Frumkvöðlasetrið leggja sitt af mörkum til að hvetja ungmenni til dáða, örva skap- andi hugsun og glæða áhuga þeirra á nýrri tækni. Mikilvægast er þó að virkja nem- endur til nýsköpunar og hvetja þá til að hagnýta sér nýja þekkingu samhliða því að efla með sér upplýsinga- og tæknilæsi. Með virku samstarfi Frumkvöðlasetursins og grunnskólanna er hægt að aðstoða nemendur við að að útfæra hugmyndir sínar frá fyrstu hugdettu til lokaafurðar. Hraði - þekking - hugkvæmni Islendingar eins og flestar aðrar þjóðir standa á miklum tímamótum. Upplýsinga- samfélagið hefur haldið innreið sína. í vændum er gjörbylting á lífsháttum fólks. Hið nýja samfélag er á margan hátt frá- brugðið því þjóðfélagi sem íslendingar hafa átt að venjast. Til þessa hafa lífshagir þjóðarinnar að miklu leyti byggst á fisk- veiðum, fiskvinnslu og hefðbundnum iðnaði, þar sem mikill fjöldi manna vinnur við framleiðslu venjubundinna afurða. í framtíðinni munu viðskipti með ýmiss konar þjónustu skipta æ meira máli um af- komu landsmanna, ekki síst starfsemi í upplýsingaiðnaði og á sviði hátækni. Fyrirtæki í upplýsingatækni gera aðrar kröfur um f rumkvæði og aðlögunarhæfni en hefðbundin iðnfyrirtæki vegna hraðrar þróunar markaða og tækni. Hraði, þekking og umfram allt hugkvæmni eru einkunnar- orð upplýsingatækninnar. í því umhverfi eru frumkvöðlar sem vita hvernig unnt er að breyta góðri hugmynd í arðbæra vöru ómetanlegir. Ein grunnhugmyndin með Frumkvöðla- setrinu er að búa í haginn fyrir framtíðina. lolvumái 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.