Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 24
CeBIT 2001 Búnaður þessi er ein- faldaður eins og kost- ur er með sérhæft hlutverk eins og að geta tengst Vefnum og/eða unnið með tölvupóst Þýskur sjónvarpsfram- leiðandi hefur kynnt sjónvarp sem „skilur" vefföng sem geta birst á skjánum og tengt áhorfandann á viðkomandi heima- síðu með BLIP er að hýsa upplýsingar sem notendur blátannarvæddra síma og/eða lófatölva gætu nálgast þráðlaust en inn- byggður í BLIP er WAP miðlari og mögu- legt að vista heimasíður. Stýrikerfið er af- brigði af Linux en tækið getur verið frístandandi eða tengt staðarneti eða jafn- vel með raðtengli við tölvu. Ericsson sér fyrir sér sem dæmi að tækið gæti verið uppstillt í búðarglugga og þeir sem vildu forvitnast nánar um ákveðna hluti sem í boði væru gætu tengst viðkomandi BLIP og sótt ítarefni. Annar möguleiki væri á veitinga- og skemmtistöðum þar sem matseðlar og slíkt væri hýst í tækinu. Drægið er um 10 metrar og fyrsta kyn- slóðin getur tengt einn notanda í senn en sú næsta allt að sjö í einu. Eitt hið fyrsta sem undirritaður rakst á fyrsta dag sýning- arinnar var samt ekki blátannartæki heldur sérstök gleraugu til að horfa á bíómyndir af DVD-ferðaspilara. Hljóðið kemur úr spöngunum en myndinni er varpað á agn- arsmáa skjái sem eru rétt framan við aug- un. Gæðin voru alveg þokkaleg en ekki skal um það dæmt hvort hægt væri að hafa slíkt áhald á andlitinu í langan tíma þyngdarinnar vegna. Verð? Þorði ekki að spyrja... Léttbiðlarar og boðtól Talsvert hefur verið rætt og ritað um tækjakost sem á ensku er kallaður „Infor- mation Appliance“ og nefnd hér boðtól og þann sem á íslensku má kalla léttbiðlara sem þýðingu á „Thin Client“. Búnaður þessi er einfaldaður eins og kostur er með sérhæft hlutverk eins og að geta tengst Vefnum og/eða unnið með tölvupóst. í seinni tíð hefur tæknin orðið fyrir fáeinum áföllum og ekki gengið betur en svo að framleiðslu hefur verið hætt fyrirvaralaust eins og í tilfelli Netútvarpsins Kerbango frá 3Com og Audrey frá sama aðila en Audrey var ætlað til notkunar í eldhúsi og búið ýmsum þægindum í því umhverfi. Þó er alls ekki svo að búið sé að leggja árar í bát, öðru nær. Margir framleiðendur eru bjartsýnir og vaxtatölur benda til að tím- inn vinni með þessum geira en nú er talið að um þrjár milljónir manna í Evrópu noti boðtól eða léttbiðlara og því er spáð að sú tala eigi eftir að fara í 126 milljónir á næstu fjórum árum. Sumir lesendur eru efalaust þegar kunn- ir lausnum sem falla undir flokkinn létt- biðlarar, sérstaklega þar sem leiðandi framleiðendur tölva hafa sett á markað tæki sem hafa yfirbragð fyrirferðalítilla tölva en búnar Windows CE, Internet Ex- plorer, smágerðum útgáfum af Word og Excel og USB tenglum en engum diskum eða drifum. A CeBIT-sýningunni mátti sjá ýmsar útfærslur bæði fyrir þráð og þráð- laust og þau sem fylla flokk þess síðar- nefnda líkjast fremur bókum en tölvum. Önnur sem fylla flokkinn boðtæki eru æði róttæk og líkjast ekki neinum „venju- legum“ tölvum og má taka sem dæmi eld- hústæki sem tengja má við Netið og einn þýskur sjónvarpsframleiðandi hefur kynnt sjónvarp sem „skilur“ vefföng sem geta birst á skjánum og tengt áhorfandann, ef hann vill, á viðkomandi heimasíðu. Það nægir að styðja á hnapp á fjarstýringunni og má skoða vefsíðuna samtímis því sem horft er á dagskrána en nægt minni er í sjónvarpstækinu fyrir nokkrar síður aftur í tímann. Það sem kannski einna helst stendur búnaði sem þessum fyrir þrifum er að verðið þarf að vera vel samkeppnishæft við hefðbundnar tölvur og nú þegar far- tölvur eru að sækja í sig veðrið ásamt auk- inni notkun á þráðlausum netum má spyrja hvor hafi betur. Vel má vera að á heimilum og skrifstofum framtíðarinnar muni að fínna jöfnum höndum hvort tveggja. Kannski má einnig sjá fyrir að með betrumbættum og hraðari fjarskiptum muni einföld tæki eiga sinn sess ef sækja má þann hugbúnað sem þörf er á í leigu í stað þess að þurfa að kaupa hann og vista á eigin diskum. í öllu falli virðist alveg borðleggjandi að viðhald verði einfaldara 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.