Tölvumál - 01.07.2001, Page 22

Tölvumál - 01.07.2001, Page 22
Menntun efni sem er skráð eftir ákveðnu kerfi. Þar verða upplýsingar um námsefni, hvar það er að finna og hvaða nemendahópum það hentar best. Einnig er verið að vinna bók- haldskerfi fyrir framhaldsskóla með stundatöflum, bókalistum og öðrum upp- lýsingum á Netinu. Öli bókasöfn landsins verða brátt aðgengileg á Netinu í gegnum sameiginlegt upplýsingakerfí bókasafna. Breyttir tímar Ljóst er að þekking er undirstaða velferðar og framfara í landinu. Jafnframt er ljóst að upplýsingatækni hefur rnikil áhrif á þjóð- félagið í dag. Þess vegna er lögð áhersla á þróunarstarf í skólum með það í huga að bjóða betri menntun og undirbúning undir þátttöku í þekkingarsamfélagi. Flestir geta verið sammála um að tals- verð óþægindi fylgi því að vera ólæs og sama má nú orðið segja um tölvuólæsi. Með starfi UTskóla er stuðlað að tölvu- læsi og bættu aðgengi að upplýsingum. Þróun í skólastarfi opnar nýjar leiðir að er- lendri samvinnu og fjölbreyttum tækifær- um til náms. Hún gerir okkur samkeppnis- fær í samfélagi þjóða og stuðlar að áfram- haldandi þróun Islands sem forystuþjóðar á sviðurn upplýsingatækni. Jóna Pálsdóttir er sérfræðingur í notkun upplýsingatækni í skólastarfi hjá þróunardeild menntamálaráöuneytisins Úr myndasafninu Þessi mynd sýnir skjái og prentara frá IBM en hún var tekin á tölvusýningu árið 1983 sem haldin var í því húsnæði sem núna hýsir Húsgagnahöllina. Fyrir miðri mynd eru litaskjáir og I horninu í bakgrunninum glittir í s.k. Control Unit og leigulínumótald fyrir 9.600 bit/sek. hraða. 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.