Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 14
Microsoft.Net Að vissu leyti má segja að þetta dæmi svipi til þeirra hug- mynda sem liggja að baki vistunar- og kerf- isleigufyrirtækjum Að sjálfsögðu eru aðrir þættir sem koma við sögu svo sem að unnt sé að komast að þjónust- unni úr hvaða tæki sem er upp sem pakkavara sem þú kaupir út í búð, heldur er hugbúnaður samsafn af vef- þjónustum sem þú kemst í samband við í gegnum Netið. Eitt af því sem gerir erfitt fyrir fólk að átta sig á þessu er að Microsoft í dag bíður ekki upp á mikið af vefþjónustu. Ef nánar er að gáð má sjá að vísar af þessu eru að spretta upp hjá Microsoft. Tökum sem dæmi fyrirtæki sem vill hafa tölvupóstkerfi og dagatal fyrir starfsmenn sína. Hér áður fyrr hefðu menn haft um þann kost að ræða að setja upp hjá sjálfum sér dýra tölvu sem keyrði póstkerfi eins og Exchange eða cc:mail og svo haft mann í hálfu starfi a.m.k. við að hreinsa út veirur og halda kerfmu uppi. Segjum að fyrirtæki með upp að 10-15 starfsmenn vilji notfæra sér .NET til þess að setja upp póstkerfi hjá sér. í stað þess að kaupa kerfi, þá velur það þá tölvupóst- þjónustu og dagatalsþjónustu sem í boði eru á Netinu (eflaust gegn lágu mánaðar- legu gjaldi). Þeir geta gert samning við þjónustuaðilann um gæði þjónustunnar og hversu mikil aðstoð er veitt. Allt er þetta greitt mánaðarlega í stað þess að borga stóra fúlgu í upphafi. Þetta gerir það auð- veldara fyrir lítil fyrirtæki að koma sér upp rekstrarumhverfi án þess að fara í stór fjárútlát. Að vissu leyti má segja að þetta dæmi svipi til þeirra hugmynda sem liggja að baki vistunar- og kerfísleigufyrirtækjum. Það kemur alls ekki á óvart því að það eru einmitt þeir aðilar sem Microsoft vonast til að verði aðal „söluaðilinn" á vefþjón- ustu. Rétt eins og hægt verður að fá tölvu- póst- og dagatals-vefþjónustu er þegar í dag hægt að fá þjónustu svo sem fjárhags- og viðskiptamannabókhald í gegnum Net- ið. Tími stórra pakkalausna eins og Navision er að líða, sér í lagi fyrir smærri (<100 manna) fyrirtæki. I stað þess að kaupa þessa rándýru pakkalausnir, borga síðan morðfé fyrir að aðlaga lausnina að fyrirtækinu og síðan góða fúlgu í þjón- ustugjald, þá mun verða hægt að setja upp sitt bókhald í gegnum þjónustur eins og netbokhald.is, bCentral og mySAP þar sem einungis verður greitt vægt mánaðar- gjald. Eftir því sem tímarnir líða mun meiri og meiri vefþjónusta spretta upp á Netinu og með tækni eins og SOAP og UDDI verður hægt að byggja upp sérsmíðaðar lausnir fyrir fyrirtæki með því að raða saman þeirri þjónustu sem þörf er á fyrir hvern og einn aðila. Þetta er grundvallarhugmyndin bakvið stefnuna um .NET. Að sjálfsögðu eru aðr- ir þættir sem koma við sögu svo sem að unnt sé að komast að þjónustunni úr hvaða tæki sem er (símum, lófatölvum, ísskáp- um, borðtölvum, o.s.frv.) en þessir þættir komast ekki í hálfkvisti við þá áherslu sem lögð er á hugtakið hugbúnaður sem þjónusta (e: software as a service). Menn spyrja sig kannski af hverju Microsoft sé að þessu. Jú að sjálfsögðu er það að bjóða upp á vefþjónustu ný tekju- lind hjá Microsoft. Það sem meira er að þetta er tekjulind sem gefur pening mán- aðarlega í kassann en ekki bara við kaup í búð. Einnig þarf í flestum tilvikum ekki að borga einhverjum þriðja aðila fyrir að dreifa og selja vöruna. Framleiðslukostn- aðurinn er líka miklu minni þar sem allt fer í gegnum Netið. Framtíðin Við munum sjá sífellt fleiri vefþjónustur spretta upp í kringum hugmyndina um .NET. Fyrirtækið Microsoft mun bjóða upp á þessa þjónustu en einnig munu aðrir aðilar bjóða upp á vefþjónustu sem getur tengst .NET-umhverfinu. Þannig hafa aðil- ar eins og American Express, Ebay.com og FedEx þegar tilkynnt áætlanir sínar í þeim efnum. Með tilkomu Visual Studio.NET sem kemur út á haustmánuðum má síðan búast við því að alls kyns vefþjónusta skjóti upp kollinum. Það er íhugunarefni fyrir íslensk hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki hvort þar sé ekki möguleiki á markaðssókn. Höfundur er ráðgjafi hjá IMG Upplýsingatækni 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.