Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 17
Persónuvernd
Vakin er athygli á því
að öll vinnsla við-
kvæmra persónuupp-
lýsinga sem ekki er
leyfisskyld er tilkynn-
ingaskyld.
reglnanna og er því hvorki tiikynninga-
skyld né leyfisskyld:
• Vinnsla einstaklings á persónuupplýs-
ingum sem eingöngu varða einkahagi
hans eða er ætluð til persónulegra nota.
• Vinnsla sem fram fer í tengslum við
rannsókn eða könnun þar sem skráðar
upplýsingar eru hvorki merktar með
persónuauðkennum, númerum né öðr-
um rekjanlegum auðkennum.
í reglum Persónuverndar er sérstaklega
bent á að undanþágur frá tilkynninga-
skyldunni gildi ekki um:
1. Vinnslu upplýsinga urn mat á árangri
einstaklinga, s.s. um einkunnir nem-
enda og frammistöðu starfsmanna.
3. Vinnslu með persónusnið, skv. 23. gr.
laga nr. 77/2000.
4. Vinnsla sem felur í sér flutning per-
sónuupplýsinga úr landi.
Hvenær er vinnsla leyfisskyld?
Eftirfarandi vinnsla persónuupplýsinga er
leyfisskyld sbr. reglur Persónuverndar:
1. Vinnsla sem lýtur að samkeyrslu skráar
sem hefur að geyma viðkvæmar per-
sónuupplýsingar við aðra skrá, hvort
sem sú hefur að geyma almennar eða
viðkvæmar persónuupplýsingar. Siík
samkeyrsla er þó ekki leyfisskyld bygg-
ist hún á fyrirmælum laga eða ef ein-
vörðungu eru samkeyrðar upplýsingar
úr Þjóðskrá urn nafn, kennitölu, fyrir-
tækjanúmer, heimilisfang, aðsetur og
póstnúmer. Sama á við ef samkeyrðar
eru skrár sama ábyrgðaraðila.
3. Vinnsla sem tengist framkvæmd erfða-
rannsóknar nema aðeins sé unnið með
ópersónugreinanlegar upplýsingar.
Erfðarannsóknir eru þó ekki leyfis-
skyldar séu þær nauðsynlegar vegna
læknismeðferðar.
4. Vinnsla upplýsinga um refsiverðan
verknað manns og sakaferil, upplýsing-
ar um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotk-
un, kynlíf og kynhegðan, nema vinnsl-
an sé nauðsynlegur og eðlilegur þáttur í
starfsemi viðkomandi aðila.
5. Söfnun og miðlun persónuupplýsinga
um fjárhagsstöðu og lánstraust einstak-
linga.
6. Vinnsla upplýsinga um félagsleg
vandamál manna eða önnur einkalífsat-
riði, s.s. hjónaskilnaði, samvistarslit,
ættleiðingar og fóstursamninga.
7. Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga
sem ekki fellur undir ákvæði 1. mgr. 9.
gr. laga nr. 77/2000.
Óheimilt er að hefja ofangreinda
vinnslu fyrr en fyrir liggur skiáflegt leyfi
Persónuverndar, sem hún veitir að feng-
inni umsókn frá ábyrgðaraðila.
Að öðru leyti er, án leyfis Persónu-
verndar, óheimilt að hefja vinnslu al-
mennra eða viðkvæmra persónuupplýs-
inga, geti hún falið í sér sérstaka hættu á
að raskað verði réttindum og frelsi manna.
Vakin er athygli á því að öll vinnsla við-
kvœmra persónuupplýsinga sem ekki er
leyfisskyld er tilkynningaskyld.
Um framkvæmd leyfisumsóknar og til-
kynningar til Persónuverndar
Það er mikilvægt að allir þeir sem halda
skrár með persónuupplýsingum kynni sér
nýju lögin og þær reglur sem Persónu-
vernd hefur sett. Bent er á að frestur til að
tilkynna um skrá sem var þegar orðin til
þann l.janúar2001 vartil 1. júlí2001.
Hægt er að nálgast lögin, reglur og eyðu-
blöð fyrir tilkynningar og leyfisumsóknir
á vef Persónuverndar: www.personu-
vernd.is. Einnig er hægt að nálgast prent-
uð eyðublöð á skrifstofu Persónuverndar.
Gert er ráð fyrir að alla jafna berist til-
kynningar um vinnslu til Persónuverndar
beint gegnurn heimasíðuna.
Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur,
formaður Verkefnisstjórnar um
upplýsingasamfélagið.
1 frumvarp til breytinga á lögum nr. 77/2000 er nú til
meðferðar í þinginu og er gert ráð fyrir að breyt-
ingar verði gerðar á 8. gr. laganna.
2 frumvarp til breytinga á lögum nr. 77/2000 er nú til
meðferðar f þinginu og er gert ráð fyrir að breyt-
ingar verði gerðar á 9. gr. laganna.
Tölvumál
17