Tölvumál - 01.09.2003, Page 12

Tölvumál - 01.09.2003, Page 12
Tilraunasamfélög fyrir rafræn viðskipti Pegar liggur fyrir sam- komulag um að Is- lendingar halda áfram að leiða verk- efnið eftir að evrópsk- ur vinnuhópur hefur tekið til starfa Upprunalega hug- myndin snérist um að velja stök hagkerfi sem tilraunasamfélög ópusambandsins sem óskuðu eftir að nefnd- in yrði sett á laggirnar, þ.e. hjá DG Enter- price. A sama tíma og hugmyndin var mót- uð í skýrslunni fór því í gang vinna innan Evrópusambandsins við að taka hana inn í stefnumörkun þess á sviði rafrænna við- skipta. Varð reyndin sú að áður en skýrsla eBiz nefndarinnar var að fullu frá gengin og kynnt á opnum fundi, eins og hér hefur ver- ið nefnt, var hugmyndin orðin hluti af til- lögum framkvæmdastjómar Evrópusam- bandsins til ráðherraráðsins um leiðir til framþróunar á sviði rafrænna viðskipta, þ.e. í skjali sem fékk heitið: Adapting e-business policies in a changing environment: The les- sons ofthe Go Digital initiative and the challenges ahead. Þann 13 maí s.l. sam- þykkti ráðherraráðið tillögur framkvæmda- stjómarinnar um, eins og segir í skjalinu og þetta varðar: „A national test-bed or, even better, a network ofnational test-beds for e- business, preferably based on open so- urce software solutions, would provide for a practical venue for SMEs to develop their e-business processes. The aim should be to create communities withfully operational e-business networks ofpublic and private business, resulting in a modelfor other comm- unities. Successfully carried out and documentedfor learning purposes, such an initiative would increase confidence in e-business and provide a roadmap to befollowed by others. “ Þeir samningar sem áður hafa verið nefndir að verði gerðir milli Evrópusam- bandsins og staðlasamtakanna, og byggja á tilmælum eBiz nefndarinnar, munu að mestu leiti varða innleiðingu staðla og sam- ræmingu verklags við notkun þeirra. Hug- myndin um tilraunasamfélagið er víðtækari og mun verða að sjálfstæðu verkefni eða verkefnum þeirra sem taka hana upp, að lík- indum með stuðningi Evrópusambandsins í formi fjármagns, þekkingar og tengsla. Upprunalega hugmyndin snérist um að velja stök hagkerfi sem tilraunasamfélög, t.a.m. Island, en fljótlega breyttist það og farið var að horfa til þess að tengja saman fleiri samfélög sem gætu átt samleið og myndað n.k. net samstarfslanda með sam- eiginleg markmið og aðferðafræði. Sérstak- lega var þá horft til þeirra sem væru með svipaða eiginleika og áður hafa verið nefnd- ir, en væru jafnframt það ólík landfræði- og menningarlega, að gæfi verkefninu meiri dýpt og breidd. Að undanförnu hefur verið unnið að því að kynna hugmyndina fyrir íslenskum hags- munaaðilum og stjórnvöldum, fulltrúum Evrópusambandsins, sem og þeim þjóðum sem helst er talið að gætu haft áhuga og for- sendur til að verða þátttakendur í slíku verk- efni. Á ráðstefnu SARÍS 29. apríl s.l. var hugmyndin sett í samhengi við önnur verk- efni sem þegar eru í gangi innanlands og kynnt fyrir fulltrúum tveggja landa sem þá þegar hafði verið rætt við og höfðu sýnt hugmyndinni áhuga, sem eru Finnland og Rúmenía. Fulltrúar frá Hollandi og Eistlandi gátu ekki tekið þátt í ráðstefnunni en stað- festu áhuga á frekari viðræðum um sam- starf. Evrópskur samstarfshópur Nú er verið að mynda evrópskan samstarfs- hóps með þessum löndum og er honum ætl- að að móta verkefnið frekar og veita því for- stöðu gagnvart Evrópusambandinu og öðr- um Evrópuþjóðum. Starfandi er íslenskur stýrihópur fyrir verkefnið. I honum eiga sæti fulltrúar frá eftirtöldum aðilum: Byggðasamlagi Eyjafjarðar og Háskólanum á Akureyri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, Útflutningsráði, Staðlaráði íslands og Sam- tökum atvinnulífsins. Þegar liggur fyrir samkomulag um að Islendingar halda áfram að leiða verkefnið eftir að evrópskur vinnu- hópur hefur tekið til starfa auk þess að sam- ræma aðgerðir innanlands. Markmiðið er að á því undirbúningsári sem nú stendur yfír verði hugmyndin um evrópsk tilraunasam- félög mótuð frekar, stuðningi aflað innan- lands og í Evrópu, myndaður evrópskur stýrihópur og fjármögnun verkefnisins tryggð. Á vef Tölvumála verður hugmyndin um tilraunasamfélögin nánar skýrð í sérstökum greinaflokki eftir því sem mótun hennar á sér stað. Næsta grein mun fjalla um hvað það þýði að byggja upp tilraunasamfélag í rafrænum viðskiptum, hvernig hugmyndin er að grunni til uppbyggð, hvernig reiknað er með að hún verði útfærð og hver er lík- legur ávinningur af framkvæmd hennar. 12 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.