Tölvumál - 01.09.2003, Qupperneq 14

Tölvumál - 01.09.2003, Qupperneq 14
Er fjarvinna að komast í tísku? Samskipti milli starfs- fólks geta t.d. farið fram gegnum síma, tölvupóst og mynd- fundi á internetinu. þar sem fólk fær aðgang að góðum tengingum, tölvum o.fl. og umgengst annað fólk sem einnig stundar fjar- vinnu. • Fjarvinna á ferð (e. mobile telework- ing) þegar fólk nýtir ferðatíma til vinnu. • Flökkuvinna (e. Nomadic Teleworking) starfsmaður með kjöltutölvu og GSM síma, vinnur þar sem hann situr hverju sinni, hefur engan fastan vinnustað. Vinnan er óháð stað og stundum stund Mynd 1. Nokkur form fjarvinnu. Hvernig innleiða fyrirtæki fjarvinnu? Aður en fjarvinna er innleidd þarf að hafa marga þætti í huga. Hugsa þarf í þaula hvernig vinnuumhverfið umbreytist við innleiðingu fjarvinnunnar, t.d. er hætta á því að samskipti milli starfsmanna minnki. Fyrirfram þarf að finna aðferðir til að upphefja slíka ágalla. Samskipti milli starfsfólks geta t.d. farið fram gegn- um síma, tölvupóst og myndfundi á inter- netinu. I2 eru taldir nokkrir punktar til íhugunar við innleiðingu fjarvinnu. Þeir eru: • Tryggja þarf að starfsmenn á vinnustað og í fjarvinnu viti hvernig á að hafa samskipti hver við annan • Fólk í fjarvinnu þarf að hittast reglu- lega. Þetta er gert með fundarhöldum í fyrirtækinu og ýmsum félagslegum at- burðum. Með þessu móti er komið í veg fyrir einangrun fólks í fjarvinnu, stuðlað að góðum anda meðal starfs- manna og að útbreiðslu hugmynda og þekkingar. • Tryggja þarf að fjarvinnufólkið hafi skýr markmið um vinnu sína. Þarna kemur að þætti stjórnendanna, fjar- vinna krefst meiri stjómunarhæfni en hefðbundin vinna. • Ganga þarf frá því að starfsmenn njóti trygginga og góðrar aðstöðu þótt þeir vinni ekki á eiginlegum vinnustað. • Þeir sem ætla að vinna heima þurfa að sýna fram á að þeir hafi til þess ásætt- anlega aðstöðu og fái þann frið sem nauðsynlegur er fólki að störfum. Ekki er gefið að öll heimili bjóði nægjanlegt rými fyrir vinnustað. • Nýta skal þá kosti sem tæknin býður. Halda skal uppi sem bestu sambandi við starfsmenn í fjarvinnu t.d. með fjar- fundasambandi. • Ganga þarf úr skugga um að sá sem ætlar í fjarvinnu sé til þess hæfur og viljugur. Best er að frumkvæðið komi frá starfsfókinu sjálfu. Fjarvinna krefst að sjálfsögðu agaðra vinnubragða og þess að menn sitji hvorki of stutt né of lengi við. Rannsóknir og staðreyndir Mikið hefur verið rannsakað og ritað um fjarvinnu og varla er til það stórfyrirtæki í 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.