Tölvumál - 01.09.2003, Síða 19

Tölvumál - 01.09.2003, Síða 19
FS-net & Bíldudalur . Tálknafiörð J Él Sauðárkrókur Akurey Blönduós ! ri í Lauga# Mývatn immstangi Framhaldsskóli Höfuðstöðvar símenntunarmiðst. Egiisstaðíi Útibú símenntunarmiðstöðva jörður ■^rj^púðardalur jörður jrundarfjörð —^reiðdalsvík >júpivogur htóavík (11) & ic^iavogur (1) LaugavatnFlúð ■Habær (1) ir latnafjörður Höfn í Hornafírði Keflaví Hvolsvöll Mynd 1. Staðir sem tengjast FS-neti Við skilgreiningu á tæknilegum kröfum var leitast við að hafa þær fáar en skýrar. Uppbygging FS-nets miðast við að net- ið sé sjálfstætt net sem byggi alfarið á IP- högun (e. Intemet Protocol), þ.e. allur gagnaflutningur á sér stað með IP sam- skiptareglum. Ennfremur skal netið tengj- ast Internetinu og því beint (e. routed) sem hluta af því. Uppbygging netsins byggir á mjög öfl- ugu miðjuneti ásamt aðgangslagi fyrir tengingar. Við grunntengingar er ljósleið- ari tekinn fram yfir aðrar gerðir tenginga. Miðjunetið skal vera tilbúið til dreiftng- ar á margvarpi (multicast enabled) og styður viðeigandi staðla fyrir margvarp. Til þess að tryggja greið tengsl við önn- ur net hefur FS-netið beina tengingu við sameiginlegan hnútpunkt íslenskra neta (RIX Reykjavík Internet Exchange). Þar fara fram samskipti við önnur innanlands- net svo sem Rannsókna- og háskólanet. Miðja netsins hefur tengingu við Inter- netgátt vegna utanlands umferðar og leyfir ótakmarkað niðurhal (download) á efni af Interneti frá útlöndum í gegnum 10 Mbps gátt. Tilboð og samningar Tilboð í FS-net voru opnuð þann 23. júlí 2002. Alls bárust 16 tilboð frá 10 aðilum en fjögur tilboð voru dæmd ógild. Ráð- gjafarfyrirtækið Sensa ehf. vann mat á tæknilegum þjónustuþáttum tilboðanna en Ríkiskaup gekk síðan frá heildarmati með tilliti til verðs. I heildarmati á verði, þjón- ustu og tæknilegri lausn fékk Skýrr h.f. hæstu einkunn en samstarfsaðili fyrirtæk- isins er Landssíminn hf. Tilboð vegna FS-nets voru miðuð við þjónustu í fjögur ár. Aðilar FS-netsins munu ekki eignast búnað en skuldbinda sig til að kaupa fjarskiptaþjónustu á netinu í 4 ár. Öll tilboð sem stóðust kröfur út- boðsins voru verulega yftr kostnaðaráætl- un. Fyrir tilstuðlan menntamálaráðuneytis fengust 45 m.kr. á ári í fjögur ár til að greiða niður kostnað vegna verkefnisins og í lok nóvember var gengið til samninga við Skýrr um verkið. Samningar voru und- irritaðir í byrjun desember og var miðað við að netið yrði tilbúið til notkunar þann 1. febrúar. Innleiðing Ljóst var þegar gengið var frá samningum, að tímafrestur fyrir uppsetningu netsins var mjög skammur eða minna en 2 mán- uðir. Skýrr og Landsíminn gengu rösklega til verks. Það hjálpaði til að tíðarfar var mjög gott og lítið frost í jörðu þannig að jarðvinna gekk greiðlega. Tölvumál 19

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.