Tölvumál - 01.09.2003, Page 22

Tölvumál - 01.09.2003, Page 22
Tungutækni: Hagkvæm lausn hann hefði hringt í þjónustufulltrúa - nema hann fær samband strax. Tæknilegur bakgrunnur Grunnurinn að því að tungutæknilausnir með talviðmótum eru loksins famar að skila arði eftir vægast sagt langar fæðing- arhríðir eru stórbætt samskipti milli ólíkra kerfa og stöðlun í samskiptum talþjóna. Vefþjónustur (e. Web services) eru orðnar nokkuð almennar og þar af leið- andi eru samtengingar ólíkra kerfa með Internettækni mun einfaldari en áður. Gagnasamskipti um XML-viðmót á HTTP-þjónum eru tiltölulega auðveld í uppsetningu og meðförum. Tungutækniþjónn Hex hugbúnaðar; Hex Agent Server, nýtir einmitt slíkt við- mót til að tengjast öðrum kerfum og sækja þangað lifandi upplýsingar og gögn, með- höndlar þau eftir þörfum og skilar þeim af sér til talþjóns (e. Voice Server) á VoiceXML 2.0 formi. Þess vegna heyra notendur alltaf nýjustu fréttir í Fréttasíma Morgunblaðsins á Netinu eða Fréttasíma Skip.is. VoiceXML er hinn þáttur þess að tungutæknilausnir með talviðmóti hafa sótt í sig veðrið. Þessi staðall, sem notaður er fyrir samskipti milli lausnanna sjálfra og talþjónanna, ásamt íhluta þeirra, hafa gefið mönnum kost á að blanda saman því rekstrarumhverfi sem best hentar hverju sinni. Ekki þarf því að bjóða heildarlausn, heldur geta menn einbeitt sér að þeim hluta sem hentar best. Talviðmót: „Velkomin í bankalínuna, hvað má bjóða þér að gera? Fá yfirlit eða millifæra?“ Viðskiptavinur: „Millifæra" Talviðmót „Af tékkareikningi 123, tékkareikningi 456 eða sparireikningi?“ Viðskiptavinur „Af tékkareikningi 123“ Talviðmót „Yfir á tékkareikning 456 eða sparireikning?“ Viðskiptavinur „Sparireikning“ Talviðmót: „Hve mikið?“ Viðskiptavinur: „35.000 krónur“ Talviðmót: „Þú hefur valið að millifæra 35.000 krónur af tékkareikningi 123 yfir á sparireikning. Sláðu inn PIN kóðann þinn til að staðfesta eða segðu til ef þú vilt breyta eða hætta við.“ Viðskiptavinur slær inn PIN kóðann sinn. Talviðmótið kemur upplýsingunum til skila til gagnakerfis bankans sem gengur frá millifærsiunni. Talviðmót „Millifærsla frágengin. Staða á sparireikningi nú 175.000 krónur.“ Bankaviðskipti hvar og hvenær sem er. Við- skiptavinir þurfa enga þjálfun til að eiga í sam- skiptum við kerfi sem byggja á tungutækni. Þeir einfaldlega hringja í bankann sinn og talvið- mótið leysir úr erindinu, rétt eins og viðkomandi hefði hringt í þjónustufull- trúa. í anddyrinu. Greitt væri fyrir miðana með beintengingu símanúmers við greiðslu- miðlun. Eðlilegur samskiptaháttur Það sem mestu máli skiptir er að fólk get- ur notað eðlilegan samskiptahátt í gegnum síma. Það getur talað. Að vera með einn fingurinn stöðugt á lyklaborði símans og fara í gegnum langar rullur af „ýttu á I..." til að ná settu marki heyrir sögunni til. Þess í stað gefur fólk einfaldlega talvið- mótinu skipun: Viðskiptavinurinn þarf enga þjálfun til að vita hvernig hann á að eiga í samskipt- um við svona kerfi. Hann einfaldlega hringir í bankann sinn og talviðmótið leysir úr erindinu fyrir hann rétt eins og 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.