Tölvumál - 01.09.2003, Page 37

Tölvumál - 01.09.2003, Page 37
Um mat á tilboðum Telji bjóðendur í opin- berum úlboðum skýr- ingar ekki fullnægj- andi eða réttur á sér brotinn er niðurstöðu stundum vísað til kærunefndar útboðs- mála. kosti er því vísað frá, sbr. Þrep 2 í mynd 2. Dæmi um SKAL kröfu er þegar bjóðandi skal fylla út alla reiti á tilboðsblaði, skal geta sýnt fram á vinnu við hliðstæð verk- efni, skal hafa vottun eða viðurkenningu á tiltekinni færni. ÞARF kröfu er hægt að uppfylla mis- mikið og henni því gefín einkunn eða stig. Oft er skalinn 1 til 5 notaður þegar tiltek- inni ÞARF kröfu er gefin einkunn. Stig allra ÞARF krafnanna eru síðan umreikn- uð í árangur eða heildareinkunn eftir vægi hverrar einstakrar kröfu í matslíkaninu. Um matslíkön Matslíkön eru oft byggð upp þrepskipt eða sem stigveldi (hierarchy). Þannig er hægt að þrepa kröfulýsingu útboðsins niður í einstaka þætti og stilla upp innbyrðis vægi þeirra. Aðferðin, stundum kölluð sígild ákvörðunarfræði (e. Analytical Hierarchy Process) er kennd við höfund sinn Dr Thomas Saaty, Wharton School of Business. Hugmyndin er eftirfarandi: • Hver þáttur er greindur niður á val- kvætt þrep. • Unnið með þáttinn á valkvæðu þrepi án áhrifa á aðra þætti. • Þættir metnir, tveir og tveir í senn. Hér er tekið dæmi um matslíkan eða - tré fyrir mat á skjalavistunarkerfi, sjá mynd 3. Hér er matinu skipt í tvennt, verð og aðrir þættir. Verði er skipt í verð á búnaði annars vegar og þjónustu hins vegar. Mati á búnaði er skipt í þá þrjá þætti sem kaup- andi telur mikilvægasta, öryggi, gagnsemi og afköst. Aftur er gagnsemi skipt í þrennt, viðmót, leitartækni og vistun. Dæmi er tekið um mat á leitartækni, „þarf að vera hægt að leita í metagögnum" og „lýsing á leitarmáli fyrir flóknar spuming- ar.“ Einstökum þáttum er síðan gefið vægi eftir því hve kaupandi leggur mikla áherslu á þá við kaup (útboð) á búnaði, þjónustu eða framkvæmd. Heildarein- kunn þ.e. allir matsþættir samanvegnir eiga að gefa hagstæðasta (ekki endilega lægsta) verð. Stundum eru tilboð í lausn og verð skil- in að, sk. tveggja umslaga útboð. í um- slagi 1 sem opnað er strax skilar bjóðandi inn tillögu sinni að lausn í fyrirhuguðu verkefni. Tillögunni er gefin einkunn sem er birt áður en umslag 2 er opnað, en það hefur að geyma tilboðsverð bjóðanda . Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er að halda þeirri freistingu frá matshópnum að skoða verðið eingöngu eða láta það hafa áhrif á faglegt mat á lausn bjóðanda. Niðurlag Hér hefur verið stiklað á stóru um býsna umfangsmikið efni. Eðli málsins sam- kvæmt hlýtur einn bjóðandi hnossið, nema öllum sé hafnað. Allir eiga rétt á skýringu á því hvers vegna tilboði þeirra er ekki tekið. Telji bjóðendur í opinberum útboð- um skýringar ekki fullnægjandi eða réttur á sér brotinn er niðurstöðu stundum vísað til kærunefndar útboðsmála. Hér sjáum við aftur myndlíkinguna við lögfræðina sem áður var minnst á. Hlutverk kæru- nefndar er að útkljá ágreining og skerpa á reglum, því sannleika og réttlæti verður seint fullnægt svo öllum líki. Heimildir Guidelines for Good Practice in Evaluation, UK Evaluation Society *) Útboð og innkaup á UT kerfum, Ríkiskaup janúar 2003 *) Ýmis gögn frá Statskontoret í Svíþjóð *) Birt fljótlega á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Höfundur er verkefnisstjóri hjá Ríkiskaupum Mynd 3 - Matslíkan Tölvumál 37

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.