Tölvumál - 01.10.2004, Page 9

Tölvumál - 01.10.2004, Page 9
ArcSsemi fjárfestinga Upphafsár Ar 1 Ar 2 Ar 3-24 Ar 25 Tími Núvirt Samtals 22 ár i -15.000 þ.kr. 1.364 þ.kr. 1.653 þ.kr. 14.498 þ.kr. 323 þ.kr. Núvirði fjárfestingar 2.838 þ.kr. IRR 12,3% ROI (NPV) 18,9% ROI meðaltal 45,5% Að jafnaði hefði bókhaldsniðurstaðan gefið til kynna að arðsemi (ROI) fjárfest- ingarinnar væri um 45,5% og að upp- greiðslutími (e. payback) hennar væri tæp 8 ár. Þessi niðurstaða tekur ekki tillit til þess að fjármagn kostar peninga, hvort heldur um lánsfé eða eigið fé er að ræða. Hún tekur heldur ekki tillit til þeirrar áhættu sem felst í fjárfestingu í búnaðin- um. Fjárfestirinn getur fengið um 1,2 m.kr. (8% af 15 m.kr.) að jafnaði á ári með nokkurri vissu ef hann kaupir skuldabréf. Fjárfesti hann í tækjabúnaðinum tekur hann áhættuna af því að samkeppnisaðil- arnir bregðist við útspili hans, að áætlaður sparnaður skili sér, búnaðurinn bregðist ekki o.s.frv. Áhættan er því nokkru meiri heldur en í tilviki skuldabréfakaupa með föstum vöxtum og verðtryggingu. Núvirðisútreikningar og mat á innri vöxtum (IRR) segja okkur að fjárfestingin getur staðið undir 12,3% ávöxtunarkröfu, þ.e. núvirði hennar yrði núll ef ávöxtunar- krafan er hækkuð í 12,3%. Krafa fjárfestisins er hins vegar 10% og núvirði verkefnisins er jákvætt að upphæð 2,8 m.kr., sem gefur þá til kynna að rétt sé að ráðast í það. Núvirði fjárfestingarinnar er um 19% hærra en sem nemur fjárfest- ingunni. Um arðsemi fjárfestinga í upplýsinga- tækni Gerðar hafa verið úttektir á arðsemi fjárfestinga í upplýsingatækni og um að- ferðafræði við mat á henni. í úttekt á meðal 507 fyrirtækja sem CIO Insight birti í júlí sl. kemur ýmislegt fróðlegt fram um fjárfestingar í upplýsingatækni. Hér að neðan getur að líta nokkra punkta úr könnuninni: • Um 30% fjárfestinga fyrirtækja í upp- lýsingatækni eru metnar m.t.t. arðsemi þeirra. • Að jafnaði er arðsemiskrafan um 32% (20% er miðgildi) • Um 84% þeirra sem gera arðsemiskröfu meta arðsemi áður en ákvörðunin er tekin og um 46% eftir að verkefninu er lokið. • Valkostamati (e. Real-options valu- ation; ROV) er sjaldnast beitt, þó sú að- ferð sé talin gefa nákvæmasta niður- stöðu. Um 35% nota núvirðisútreikn- inga, 40% innri vexti, sem þátttakendur mátu að kæmist næst valkostagreiningu í nákvæmni) og 24% notuðu samhæft árangursmat (e. balanced scorecard), sem fékk lægstu einkunn fyrir ná- kvæmni. • Áherslan í fjárfestingum er á lækkun kostnaðar. Um 83% svarenda segjast vilja ná fram kostnaðarhagræðingu með fjárfestingum í upplýsingatækni, 77% meiri framleiðni, 66% ánægðari við- skiptavinum, 45% auknum tekjum og hjá um 43% svarenda er áherslan á hagnað. • Um 39% svöruðu því til að framleiðni hafi aukist um meira en 10% í kjölfar Tölvumól 9

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.