Tölvumál - 01.10.2004, Síða 10
Arðsemi fjárfestinga
fjárfestingar í upplýsingatækni, um
fjórðungur sagði að hún hefði aukist um
25% og 28% sögðu framleiðiaukning-
una um 3-5%.
Fjárfesting í upplýsingatækni í kjölfar
bættrar stjórnunar
Ekki er úr vegi að vitna í athugun sem ráð-
gjafafyrirtækið McKinsey gerði í sam-
vinnu við London School of Economics á
meðal evrópskra fyrirtækja. Þar er ein
meginniðurstaðan sú að framleiðniaukn-
ing sé mest ef stjórnun fyrirtækja er bætt
fyrst og síðan fjárfest í upplýsingatækni.
Myndin hér að neðan sýnir samandregnar
niðurstöður McKinsey. Sjá má að bættir
stjórnunarhættir auka framleiðni um 8% á
meðan aukin fjárfesting í upplýsingatækni
(IT) ein og sér eykur hana um 2%. Ef
hvort tveggja er gert má auka framleiðni
um 20% samkvæmt rannsókninni.
4-*
4-*
H
sz
v_
(0
c
i—
;0
■C’
</>
4-
4-4
«
CQ
Vp 00 20%
0% 2%
Lægstu 25% Frá 75% og meir
Fjárfesting í upplýsingatækni
Að lokum
Hér að ofan hefur aðferðum við mat á fjár-
festingum verið lýst í grófum dráttum og
því hvemig þessar aðferðir eru notaðar úti
í hinum stóra heimi.
Það sem rétt er að hafa í huga við mat á
arðsemi fjárfestinga er að gera sér grein
fyrir því í upphafi hvernig meta á arðsemi
fjárfestingarinnar. Þá er ekki síður mikil-
vægt að gera sér grein fyrir árangri eftir að
fjárfest hefur verið, þ.e. hver raunveruleg
arðsemi þeirra er.
Árangursríkt arðsemismat felur í sér
þrjá meginþætti:
• Markmiðssetning - hver er tilgangur
fjárfestingarinnar og hvernig mun hún
auka verðmæti fyrirtækisins.
• Aætlanagerð og framkvæmd - hver
mun annast fjárfestinguna og hvernig
mun innleiðingu hennar vera háttað til
að markmiðum hennar verði náð. Áætl-
aður er stofnkostnaður, rekstrarkostnað-
ur, áhrif á annan rekstur félagsins og
sett upp fjármögnunar- og greiðsluáætl-
un. Loks eru gerðir samningar um fjár-
festinguna.
• Eftirfylgni og skilamat - hvemig hefur
til tekist, hver var raunveruleg arðsemi,
hvað tókst vel og hvað þarf að bæta til
þess að upphaflegum markmiðum verði
náð.
Þröstur Sigurðsson,
forstöðumaður fjármálaráðgjafar hjá
ParX viðskiptaráðgjö IBM
Tölvutækni á órinu 2004
10
Tölvumál