Tölvumál - 01.10.2004, Síða 30

Tölvumál - 01.10.2004, Síða 30
Rafrænt markaðstorg Rafrænt markaðstorg Skilvirkari og hagkvæmari viðskipti Jóhanna E. Hilmarsdóttir Rammasamningar Ríkiskaupa eru mið- lægir samningar fyrir allar ríkisstofnanir og getur umtalsverður sparnaður náðst með því að nýta samning- ana. / Iumræðunni um rafræna stjómsýslu og rafrænt samfélag hefur lítið farið fyrir RM. Að frumkvæði fjármálaráðuneyt- isins var ákveðið að ráðast í útboð á raf- rænu markaðstorgi þar sem ríkið bauð sig fram sem fyrsta stómotandann. Fjármála- ráðuneytið gerði samning við fyrirtækið Anza að undangengnu útboði Ríkiskaupa um rekstur markaðstorgs hinn 18. mars 2002, fyrstu pöntunina gerði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í júní sama ár og hafa viðskiptin stöðugt verið að aukast. Torgið (RM) er ætlað fyrir atvinnulífíð í heild sinni á íslandi og að viðskipti ríkis- ins verði aðeins lítið brot af heildinni þeg- ar það verður komið í fullan rekstur. Rík- iskaup hafa séð um innleiðingu RM fyrir hönd ráðuneytisins í samstarfi við Anza. í dag er verið að vinna að fjölgun not- enda og hefur vinna við fjölmörg áta- kverkefni verið í gangi sem eiga að hvetja menn til að skoða þennan viðskiptamáta. Samstarfsverkefni Anza og nokkurra selj- enda sem miðar að því að tengja RM við ýmis upplýsingakerfi seljenda hefur verið í gangi nú í nokkra mánuði og er gert ráð fyrir að því ljúki fyrir árslok. Einnig eru í gangi nokkur verkefni sem tengjast upplýsingamiðlun milli kerfa t.d. Oracle. Verkefni er í gangi vegna rafrænna vörulista sem eru lífæðar allra kerfa sem hafa með innkaup að gera. Mikill ávinn- ingur er fólginn í því ef hægt er að samnýta upplýsingar og er sá ávinningur ekki síst fyrir seljendur sem þurfa þá að- eins að búa til upplýsingar einu sinni. All- ir vörulistar sem fara inn á torgið verða flokkaðir skv. vöruflokkunarstaðli UN- SPSC. Verkefni eru í gangi sem tengjast flokkunarstaðlinum t.d. þýðing yfir á ís- lensku. Þær stofnanir sem nota munu vörustýringarhluta Oracle t.d. LSH munu einnig nýta RM sem skeytamiðstöð til að flytja pantanir til birgja. Það verkefni er á lokastigum. Að lokum má nefna verkefni varðandi miðlun rafrænna reikninga sem er eitt af meginmálum þessa verkefnis og í raun lokapunkturinn á innkaupaferlinu. Til að brúa bilið á meðan vinnu við verk- efni vegna rafrænna reikninga hafa kaup- endur hjá ríkinu notað Innkaupakort ríkis- ins og geta á þann hátt sent upplýsingamar rafrænt beint í bókhaldið. Markmiðið að spara 1100 milljónir ó fjórum órum Eins og fram kemur í innkaupastefnu rík- isins er meginmarkmið með uppsetningu RM er að auka sveigjanleika við innkaup og draga úr kostnaði við innkaup á vörum og þjónustu hjá opinberum aðilum þar sem rammasamningar Ríkiskaupa eru not- aðir. Innkaup ríkisins nema um 65 millj- örðum króna og er markmiðið að ná að spara um 2500 milljónir króna á fjórum árum. Þar af er gert ráð fyrir að með sam- ræmdum innkaupum og rafrænum við- skiptum náist að spara um 1100 milljónir. Sparnaðaráformin ganga út á nýtingu samninga, ferlasparnað og stjórnunarlega yfirsýn. Ýmsar mælingar hafa verið gerðar á mögulegum sparnaði með nýtingu á raf- rænum markaðstorgum og ljóst að sparn- aður getur verið gríðarlegur í mörgum til- fellum. Þróun viðskipta á RM er enn stutt á veg komin og því erfitt að reikna raun- verulegan ferlaspamað en sem komið er en útreikningar sýna mögulegan sparnað upp á 1.500 - 1.750 krónur í styttri ferl- Betri yfirsýn og aukin tryggð við samninga Stór fyrirtæki á Norðurlöndum sem eru að nýta RM (IBX1) eru sammála að yfirsýn og tryggð við samninga séu sá þáttur í sparnaði sem þeir horfa mest til. Hjá ís- lenska ríkinu eru að meðaltali um 30% af útgjöldum stofnana sem fara í innkaup. Góð yfirsýn yfir þessi útgjöld stofnana eins og önnur útgjöld er því nauðsynleg en nokkuð erfitt er að meta þessa yfirsýn í krónum og aurum. Helst mætti nota lík- ingu við bókhald, hversu hár er ávinning- urinn í krónum talið að stjómendur fyrir- tækja fái rauntíma upplýsingar um stöð- una á móti þeim vinnubrögðum sem vom 30 lölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.