Tölvumál - 01.10.2004, Qupperneq 37
Örmerkjatæknin RFID
Almennt er því spáð
að örmerkingar verði
fyrst nýttar við merk-
ingar á kössum og
brettum í vöruhúsum
og við flutninga.
Tæknin verður inn-
leidd þar sem not-
endur sjá ávinning,
hvað sem áhugasam-
ir tækni- og sölumenn
segja.
Tíðnisvið
Ymis tíðnisvið hafa verið notuð fram að
þessu og hefur hvert þeirra sína kosti. Það
tíðnisvið sem hefur verið valið fyrir ePC
númerin er 860 - 930 MHz. Það bil virðist
henta fyrir nánast öll lönd í heiminum, en
mismunandi er á milli landa hvar á þessu
bili lausnin verður leyfð. Liggur t.d. fyrir
Evrópusambandinu tillaga um að leyfa
tíðnisviðið 865,6-867,6 MHz með 2W
eirp orku, sem þýðir lesfjarlægð allt að
tveimur metrum. Núverandi reglur í Evr-
ópu leyfa 869,4-869,65 með 500mW eirp
orku, sem þýðir um 50 cm lesfjarlægð.
Bandaríkin nota 902-928 MHz tíðni og
4W eirp orku. Væntingar eru til þess að
eftir því sem tækninni fleygir fram muni
lesfjarlægðin og öryggi í aflestrinum
aukast.
Tímarammi innleiðingar
Strikamerki eru í dag hluti af umbúða-
prentun flestra vara og því engin auka-
kostnaður við að setja slík merki á vömr.
Kostnaður við hvert örmerki hefur verið
um 70 kr. (einn $) en virðist vera að lækka
niður í um 30-40 kr. stykkið. Ekki er því
raunhæft að ætla að setja örmerki á vöru
nema virði hennar beri það. Samkvæmt
upplýsingum frá GCI samtökunum verður
innan tíðar hægt að fá merki sem kosta
innan við 4 krónur (5 cent), sem þýðir að
þá verður raunhæft að merkja mun ódýrari
vörur en áður. Kostnaður við merkin er þó
aðeins toppurinn á ísjakanum því ólíkt
strikamerkjunum verður alltaf að setja ör-
merkin á vörurnar í sérstakri aðgerð, ann-
að hvort sjálfvirkt á færibandi eða hand-
virkt. Auk þess verða allir þeir sem vilja
nýta sér þessa nýju tækni að fjárfesta í
búnaði sem ræður við að skanna upplýs-
ingarnar af örmerkjunum. Vöntun á stöðl-
un í þessum tilgangi eykur enn á kostnað-
inn því ekki tryggt að mismunandi merki
og búnaður vinni saman og verður það
ekki fyrr en stöðlunarvinnu á þessu sviði
verður lokið.
Örmerkin verða einungis notuð þar sem
fyrirtækin sjá viðbótar ávinning umfram
strikamerkingar, t.d. varðandi vörurýrnun
og rekjanleika á vörum. Almennt er því
spáð að örmerkingar verði fyrst nýttar við
merkingar á kössum og brettum í vöruhús-
um og við flutninga. Þar er ávinningurinn
augljós við að stytta ferla og flýta fyrir
allri meðhöndlun auk þess sem virði ein-
inganna er yfirleitt nægjanlegt til að rétt-
læta kostnað við notkun merkjanna og
stofnkostnað við fjárfestinguna. Það er
ekki fyrr en verð merkjanna er komið nið-
ur undir eina krónu sem ávinningur merkj-
anna getur orðið meiri en tilkostnaðurinn
við notkun þeirra á smásölueiningar.
Samkvæmt fréttatilkynningum frá
Wal*Mart vænta þeir ávinnings í auknum
rekjanleika á vörum og að allar innkallanir
verði auðveldari. Þeir hafa komið á fót til-
raunaverkefnum í sjö verslunum á Dallas/
Fort Worth svæðinu þar sem átta framleið-
endur merkja 21 vöru fyrir vöruhús þeirra
þar. Frá janúar 2005 munu fleiri bætast
við og munu á annað hundrað birgja taka
þátt í að setja örmerki á kassa og bretti
inn á áðurgreindu svæði.
Samkvæmt áætlunum Wal*Mart er gert
ráð fyrir að á árunurn 2005 - 2008 munu
lykilaðilar tileinka sér tæknina og á næstu
tveimur árum þar á eftir muni fleiri stórir
aðilar fylgja á eftir. Þeir gera ennfremur
ráð fyrir að á árunum upp úr 2010 muni
síðustu birgjamir bætast í hóp þeirra sem
nýta sér ávinning tækninnar.
Framleiðandinn Gillette hefur gert áætl-
anir af svipuðum toga og telja þeir að árið
2013 verði bretti og kassar almennt merkt-
ir með örmerkjum og það sama gildi um
smásölueiningar frá árinu 2015.
Stærstur hluíi umfjöllunar um þessa
tækni byggir á því að verð merkjanna
muni lækka og að einhver ár munu líða
þar til búnaðurinn til að lesa og vinna upp-
lýsingar úr merkjum verður nægjanlega
útbreiddur til að örmerkingar teljist leiðin
til að merkja vörur. Tæknin verður inn-
leidd þar sem notendur sjá ávinning, hvað
sem áhugasamir tækni- og sölumenn
segja. Þess vegna verður fyrsta innleiðing-
in á brettum og kössurn þar sem þörf er á
rekjanleika. I smásöluverslun virðist aug-
ljóst að það er dagstimpluð vara sem fyrst
verður merkt með örmerkjum. Sparnaður-
inn þar felst í mögulega færri einingum
sem renna út á tíma. í því sambandi má
nefna að breskar kannanir sýna að 1 -2% af
ferskvöru þar í landi endar sem landupp-
fylling og er þar því eftir miklum ávinn-
ingi að slægjast.
Tölvumál
37