Tölvumál - 01.10.2004, Page 40

Tölvumál - 01.10.2004, Page 40
Eyöur þjónusta, svo sem fæði og klæði, bifreið- aumsýsla, þrif, viðhald fasteigna og þess háttar. Þessi starfsemi ber heitið útvistun, sem er ágætis tilraun til að íslenska hið enska hugtak „outsourcing“. Utvistun er sem sagt sú aðgerð að fyrir- tæki kaupir til sín þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum á ýmsum sviðum og losna þannig við að byggja upp þekkingu og ýmiskonar búnað til að geta veitt sér þessa þjónustu sjálf. Helstu ástæðumar fyrir því að fyrirtæki leita til sérhæfðra fyrirtækja í útvistun er annars vegar að losa sig við starfsemi sem ekki flokkast undir lykilhæfni eða kjarna- svið og hins vegar að ná fram aukinni hag- kvæmni og styrk í rekstri. En fleiri ástæð- ur en lækkun rekstrarkostnaðar og aukin áhersla á lykilhæfni eru til staðar, eins og til dæmis að skapa aðgengi að fólki og lausnum og takmarka áhættu. Sérfræðingar virðast almennt sammála um að fýsilegt sé að útvista eftirfarandi starfsemi: • Starfsemi sem ekki skiptir viðskiptavini fyrirtækisins miklu máli • Starfsemi sem ekki skiptir fyrirtækið sjálft miklu máli • Starfsemi sem keppinautar eiga ekki erfitt með að herma eftir • Starfsemi sem önnur fyrirtæki leysa hagkvæmar af hendi Kerfisleiga - hagkvæm útvistun Þegar kemur að því að tryggja viðunandi arðsemi fjárfestinga í upplýsingatækni með útvistun, þá hafa margir litið til kerf- isleiguhögunar, sem stundum er nefnd kerfisveita. Enska hugtakið yfir þetta fyr- irbæri er Application Service Provider (ASP). Kerftsleiga felst nánar tiltekið í í samn- ingsbundinni þjónustu á sviði hýsingar, umsýslu og rekstrar á hugbúnaði fyrir við- skiptavini frá miðlægu tölvuumhverfi. Þjónustuaðilinn - kerfisleigan - ábyrgist uppitíma, svartíma og öryggi gegn föstu áskriftargjaldi. í dag er svo komið að mögulegt er að reka nær allan hugbúnað í kerfisleigu, allt frá Microsoft Office og yfir í flestar tegundir fjárhags- og mannauðskerfa. Kerfisleiga gerir fyrirtækjum kleift að ná niður kostnaði við notkun og rekstur upplýsingatækni. Með kerfisleigu fá við- skiptavinir aðgang að eigin vinnuumhverfi (,,desktop“), gögnum og hugbúnaði gegn- um öruggt umhverfi, sem er hýst og vaktað á miðlægum búnaði - í sumum til- vikum allan sólarhringinn. Viðskiptavinir senda og sækja upplýsingar í viðskipta- kerfi eftir hefðbundnum gagnaflutnings- leiðum á hverjum stað, hvort heldur um er að ræða fastlínusamband, upphringiteng- ingu, þráðlaust net eða Internetið. Kerfisleiga býður fastar mánaðar- greiðslur og fyrirtæki þurfa í flestum til- vikum ekki að leggja út í viðamiklar fjár- festingar í vélbúnaði í upphafi og fjárfreks reksturs í eigin umhverfi í kjölfarið. Kostnaður við rekstur hugbúnaðar verður með þeim hætti þekktur og fyrirsjáanleg- ur. Hann verður mánaðarlegt gjald sem tekur mið af fjölda notenda, raunverulegri notkun og fleiri mælanlegum þáttum. Af þessu leiðir að eftirlit með kostnaði af upplýsingakerfum verður skilvirkara og áætlanagerð auðveldari. Rekstraröryggi eykst með því að allur hugbúnaður (gagnagrunnar, notendahug- búnaður og sérhæfður hugbúnaður) er varðveittur miðlægt og afritataka og vökt- un búnaðarins er í höndum þjónustuborðs. Fagmenn sjá um allan rekstur kerfanna og hafa öryggisumsjón með aðgangi og gögnum. Þetta tryggir áfallalausan rekstur. 40 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.