Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Miðvikudagur 30. janúar 1963. ™i i,,’,,.,, 'cú ,T,\ ^ 1 r ^ 1 1 u V/////A 1 V////////Æ W//////Æ Sund: Fátt um stórafrek á st/ðrnulausu Rrkjnóti Sundmeistaramót Reykjavíkur fór fram í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi, en var heldur bragðdauft og má segja að fjarvera Guðmundar Trausti Júliusson 13 ára gamall Reykvíkingur í 400 metra skrið- sundi. Gíslasonar hafi alger- lega gert út af við mótið, enda lítið um þokkaleg- an árangur. Hörður B. Finnsson sem hefur til þessa verið mjög góður kraftur á sundmótum okkar er nú í Svíþjóð eins og við höfum greint frá og var því ekki til taks. Hrafnhildur Guðmundsdóttir var því ein þeirra þremenninga, sem til þessa hefur sópað öllum mótsigrum til sin og vann sínar greinar örugglega. Fjarvera Harðar og Guðmundar gerði það að verk- um að ýmsir urðu Reykjavíkur- meistarar sem annars hefðu ekki komið til greina. Þannig varð að eins 13 ára drengur Reykjavíkur- meistari í 400 m. skriðsundi, Trausti Júlíusson, sem að vísu varð á eftir Davíð Valgarðssyni, en þar eð Davið er Keflvíkingur og keppir fyrir íþróttabandalag utan Reykjavíkur hlaut hinn ungi dreng- ur titilinn. Úrslit f gær voru annars þessi: 100 m. skriðsund karla: Davíð Valgarðsson, fBK, 1.01,4. Erling Georgsson, SH, 1.02,7. Guðm. Þ. Harðarson, Æ, 1.05,4. 200 m. bringusund kvenna: Hrafnh. Guðmundsd., iR, 3.00,9. Auður Guðjónsd., ÍBK, 3.18,5. Kolbrún Guðmundsd., ÍR, 3.25,4. 50 m. skriðsund drengja: Trausti Júlíusson, Á, 29,8. Guðm. G. Jónsson, SH, 31,2. Þorsteinn Ingólfsson, Á, 31,9. 50 m. skriðsund telpna: Ásta Ágústsdóttir, SH, 35,8. Matth. Guðmundsd., Á, 37,5. Hrafnh. Kristjánsd., Á, 39,8. 200 m. bringusund karla: Ólafur B. Ólafsson, Á, 2.51,6. Trausti Sveinbjörnsson, SH, 3.10,3. Guðm. Grímsson, Á, 3.10,8. 400 m. skriðsund karla: Davið Valgarðsson, JBSK, 5.01,4. min, drengjamet. Trausti Júlíusson, Á, 5.38,7. 100 m. bringusund karla: Guðm. Þ. Harðarson, Æ, 1:22,6. 100 m. skriðsund kvenna: Hrafnh. Guðmundsd., ÍR, 1.07,0. Ásta Ágústsdóttir, SH, 1.24,2. 50 m. bringsund telpna: Matth. Guðmundsd., Á, 42,0. Sólveig Þorsteinsd., Á, 42,8. Kolbrún Guðmundsdóttir, ÍR, 43,9. 50 m. bringusund drengja: Guðm. Grímsson, Á, 38,8. Gestur Jónsson, SH, 41,5. Gunnar Kjartansson, Á, 41,8. 100 m. baksund karla: Guðm. Guðnason, KR, 1:20,7. Guðm. Þ. Harðarson, Æ, 1:21,7. Guðberg Kristinsson, Æ, 1:25,3. VALSBLAÐID KOMIÐ ÚT Valsblaðið kom nýlega út og er vandað að venju og mjög skemmtilegt aflestrar og má benda á greinarnar „Eins og ævintýri úr Þúsund og einni nótt', sem er viðtal við „fræg- asta Valsmanninn", Albert Guð- mundsson, viðtal við Sigrfði Sigurðardóttur, hina snjöllu handknattleikskonu, grein um Alfredo di Stefano, Johnny Weismilller og fjöldamargt ann- að. Er Valsblaðið sérstaklega vandað og vel unnið og ástæða til að hrósa ritstjórum blaðsins, einkum þeim Frfmanni Helga- syni og Einari Björnssyni fyrir þeirra stóra þátt í biaðinu. > -.s Sveit Ármanns sem sigraði I sundknattleik. í fremri röð talið frá vinstri Ólafur Guðmundsson, Sigurjón Guðjónsson fyrirliði með verðlaunabikarinn, Einar Hjartarson og Ragnar Vignir. í aftari röð: Jens Guð- bjömsson, Sólon Sigurðsson, Stefán Jóhannsson markvörður, Daði Ólafsson, Pétur Kristjánsson og Þorsteinn Hjálmarsson þjáifari. St. Mirren í „bikarstuði" St. Mirren vann nýlega 2. deild- arliðið Berwick City með nokkr- um yfirburðum eða 3:1 á leikvelli Berwick, Shielfield Park, sem var nánast illfær vegna hálku og margir góðir knattspyrnumenn urðu þess vegna að fíflum I atinu við boltann. St. Mirren er þar með I 4. um- ferð bikarkeppninnar og 1 eikur að öllum líkindum næst á heima- velli gegn Third Lanark, sem er mjög sterkt lið. St. Mirren sýnir hins vegar vaxandi leikni eftir að Jack Cox tók við stjórn félagsins, en mjög vel er af honum látið og liðsmenn sagðir komnir I mjög gott keppnisskap. St. Mirren seldi á miðvikudag- inn var innherjann George McLeap, 20 ára, en hann hóf að leika fyrir St. Mirren skömmu eftir Þórólfi og hefur vakið óhemju athygli fyrir leik sinn. McLean var seldur fyrir 27.000 pund, sem er metsala á knattspyrnumanni innan Skotlands. Það er Rangers sem keypti McLean, en sennilegt er talið að hann leiki með aðalliðinu innan skamms, eða þegar Baxter innherji hefur verið seldur. St. Mirren er þegar byrjað að þreifa fyrir sér um kaup og hefur mikinn áhuga á Danny Ferguson frá Hearts, en samingar eru á frumstigi. Þær sem urðu fyrstar í 50 metra bringusundi telpna. Solveig Þorsteins- dóttir varð önnur og Matthildur Guðmundsdóttir sem varð fyrst. 1 .. 11 "■< Ármann vann Ægimeð 12:0 Ármann vanri Reykjavíkurmótið I sundlcnattleik I gærkvöldi með yfirburðarsigri yfir Ægi. Voru yfirburðir Ármenninga algerir á öllum sviðum nema hvað markvörður Ægis Halldór Bacmann var mjög góður og nánast eini maður liðsins sem getur talizt góður. Ármenningar voru hins vegar mjög skemmtilegir, einkum Pétur Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson. Sigur Ármanns var 12:0 en mörkin skoruðu þeir Pétur Kristjánsson (7), Ólafur Guðmundsson (2), Einar Hjartarson (1), Sóion Sigurðsson (1) og Sigurjón Guð- jónsson 1). Ægismenn léku af nokkuð mikilli hörku og varð dóm- arinn, Magnús Thorvaldssen, að vísa 4 þeirra upp á laugarbakkann til að kæla blóðið, en 2 Ármenningar fengu frí af sömu forsemdu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.