Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 6
6
VÍSIR . Miðvikudagur 30. janúar 1963.
Karl de Gaulle konungur tilkynnir sendimanni Englands, að fleiri stöður séu ekkl iausar við
evrópsku hirðina. Skopmynd eftir Behrendt er sýnir stórbokkaskap de Gaulle.
Indverþr reka fíeyg milli
Rússa og Kinverja
Það vekur nii feikilega
athygli í Indlandi að
fyrstu rússnesku orustu
flugvélamar af tegund-
inni MIG-27 eru á leið-
inni til Indlands með
flutningaskipi frá
Odessa. Að vísu hafa
þessar fyrstu rússnesku
flugvélar litla hernaðar-
Stúdentnr smíðn
knfbát
► Stúdentar við Moskvuháskóla
hafa, að því er rússneskt útvarp
segir, smíðað eins konar „svifbát“
til köfunarferða. Bátur þessi er
svipaður í iaginu og flugvélar
þær, sem kallaðar hafa verið
„fljúgandi vængir“, og er vélar-
Iaus, en ætlazt er til þess, að bát-
ur eða sklp dragi hann. Með báti
hessum á að vera unnt að komast
ofan f 45 metra dýpi. Hann mun
verða prófaður f Svartahafi
þýðingu, einkanlega þar
sem þær eru ekki búnar
út til orustu heldur ætl-
aðar sem æfingaflugvél-
ar. f
En Indverjar benda á það, að
sending þessara rússnesku flug-
véla sé aðeins einn liðurinn f
andstöðu og innbyrðis baráttu
Rússa og Kínverja., Indversk
blöð tala um það, að með kaup
unum á rússnesku flugvélunum
sé Nehru forsætisráðherra að
reka fleyg milli Rússa og Kfn-
verja.
Þess er og getið f þessu sam
bandi að klofningur sé kominn
upp í indverska kommúnista-
flokknum. . Hann skiptist nú
niður í kínverska arminn, sem
enn styður Kfnverja og ind-
verska arminn svokallaða, sem
hefur fordæmt atferli kínversku
innrásarmannanna. Það er eng-
in tilviljun að þessi armur
kommúnistaflokksins telur sig
einnig tilheyra Moskvulfnunni.
Áður en Nehru gerði samn-
ingana við Rússa um flugvéla-
kaupin sendi hann foringja
kommúnistaflokksins Dange
með diplomatavegabréf í hring-
ferð til allra höfuðborga Aust-
ur-Evrópurfkjanna og mun
Dange hafa átt ríkan þátt f að
koma flugvé’.arkaupunum á.
í fyrstunni er ætluriin áð'trid
verjar fái 12 MIG-flugvélar frá
Rússlandi en síðan munu Rúss-
ar byggja verksmiðju f Indlandi
tii þess að þeir geti sjálfir smfð
að slfkar orrustuvélar. Á sama
tíma er ekki vitað til að Rúss-
ar veiti Kínverjum neina hern-
aðaraðstoð.
Færeyingar smíia
eigm
Nýlega kom til Reykjavfkur-
ur færeyski stálfiskibáturinn Vík-
ingur, sem er smfðaður að öilu
Ieyti f Færeyjum og af Færeying-
um í skipasmfðastöðinni, „Thors-
havn Skipasmiðja". T. S. var stofn
uð 1936, og afhenti fuilbúið sitt
fyrsta skip 1939. Skipasmiðju þessa
segja Færeyingar mjög góða og
ekki gefa eftir f neinu tilsvarandi
smiðjum f Noregi og Þýzka-
landl. Ekki er þó smiðjan byrj-
uð að byggja fyrir erlenda aðiia,
afgreiðslufrestur er 8—9, mánuðir.
Víkingur er 273 brúttólestir að
stærð, og áhöfn 25 manns. Smíði
bátsins er áætluð að hafa kostað
1,5 milljónir færeyskra króna, sem
er ca 9 milljónir íslenzkar.
Það er Alager hf., sem á bátinn,
og gerir hann út til línuveiða. Vík
ingur er vel vandaður bátur, meðal
annars sérstaklega styrktur fyrir
ís. Aðalvélin er dönsk, 450 hestöfl,
en hjálparmótoramir tveir eru
enskir, ganghraði er um 10 mílur.
Með bátnum var Poul Mohr frá
Færeyjum, en faðir hans er for-
stjóri skipasmíðastöðvarinnar. Poul
veitti blaðamönnum allar upplýsing
ar um bátinn og smíði hans, hann
Iét illa af rússnesku togurunum,
sem eru að „sniglast" hjá Færeyj-
um og sagði yfirgang þeirra og
frekju óþolandi. Víkingur er aðeins
hálfs árs gamall, og hefur hingað
til stundað veiðar við Grænland
og ísland.
V
innanlandsfíug í
Danmörku aukið
Frá Danmörku berast þær fréttir
að nú hafi verið komið á föstum
áætlunarflugferðum milli Kaup-
mannahafnar og Esbjerg á vestur-
strönd Jótlands. Má það undarlegt
heita að slíkum flugferðum hafi
ekki verið komið á fyrir löngu því
að miklar samgöngur eru milli þess
ara tveggja staða. Tekur ferðin með
jámbraut og ferjum yfir Stórabelti
um 20 klst. meðan flugferðin er
aðeins um hálftíma.
Það er ekki SAS né dótturfélág
þess danska flugfélagið sem annast
þessar ferðir, heldur hið kunna
Falcks björgunarfélag. Hefur Falck
nú í nokkur ár annast flug milli
Kaupmannahafnar og Óðinsvéa á
Fjóni.
Félagið notar til þessara ferða
þrjár svokallaðar Heron-flugvélar,
og tekur hver þeirra 15 farþega.
Þar sem flugvöllurinn við Esbjerg
er ekki fullgerður getur flugvélin
þó ekki tekið nema 10 farþega frá
Esbjerg til Kaupmannahafnar. Flog
ið er til Esbjerg einu sinni á dag
og aftur til baka til Kaupmanna-
hafnar.
Flugfélagið SAS hefur einkaleyfi
til allra innanlandsflugferða í Dan-
mörku og veitir það Falcks aftur
leyfi að fljúga bæði til Óðinsvéa og
Esbjerg.
Þingstörf hafin - þrjú mál á dagskrá - Efnahags-
bandalagið rætt í dag.
Vihii
r r
mn
Danski pilturinn Ove Jörgensen,
sem fyrir skömmu myrti danskan
leigubílstjóra og ók síðan á leigu-
bílnum til Svíþjóðar og Noregs er
I enn ófáanlegur til að gefa neina
j frekari skýringu á háttalagi sínu.
En danska lögreglan þykist nú
hafa sannprófað það að engin önn-
ur ástæða geti legið að baki ódæð-
inu en sú. að pilturinn hafi viljað
ná i bílinn til þess að geta ekið
á honum til Noregs þar sem
unnusta hans bjó.
Að vísu tók hann peninga úr
peningaveski bílstjórans, en piltur-
inn átti talsverða peninga í spari-
sjóði svo að engin ástæða virtist
til fyrir hann að ræna peningum.
Hins vegar er hegðun hans furðu-
leg, að ráðast þannig á bílstjórann.
Hefði hann þetta kvöld hæglega
teta stolið Földa bíla. ‘■em stóðu
í bílastæðum víðsvegar meðfram
þjóðvegum Norður Sjálands.
Eftir tæplega tveggja mánaða
hlé kom alþingi saman í gær:
dag. Ólafur Thors forsætisráð-
herra steig fyrstur í ræðustól
og las forsetabréf þess efnis, að
þing skyldi kalia saman og hefja
störf þann 29. janúar, þ. e. í
gær. Óskaði forsætisráðherrann
öllum þingmönnum og starfs-
mönnum þingsins gleðilegs árs
og bauð þingmenn velkomna til
starfa.
Þingforseti, Friðjón Skarphéð-
insson þakkaði fyrir hönd þing-
manna og var sfðan gengið til
dagskrár. Fyrsta máiið fjallaði
um senditæki f gúmbjörgunar-
báta og var flutningsmaður Birg
ir Finnsson (A). Rakti hann þörf
ina fyrir slík senditæki,
kvað gúmbjörgunarbáta sjázt
illa á sjónum og reka undan
straumi og vindi. Væri því nauð
synlegt að hafa örugg og hentug
senditæki í þeim til leiðbeining-
Söhram
ar. Samkvæmt upplýsing ..n frá
skipaskoðunarstjóra væru þær
tillögur sem f frumvarpi Birgis
fælust, ekki alls kostar fullkomn
ar, og benti þvf flutningsmaður
á, að nefnd sú, er fengi þetta til
meðferðar, aflaði sér frekari
upplýsinga, með þessar tillögur
þó til hliðsjónar.
Eysteinn Jónsson (F) mælti
fyrir frumvarpi sínu og annarra
Austurlandsþingmanna um bygg
ingu tunnuverksmiðju á Austur
landi. Fór hann nokkrum orðum
um þörfina og kosti þess að slfk
verksmiðja yrði reist þar austan
lands.
Þriðja og- síðasta málið var
þingsályktunartillaga Benedikts
Gröndal varðandi laxveiðijarðir
sem hefðu verið keyptar ein-
göngu vegna fiskisældar sinnar,
og hefðu þannig lagst í eyði fjöl
margar jarðir í hinum gróður-
sælustu héruðum. Benti hann m.
a. á Borgarfjarðarhérað f þessu
sambandi. (sjá frekar útsfðu).
Halldór Sigurðsson (F) tók
undir orð Benedikts. Sagði hann
að þeim þingmönnum Vestur-
Iands hefði verið kunnugt um,
hversu alvarlegt mál væri hér á
ferðinni, og verið sammála um
að eitthvað yrði að aðhafast.
Kvað Halldór það ekki vera eitt
nægilegt að Alþingi lýsti áhyggj
um sínum f þessum efnum, held
ur yrði raunhæfar aðgerðir að
eiga sér stað.
Fleiri mál voru ekki á dag-
skrá, en forseti boðaði til fund-
ar f SÞ aftur f dag. Verður þá
m. a. rætt um skýrslu ríkis-
stjórnarinnar varðandi EBE.
Nokkra athygli vakti að all-
marga þingmenn vantaði f sæti
sfn á þessum fyrsta þingde„l nú
eftir þinghléið. Boðuðu þó að-
eins tveir forföll.