Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 30. janúar 1963. ..... ' 1 "ll""liiíl ............. Hersýning Þjóðviljnns Þjóðviljinn skýrir frá því á forsíðunni' í dag að Vfsir hafi boðið sölubörnum sínum á her- sýningu á Keflavíkurflugvelli og hneyksiast blaðið mjög á því tiitæki. Enn einu sinni sýnir það sig hve erfið Þjöðviljanum reyn- ist' sambúðin við sannlcikann, þvf fréttin er uppspuni frá rót- um. Aftur á móti mun eitt viku blaðið í bænum hafa boðið sölu bömum sínum í slílct ferðalag. Ætti Þjóðviljinn að fá sér nýj- an fréttaritara í vamarstöðinni, því núverandi fréttaritari blaðs- ins þar er greinilega ekki starfi sínu vaxinn. i ■ i .. in * 40 nýir á Akranesi I gær hófst söfnun áskrifenda að Vísi á Akranesi. Bættust þeg- ar á fyrsta deginum 40 nýir áskrifendur við tölu kaupenda blaðsins á kranesi. í dag og næstu daga munu íulltrúar blaðsins halda söfnuninni áfram. Á það skal bent að Vísir er borinn, út samdægus á Akranesi. FISKISKIP FYRIR 316 MILLJÓNIR ÍSMÍÐUM Aldrei meiri nýbyggingnr síðan á nýsköpunarórunum Um sfðustu áramót voru 46 íslenzk fiskiskip í smfðum að verðmæti 316 millj. ef fcalin eru bæði þau skip sem eru> í smíð- um í skipasmíðastöðvum heima og erlendis. Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra skýrði frá þessu á fundit Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna og taldi það sýna að nú ríkti bjartsýni og gróska í út- veginum. Hann tók það þó fram sem tímanna tákn, að í þessum mikla fjölda fiskiskipa, sem verið væri að smíða, væri eng- inn togari, enda eru erfiðleikar togaraútvegsins nú mestir. Ráðherrann sagði að hann myndi aldrei til þess síðan hann fór að skipta sér af mál- um útvegsins að svo mörg fiskiskip hefðu verið í smíðum samtfmis ef frá sé tekinn ný- sköpunartíminn f lok heims- styrjaldarinnar. Hann skýrði frá því að þessar skipasmiðar skiptust þannig, að erlendis væri verið að smíða 33 skip, það er-6 í Danmörku, 5 í Svíþjóð, 21 í Noregi og 1 í Hollandi. Væru þessi skip sam- tals að verðmæti talin 273 milljónir króna. í skipasmíða- stöðvum innanlands eru 13 skip í smíðum en ekki vitað ná- kvæmlega hvað mikið þau kost- uðu. Ef miðað væri við sama verð á smálest eins og erlendis væri áætlað verð þeirra 43 mill- jónir króna. Þannig eru nú sam tals í smíðum 46 fiskiskip að verðmæti um 316 milljónir króna. Ráðherrann sagði að það væri gömul og ný staðreynd, að fjárfestingin væri mest í þeim greinum sem arðsvonin væri mest og benti þessi mikla fjárfesting í útveginum til þess að þar væri nú mikil gróska. Unglinga skortir ábyrgðar- tilfínningu við akstur í fyrradag svaraðiílög reglustjórinn í Reykja- vík, Sigurjón Sigutðs- son spurningu Vísis um hvað unnt væri að gera til þess að forðast hin uggvænlegu og mörgu umferðarslys. ATLAGAM AÐ HAFSTEINI MISHEPPNAÐIS7 Hafsteinn Baldvinsson. Á fundi bæjarstjómar Hafn- arfjarðar í gær gerðust þau tíð- indi að bæjarfulltrúar Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins Iýstu þvf yfir að þeir myndu, ásamt Sjálfstæðis- mönnum, standa gegn vantraust tillögu á bæjarstjórann, Haf- stein Baldvinsson. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, Kristinn Gunnarsson, hafði boðað þessa vantrauststillögu og krafizt nýrra kosninga í bæn um. Þar sem Alþýðuflokkuriijn stóð þá einn að vantraustinu á bæjarstjórann kom tillagan aldrei fram til atkvæðagreiðslu, en henni hafði áður verið vísað frá f bæjarráði. Situr því bæj- arstjórinn, Hafsteinn Baldvins- son, áfram í starfi, en hann hef- ir notið almenns trausts í Hafn arfirði. Er þá einnig Ijóst, að krafa Alþýðuflokksins um nýj- ar kosningar fær ekki hljóm- grunn f bæjarstjórninni. Á fundinum í gær var einnig Framh. á bls. 5. Svar lögreglustjóra var orð í tíma talað, því að enn í fyrradag urðu tvö alvarleg umferðarslys, annað þeirra banaslys á götum Reykjavíkur, en í hinu slösuðust nokkrir ungir Reykvíkingar í | nágrenni bæjarins. 1 báðum til- fellum voru ungir piltar við stýr ið og annar svo ungur að hann hafði ekki öðlast réttindi til aksturs. Það var f tilefni af þessu að Vísir leitaði álits yfirmanns um- ferðardeildar rannsóknarlögregl unnar í Reykjavík, Kristmundar - Sigurðssonar og fer svar hans hér á eftir: „Ég tel það algerlega óverj- andi“, sagði Kristmundur, að unglingum undir lögskildum aldri, skuli lánaðar bifreiðir til , Kristmundur Sigurðsson. Framh. á bls. 5. Flotinn, á miðin Þegar brá til blfðviðris í gær sigldi allur sfldveiðiflotinn hið bráðasta út og tók Ljósm. Vísis I.M. þessa mynd þar sem þrír bátar sigla á fullii ferð út á miðin. En því miður reyndist veiðin ekki góð. A

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.