Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 4
VÍrStR . ÍWiðvikudagur 30. janúar 1963.
Alberto Moravia og Soffía Loren ræðast við.
einu simi afmœ/isgjöf
★ ítalska kvikmynda-
leikkonan Soffía Loren
er nú komin hæst á him-
in frægðarinnar sem
kvikmyndaleikkona -
Hún og Elísabeth Taylor
eru tekjuhæstu stjörnur
nútímans. Soffía er
fædd utan hjónabands
og ólst upp í fátækt í
smábæ suður af Napoli.
ftalski rithöfundurinn
Alberto Moravia, sem
talinn er standa nærri
því að fá Nobelsverð-
laun, hefur rætt við
hana um líf hennar og
hinn mikla frama, sem
hún hefur hlotið. Hér
birtist fyrri hluti sam-
talsins. Seinni hlutinn
kemur í Vísi á morgun.
Moravia: Jæja, Soffía, þú ert
fædd í Pozzuoli ....
Soffía: Nei,. ég er fædd í
Róm.
M: En þú áttir lengi heima í
Pezzuoli?
S: Já, þangað til ég var 14
ára.
M: Svo þú jhefur alizt þar
Fyrri hluti
upp, — telur þú eins og sumir
segja, að bernskan og uppvaxt-
arárin séu 'þýðingarmestu árin,
og að þú hafir þá lifað þýðing-
armestu árin í Pozzuoli?
S: Já, það held ég.
M: Pozzuoli er lítil borg..
S: Segðu heldur bær.
M: Ég hef oft komið til
Pozzuoli, þegar ég ætlaði að
taka ferjuna til Ischia. Höfnin
er lítil og vatnið með olíubrák,
grænt og á því flýtur sítrónu-
hýði. Þar liggja margir grænir,
hvítir og bláir bátar. Hafnar-
bakkinn er oftast mannlaus en
þar liggja hundar og kettir í
leti og sóla sig. Bærinn er gam-
all, með gömlum kirkjum,
gömlum þröngum og skugga-
sælum götum, með rómverskar
rústir, stórt hof og súlur þess
speglast í vatninu.
S: Það- skiptir þó meira máli,
að í Pozzuoli höfðum við iðnað.
Þar var Ansaldo-verksmiðjan
sem framleiddi fallbyssur, .þar
vann afi minn. Og nú er búið
að reisa þar ritvélaverksmiðju
frá Olivetti.
Þrjú herbergi
og eldhús.
M: Og hvár bjugguð þið, þú
og fjölskyldan?
S: Uppi á hæðinni í leigu-
húsnæði.
M: Hvað höfðuð þið mörg
herbergi?
S: Tvö svefnherbergi, borð-
stofu og eldhús.
M: Hvernig voru húsgögnin?
S: í borðstofunni voru hús-
gögn úr útskorinni hnotu með
ávaxta- og fuglamyndum. 1
svefnherbergjunum voru kasta-
niubrún húsgögn með gylltum
röndum.
M: Hvað voruð þið mörg sem
bjugguð í íbúðinni?
S: Við vorum átta, móður-
bróðir minn og kona hans, afi
og amma, móðursystir mín,
mamma og systir mín og ég.
M: En þið höfðuð aðeins tvö
svefnherbergi, hvernig sváfuð
þið þá?
S: í einu rúminu svaf móður-
bróðir minn og kona hans, í
öðru rúminu, sem var geysi-
stórt lágu afi og amma, móður-
systir mín og ég og í þriðja
rúminu sem var lítið lágu
mamma og systir mín.
M: Hvar voruð þið á daginn?
S: Á veturna í eldhúsinu, þar
sem hlýjast var, á sumrin í öðru
svefnherberginu. Á því var
Hér er Soffía 14 ára um það bil er hún var að fara að heiman og
ferill hennar var að byrja.
gluggi
þar.
og þess vegna svalast
í eldhúsinu
hjá ömmu.
M: Hvernig eyddir þú helzt
dögunum þegar þú varst barn?
S: Ég var alltaf hjá ömmu
í eldhúsinu. Ég hélt afskaplega
upp á hana. Þar las ég lexíurnar
meðan amma var að elda mat-
inn. Stundum spurði hún: —
Soffía mín, langar þig í kaffi-
sopa? Og ef ég var ekki að lesa,
þá sagði hún mér sögur.
M: Hvernig sögur?
S: Bara sögur?
M: Hvemig mat bjó amma
þín til?
S: Á morgnana var það alltaf
sami maturinn, sem við í
Pezzuoli kölluðum brauð og
baunir.
M: Já ég þekki það, uppi í
■
Kampaníu er það kallað mine-
strina, mjúk hveitibrauðssneið
er tekin og lögð í súpudisk.
Síðan er baunasúpu hellt eða
ausið yfir. Eða er það ekki?
S: Jú einmitt. Á kvöldin var
svo aðalrétturinn því að þá
kom afi heim úr vinnunni:
spaghetti og salad, spaghetti og *
tómatsósa, £ stuttu máli eitt-
hvað til að fylla magann.
M: En ket?
S: Ket borðuðum við aðeins
einu sinni í viku, á sunnudög- *
um og það var næstum alltaf
ragú. Það var hreinasti ragú-
dagur sem hefur orðið manni
mjög eftirminnilegur.
M: Hvernig þá?
S: Jú, amma fór á fætur kl.
6 um morguninn til þess að
byrja að undirbúa eldamennsk-
una. Það er bezti matur sem ég
hef smakkað á ævinni.
Framh. á bls, 10
mmsmmmmmmMmm
Soffía Sciccoloni, sem síðar kallaði sig
er hún gekk f fyrsta sklpti til altaris.
Loren, sést hér átta ára,
Hinn frægi rithöfundur Alberto
Moravia ræðir við Soffíu Loren
ikWs
" U UvU'vAUUÍ.\-l vi IUíKuVI'Im
■ rr f r 7 r r ' ’’f' 'r>',v r r r ? ? ' ’ t ? r ''r ’ ' r { S r r r r
i ■ ' ; v i’ i t i ( i < , ■ i! ■ I;-1 ' ■ ■' . H
i' i
///-■
I I í