Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 3
3 VÍSIR . Miðvikudagur 30. janúar 1963:' tlWWfWii HERRANOTT Æfingar standa nú yfir á Rerranótt Menntaskólans í Reykjavík Nemendur ráðast í nokkuð mikið að þessu sinni. Er ætlunin að leika Kappa og vopn, eftir Bernhard Shaw, sem á ensku nefnist Arms and the man. Hefur Lárus Sigurbjöms- son gert þýðinguna. Leikrit þetta er andróman- tískur ‘leikur. Fjallar það um stríðsmenn f Mið-Evrópu, sem reynast vera eitthvað minna en hetjur og alltaf eitthvað annað en þeir virðast víð fyrstu sýn. * Leikrit þetta er í þrem þátt- um og gerist á heimili Páls nokkurs Petkovs höfuðsmanns i búlgarska hernum. Hann á snobbaða konu og rómantfska dóttur enda er manngreyinu lífið ekki allt of létt. Alls em hlutverkin í leikritinu átta og era leikendur allir úr fimmta og sjötta bekk. Ætlunin er að frum sýning fari fram upp úr miðj- um febrúar. Leikstjóri er Helgi Skúlason. * Ofan til vinstri: „Heldurðu að ég viti ekki Iíka einhver Ieynd- armál“, sagði Nikóla við Lúku. Friðrik Sóphusson og Þórann Klemenzdóttir. Ofan til hægri: „Ég gæti far- ið að gráta", sagði hermaðurinn við heimasætuna. Helgi Skúla- son, leikstjóri, Andrés Indriða- son og Kristfn Waage. Neðan til vinstri: „... en ekki eitt orð um friðsamlega sam- vinnu“, sagði höfuðsmaðurinn við konuna sína. Már Magnús- son og Ásdfs Skúladóttir. Neðan til hægri: Ef maður gæti haft það svona gott f tfm- um. Friðrik Sóphusson, Þórann Klemcnzdóttir, Kjartan Thors og Már Magnússon. Myndimar era teknar á fyrstu æfingunni í Iðnó. (Ljðsm. Vfsis. B. G.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.