Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 5
Vl SIR . Miðvikudagur 30. janúar 1963.
5
Ekki lokasigur —
Framh af 1. síðu.
örvænta. — Þegar óviss-
unni um hvað ofan á yrði
Iauk, hafði það þau áhrif,
að verðbréf hækkuðu á
verðbréfamarkaðnum í
Lonon.
Edward Heath aðalsamninga-
maður Bretlands er væntanlegur
í dag til London og verði hann
kominn þangað í tæka tíð gerir
hann neðri málstofunni grein fyrir
lokaþætti samkomulagsumleitan-
anna, ella mun Macmillan flytja
stutta greinargerð, 'og Heath
lengri greinargerð síðar.
Heath sagði í viðtali við brezka
útvarpið, að aðildin hefði strandað
á afstöðu eins manns, þ. e. De
Gaulle, og grundvöllur þeirrar af-
stöðu hefði verið stjórnmálalegur.
Hann kvað Bretland ekki mundu
snúa baki við Evrópu og það
myndi hafa áfram náin tengsl við
löndin fimm í EBE, sem einarð-
lega og drengilega hefðu stutt að-
ild Breta.
Þrír forsætisráðherrar í brezka
samveldinu, Diefenbaker í Kanada,
Sir Roy Welensky í Mið-Afríku-
bandalaginu og Holyoke á Nýja
Sjálandi Hafa hvatt til þess, að
þegar verði kölluð saman efna-
hagsleg samveldisráðstefna, og er
sú krafa studd af 55 íhaldsflokks-
þingmönnum.
Spaak utanrikisráðherra Belgíu
sagði í gær, að það sem gerst
hefði mætti ekki verða til þess að
girða fyrir lausn síðar. -Hann gat
ekki dulið reiði sína, í lok ráð-
herrafundarins í gær, yfir útslitun-
um, og Schröder var hneykslaður,
var sagt í frétt til brezka útvarps-
.. . . . ..
?Fórráðamenn á sviði brezks iðn-
aðar og verzlunar, sem létu álit
sitt í ljós í gær, og sugðu úrslitin
valda vonbrigðum, en því mætti
ekki gleyma, að viðskipti væru
þegar mikil við EBE-löndin og
myndu verða það áfram þótt að-
ildin hefði ekki náð fram að ganga
nú.
Andstæðingar aðildar i Bret-
landi telja, að úrslitin kunni að
verða Fríverzlunarbandalaginu
sem Bretland er aðili að, til efling-
ar, — og jafnvel að EBE kunni að
gliðna sundur og lönd úr þvi sam-
einast því. En bölsýni nokkurrar
gætir hjá ýmsum með tilliti til ein-
ingar og samstarfs vestrænna
þjóða.
Duncan-Sandys samveldismála-
ráðherra Bretlands sagði við kom-
una til London í gær. Það er
dimmt yfir þessum degi — ekki að
eins á Bretlandi heldur í allri álf-
untti. En það er engin ástæða til
að álykta, að rödd De Gaulle sé
rödd Frakklands — og enn síður
rödd Evrópu. Við stöndum and-
spænis þeirri staðreynd, að Ieið-
togi, sem hefur villzt af réttri Ieið,
hefur beitt neitunarvaldi, í þeirri
trú, að hann sé Frakkland og
Frakkland Evrópa.
Hafnarfjörður —
Framh. at ms ib
afgreidd fjárhagsáætlun bæjar-
ins sem tafizt hafði vegna sam-
vinnuslita meirihlutans í bæj-
arstjóminni. Greiddi framsókn-
armaðurinn í bæjarstjórn atkv.
með afgreiðslu hennar ásamt
Sjálfstæðismönnum. Alþýðu-
flokkurinn reyndi enn að tefja
málið og hindra afgreiðslu á-
ætlunarinnar. Lýsir sú afstaða
furðu miklu ábyrgðarleysi Al-
þýðuflokksmanna og ekk; til
annars fallin en skapa glund-
roða og vandræði, ef enn hefði
átt að tefja málið.
Ekki tengsl —
Framhald at hJs 1
eru aðilar, fái stóraukna þýð-
ingu sem vettvangur viðleitni
til þess að leysa vandamálin.
Við eram aðilar að OECD og
getum því fylgzt með öllu, sem
þar gerist. Ennfremur er hugs-
anlegt að allsherjarviðræður
um tollalæk'kun fari fram innan
alþjóða viðskipta- og tollastofn-
unarinnar (GATT), en þar eru
íslendingar ekki meðlimir. Tel
ég að íslendingar ættu að taka
mjög til athugunar inngöngu í
GATT til þess að taka upp til-
raunir til Iækkunar á fisktoll-
um. Að vísu verður þess að geta
að reynslan sýnir að ekki má
búast við skjótum árangri af
tilraunum til tollalækkana á
vegum GATT, enda tekur sú
stofnun til flestra landa heims.
En megináherzlu vil ég leggja
á, að aldrei hefir verið meiri
ástæða til þess en nú fyrir ís-
lendinga að bíða átekta og
fylgjast vel með öllu, sem ger-
ist.
£ája
Flóraa —
Framh ar ^ls l
Steindór hefur sýnt fram á að
plöntur hér á landi hafa lifað
af ísöldina, gagnstætt því sem
áður var talið. Útbreiðsla fjölda
plöntutegunda bendir í þá átt
að þær hafi dreifzt út frá nokkr-
um stöðum á Iandinu. Eru það
einkurn 4 staðir, en af jarð-
fræðingum er talið að þeir hafi
verið jökullausir á ísöldum.
Telur Steindór að um 60%
af þeim 420 tegundum há-
plantna sem hér hafa verið tald
ar, hafi lifað fsaldirnar. af. Um
100 tegundir munu háfa borizt
hinga'ð með mörinum en um
15% hefir Steindór ekki fellt
neinn dóm.
Frjórannsóknir sem Þorleifur
Einarsson náttúrufræðingur
hefur framkvæmt styður þessa
kenningu Steindórs.
Niðurstaðan er sú af þessum
rannsóknum og reynslu Skóg-
ræktarinnar, sagði Hákon, að
stoðunum hefur verið alveg
kippt undan þeirri gömlu kenn
ingu að ísland sé hánorrænt
land eða heimskautaland, hvað
gróðurskilyrði snertir. Því er
nú fullvíst að flytja má inn
margvíslegan gróður af þeim
svæðum sem líkjast fslandi að
því er gróðurskilyröi varðar og
sá gróður á að geta þrifist hér
vel.
EINAR SIGIfRSSSON, iidl
Málflutningur — Fasteignasala
Ingólfsstræti 4. - Sími 16767
Sjórínn fossnði í brúna
Vísir hafði í morgurv
samband við Eli Esar
Hentse, sem er fyrsti
stýrimaður á færeyska
skipinu Tungufossur, og
spurði hann frétta um
ólagið sem þeir- höfðu
fengið á sig. Hann tók
sjóinn inn að framan
sagði Eli og sópaðist
hann aftur eftir. Þung
inn var svo mikill að bát
urinn ætlaði varla að
hafa sig upp aftur, og
kom sjórinn þá aftur
frameftir. Annar stýri-
maður var í brúnni þeg-
ar þeir fengu lagið og
meiddist hann lítillega,
þegar sjórinn þeytti brú-
arhurðinni inn á stól út-
kíksmannsins.
Öll helztu tæki í brúnni
eyðilögðust nema áttavitinn,
annar gúmmíbáturinn fór fyrir
borð og stórbáturinn losnaði úr
daviðunum, radarstöngin bogn-
aði, kassi með beltum fór fyrir
borð, rör sem liggur frá eldhús-
inu sviptist í sundur og plötur
í beitingaskýlinu bakborðs-
megin, slitnuðu frá.
Brá þér ekki Eli? spyrjum
við. Ojú, ekki er hægt að
neita því. Það fylltist allt af
sjó, brúin, gangarnir, eldhús-
ið og fór jafnvel niður í vélar-
rúm, hefði drepist á vélinni
þá ..... og Eli ypptir öxlum á
segjandi hátt. Það er ekki beint
þægilegt að vera vakinn upp
af værum svefni með ískaldri
sjógusu.
Eli Esar Hentse stýrimaður á Tungufossur. Brúin var sveipuð segli
eftir að sjórinn braut rúðumar.
.*£sði Biv muðíÖrL í h„
Kristmundur —
F amhald aí 16 síðu:
afnota, jafnvel þótt þeir lofi því
að láta aðra — með réttindum
— aka fyrir sig,
Við vitum þess of mörg dæmi
hjá lögreglunni, að þótt ungling
arnir lofi þessu, og standi við
það þegar lagt er af stað í
ökuferðina, þá endar hún oft á
annan veg. Sá sem fær bílinn að
láni telur sig vera húsbónda
yfir honum og áður en varir
krefst hann þess að fá að aka
— og það er látið eftir honum.
Unglingseðlið er samt við sig og
löngunin er oft býsna mikil í
það að fá að grípa í stýrið. Marg
ir hafa vanizt á að aka vinnu-
vélum í sveit — til þess er ekki
krafizt réttinda — og þeir telja
sig þá jafnfæra til að stýra
bifreið.
1 bókum lögreglunnar hefur
það komið glögglega í ljós að
unglingar innan við tvítugt sýna
ekki sömu ábyrgðartilfinningu
við akstur og þeir sem eldri eru.
Þeir aka hraðar og taka síður
tillit til ökufæris og skyggnis.
Þeim hættir öðrum fremur við
að böðlast áfram, berjast um ör-
fáar sekúndur og leggja metn-
að sinn allan í að aka framúr
öðrum og komast sem hraðast.
Það leiðir af sjálfu sér að við
þetta hlýtur að skapast tauga-
spenna og hún er í öllum tilfell-
um hættuleg.
Reyndir ökumenn og rosknir,
menn sem aldrei kemur neitt
óhapp fyrir, fara allt öðru vlsi
að, enda segja þeir reynzlu sína
sanna það að það sé í allan
máta affarasælast að fara ró-
lega og gætilega í akstri, sýna
náunganum í umferðinni fyllstu
TOKSTULKUMED VALDI
í gær kærði stúlka, búsett í
Reykjavík, árás á sig og nauðgun
í fyrrinótt. Rannsókn í máli þessu
stendur enn yfir, Maðurinn hefur
ekki játað á slg sakir og situr hann
í gæzluvarðhaldi.
Stúlka sú sem hér um ræðir er
18 ára gömul. Hún býr f leigu-
herbergi í rishæð, en risið er byggt
ofan á þrjár hæðir og eru svalir á
þeim öllum. í fyrrinótt var stúlkan
ein heima í rishæðinni.
Það var undir morgun í fyrri-
nótt að stúlkan vaknar við að
knúið er á herbergisdyr hennar,
þær sem vita út að svölunum.
Hún fer fram úr til að vita hverju
iþetta sætir og úti á svölunum
stendur ungur maður, 21 árs gam-
all, sem hún kveðst hafa kannast
við, án þess þó að hafa bundizt
honum nokkrum kunningsskapar-
tengslum á einn eða annan hátt.
Virðist maður( þessi hafa hand-
langað sig upp svalirnar einni af
annarri, unz hann komst upp á
rishæðina. Eitthvað var maðurinn
við skál, en sjálfur telur hann
það ekki hafa verið svo mikið að
orð sé á gerandi.
Að því er stúlkan skýrir frá
hafi maðurinn ráðizt á sig um leið
og hún opnaði dyrnar og tekið sig
með valdi. Hún kvaðst hafa hróp-
að á hjálp, en án árangurs enda
enginn heima á sömu hæð i hús-
inu. Hins vegar viðurkennir fólk,
sem bjó í miðhæð hússins, að hafa
heyrt óp, en áttaði sig ekki á því
hvaðan þau komu. Þaðan barst
stúlkunni þess vegna heldur ekki
nein hjálp. Stúlkan segir enn-
fremur, að er hún tók að hljóða
hafi árásarmaðurinn tekið fyrir
kverkar sér til að bæla þau niður.
Maðurinn hefur, enn sem komið
er, neitað sakargiftum og situr
hánn f gæzluvarðhaldi. .
Rannsóknarlögreglan tjáði Vísi í
morgun að enn væri í rannsókn
ýmis tæknileg atriði, þ. á m.
læknisfræðileg rannsókn, en nið-
urstaða þeirra gæti haft veiga-
mikla þýðingu um úrslit málsins
í heild.
tillitssemi og fara sér í ^ngu
óðslega. Þeir nái engu að síður
settu marki í akstrinum en þeir
sem stöðugt eru að flýta sér.
„Ég tel“ bætti Kristmundur
við „að unglinga og ökumenn
aðra sem ekki láta sér segjast
við ábendingar lögreglunnar um
gætilegan akstur, eigi umsvifa-
laust að svifta ökuréttindum um
lengri eða skemmri tíma. Slíkar
ráðstafanir munu verða affara-
sælli heldur en sektir. En því
miður kann götulögreglan alltof
margar sögur af ógætilegum og
ofhröðum akstri unglinga á göt-
um borgarinnar, og af eltingar-
leik við þessa peyja.
Og að Iokum“, sagði Krist-
mundur „er slysafjöldinn á s. 1.
ári og það sem af er þessu,
orðinn svo ískyggilegur hér að
hann hlýtur að vekja hvem á-
byrgan og hugsandi mann til
umhugsunar um það hve bifreið
in er hættulegt tæki ef hún er
sett f hendur ógætins eða glanna
fengins manns, sama á hvaða
aldri hann er.
KVEN-
HÚFUR
Margir litir
Hattabúðin
Hu!d
Kirkjuhvoli.
msm&muaasmi
nx&sm&wm
\
i