Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 7
V mt V í SIR . Miðvikudagur 30. janúar 1963. 7 eftir Njörd P. Njárðvík __________• ____'______________ • • • • '■" *r Þær fáu sýningar sem leikfé- lagið Gríma hefur staðið fyrir, hafa vakið verðskuldaða athygli enda eru viðfangsefní þeirra ekki tínd upp af alfaragötum farsa eða fjölleikalista. Að þvi leyti hefur Gríma sagt lognmoll- unni stríð á hendur. En hinu má ekki heldur gleyma að ný- stárleikinn er ekki einhlítur til afreka þótt hann fleyti mönnum oft yfir erfiðan hjalla og auð- veldi vinnubrögð. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er miklu auðveldara að komast létt frá nýstárlegu leikriti en hversdags Iegu vegna þess að nýstárleik inn einn heldur áhorfendum í spennu ef hann er eitthvað annað en orðin tóm. Forráðamönnum Grímu mun hafa þótt nauðsynlegt að kynna Gríma: húsmóður sína, girnast hana^ jafnvel holdlega. Jafnframt hata þær hana vegna þess ofurvalds sem hún hefur yfir þeim, bæ’ði líkamlega, andlega og efnalega. Þess vegna hafa þær ákveðið að ráða hana af dögum en þær skortir jafnan kjark þegar á hólminn er komið. Hugsanir þeirra snúast svo allan tímann um þetta tvennt: hryllingsbland inn unað glæpsins sem þær ætla að fremja og holdlegar kenndir þeirra gagnvart hvor annari og húsmóður sinni. Það sem gefur leikritinu sitt raunverulega gildi er þó ekki þessar miður geðs- legu fýsnir heldur hinn innri leikur innan Ieiksins. Þær setja afbrot sitt á svið, önnur þeirra leikur húsmóðurina en hin leik ur eiginlega samnefnara vinnu kvennanna beggja. Þetta ein- kennilega bragð höfundarins veitir leikritinu nýja fyllingu og dýpri sálræna merkingu. Þeg ar á líður mjókkar bilið milli hins ytra og innra Ieiks innan x einhver önnur áhrif en þau að þreyta leikhúsgesti. Mér er ekki ljóst hvort inngangur þessi var raunverulega fluttur með það -fyrir augum að reyna að vekja skilning áhorfenda, hvort hann var aðeins hafður með til þess að Iengja sýninguna eða af löng un til að vekja hneyksli og um- tal. Það var seilzt til þess sem ógeðslegast var í fari leikrita- höfundarins með orðbragði sem jaðraði stundum við beinan ruddaskap. Slíkt er með öllu þarflaust. Hefði að ósekju mátt stytta innganginn um þrjá fjórðu hluta og líklegast bezt að sleppa honum með öllu því leikritið skýrir sig sjálft. Ef leikrit er þannig samsett að það nær ekki að tendra líf milli leikenda og áhorfenda er ekki Sigríður Hagalín i hlutverki húsmóðurinnar. Vinnukonunar Hugrún Gunnarsdóttir og Bríet Héðinsdóttir. hann yirðist ekki gera sér grein fyrir þVf hvernig menn eigi að hegða sér á leiksviði. \7eigamesta hlutVerkið, Sol- ange, er í höndum Bríetar Héðinsdóttur og vegur sýning- arinnar er fyrst og fremst henni að þakka. Solange er bæði sterkari og veikari en systir hennar og Bríet túlkar vel þennan tvískinnung. Framsögn hennar er góð, kannski ívið of köld Stundum, en hún nær vel hörkunni Qg fyrirlitniijgunni. Skaphiti he^nnar er mikill og krafturinn töluverður en hún verður að vara sig á því að spenna sig ekki um of, sums staðar lá við að hún gengi of langt og ofgerði sér. Það er hættulegt að stefna svo nærri Eftir Jean Senet. Leikstjóri Þorvarður Heigason. takmörkum sínum en í þetta sinn tókst það vel og sýnir að Bríet er ágæt leikkona. Hin vinnukonan, Claire, er leikin af Hugrúnu Gunnarsdótt- ur sem er nýliði á leiksviði og mun hér fá sitt fyrsta viðfangs- efni sem máli skiptir. Hún skil- aði því áreynslúlaust og með nokkrum yfirburðum. Hún hef- ur þegar sýnt mikla hæfileika og það verður áreiðanlega mun- að eftir henni þegar valið verð- ur í hlutverk í framtíðinni. Hugrún hefur viðkvæma rödd sem hún má vara sig á. Fram- sögn hennar mætti vera skýr- ' áhorfendum að einhverju þann III fjarlæga hugheim sem leikritið Vinnukonurnar er sprottið úr og fluttu þeir Þorvaldur Helga- ,, son og Erlingur Gíslason lang- Ian inngang og kynningu á höf undinum og viðhorfum hans. Pistill þessi var ekki aðeins 'álltof langur heldur fremur ti! 'Hð spilla viðhorfum áhorfenda fyrirfram ef hann hefur þá haft 18 hægt að bæta úr því með út- skýringum. Leikritið Vinnukonurnar hlýt- ur óhjákvæmilega að vekja ó- hugnað þeirra sem ekki eru glæpamenn eða kynvillingar. Leikritið fjallar nefnilega um unað og fegurð glæpsins og kynvilitar ástríður sem leita .út- rásar f ást eðá ’háifi' til sKfptis. Vinnukonurnár elska og tigna leikritsins unz engin skýr mörk eru á milli hugarheimsins og veruleikans. Áhorfandinn er með öðrum orðum stiginn inn fyrir þröskuld hins óræða heims hugar og tilfinninga sem í þessu tilviki jaðrar við brjálsemi. Und ir lok eru þær sjálfar hættar sér' grein fyrir því í hvörri veröldinni þær standa, leiknum linnir ekki fyrr en dauð inn sviptir hann tvískinnung sínum. Og þá liggur engin leið til baka. Vinnukonurnar er feikilega vel skrifað leikrit að því leyti að höfundur birtir flæðandi mælsku sína. Vigdísi Finnboga- dóttur hefur tekizt að þýða það með mikilli prýði á lifandi og eðlilegt talmál, þar var hvergi að finna neitt þýðingarbragð. gviðsetning Þorvarðar Helga- sonar var nokkuð tætings- leg. Það bjargar sýningunni hve góðar leikkonurnar voru og hversu lftið þurfti raunar að stjórna þeim. Hins vegar eru á- kveðnir þættir sem lýta sýning- una, svo sem kynlegt og til- gangslaust struns fram og aftur um sviðið, einkum hjá Sigríði Hagalín og óhóflegar handa- hreyfingar hjá öllum leikkonun- um. Það er mikill misskilningur að sterkur leikur þurfi að byggja á sífelldum handahreyf- ingum, þær verða einmitt oft til þess að draga úr áhrifum eða gera þau klaufaleg og fálm andi. f jafnsterku leikriti sem þessu verður það jafnvel til þess að gera leikinn úthverfan ef úr hófi keyrir. Staðsetningar voru af og til óeðlilegar og ekki nægilega hnitmiðaðar. Kynatriðið milli systranna var gert óþarflega kaldranalegt bg nakið, betra hefði verið að leggja meiri áherzlu á hinar sál- rænu þjáningar þessa atriðis. Og yfir allri sýningunni var ein- hver skortur á festu, maður hafði á tilfinningunni að stjórn andann vantaði meira og minna. Um flutning hans á inngangin- am er það eitt að segja að ari og festulegri. Þegar hún talar hratt renna orðin of mikið saman og missa mátt sinn. Þá er rödd hennar þannig að hún verður tilgerðarleg ef henni er ekki beitt af nákvæmni. En allt eru þetta hlutir sem auðvelt er að ráða bót á. Hitt er aðalatrið- ið að henni tekst að túlka erf- itt hlutverk og hefur þegar tamið sér eðlilegar, ýkjulausar hreyfingar á sviði. gigríður Hagalín fer með hlut- verk frúarinnar og er alls ekki öfundsverð af því. Hlut- verkið gefur ekki tilefni til stórræða og raunar mikil spurn ing hvort frúin hefði yfirleitt nokkurn tíma átt að birtast á sviðinu. Sigríður hefur líkams- fegurð í þetta hlutverk en úr því er lítið hægt að gera. Áður er minnzt á gönuhlaup hennar fram og aftur um sviðið sem gjarnan hefðu mátt vera minni. Það verður að skrifa hjá leik- stjóra. Sigríður er góð leikkona en þeir hæfileikar hjennar nýt- ast ekki í þessu hlutverki fyrrgreindum ástæðum, það hef ur orðið útundan hjá höfundi. Leiktjöld (eða leikmunir rétt- ara sagt) Þorgríms Einarssonar voru þokkalegir. Beiting ljósa í Tjarnarbæ er einföld og gef- ur ekki tilefni til umsagnar. Það sem athygli vekur við þessa sýningu er ekki fyrst og fremst hið ógeðfellda en vel skrifaða leikrit Genets sem vel gæti verið forsenda þeirra orða sem Laxness viðhaföi um kvik- myndina amerísku á sínum tíma: Það er eins og maður sé nýstigin út úr órum brjálaðs manns. Hitt er miklu meira vert að Gríma hefur sýnt okkur að við eigum tvær nýjar, bráðefni- legar leikkonur sem ekki verður komizt hjá að taka fullt tillit til héðan í frá og það eru gleði- leg tíðindi. Mætti Gríma halda áfram á þeirri braut að kenna ungum leikurum að uppgötva hvað í þeim býr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.