Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 30. janúar 1963. 9 Gunnar Thoroddsen fjárm álaráðherra: Málin, sem Alþingi fær til meðferðar Gunnar Thoroddsen Alþingi kom saman að nýju til funda í grer. Það fær mörg markverð málefni til meðferð- ar. Þingið mun væntanlega standa í tvo mánuði, ef til vill ailt fram undir páska, en skír- dagur er nú þann 11. april. Þá verður þinginu að vera lok- ið. Veitir þingmönnum ekki af þeim tíma ,sem þá er eftir til undirbúnings þeirra alþingis- kosninga, er í hönd fara. Helztu þingmál Skal nú dr.epið á nokkur þau mál, sem ríkisstjórnin stendur að og koma til meðferðar á þinginu. Frá fyrra >.hluta þinghalds liggja fyrir -frumvörp til nýrra laga um landsdóm og ráðherra ábyrgð. Núgildandi lög um þessi efni eru frá árunum 1904 og 1905. Margt í þeim er úrelt orðið og þörf endurskoðunar. Mikill lagabálkur liggur fyrir um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna. Er það niðurstaða af löngu starfi sérfróðra manna til þess að koma á fastara skipu lagi og samræmi um rannsókna- málin en-nú er. Einnig ei ,Vr- ir þingi frumvarp um náttúru- rannsóknir og Náttúrufræði- stofnun ísiands. Tveggja frumvarpa má vænta um skólamál. Annað er ný lög- gjöf um bændaskóla. Hitt er um stofnun og starfsemi tækni skóla. Markmið slíks skóla er að veita framhaldsmenntun í tæknifræðum og útskrifa iðn- fræðinga og tæknifræðinga. Nú þarf að leita slíkrar menntunar út fyrir landsteinana. Bókafulltrúi ríkisins hefur haft forystu um endurskoðun á lögum um almennlngsbókasöfn. Frumvarp um það með margvíslegum umbótum, verður væntanlega lagt fyrir þingið nú. Skemmtanaskatturinn rennur nú til Þjóðleikhúss og félags- heimilasjóðs. Lögin um þann skatt þarfnast ýmissa breyt- inga. Hafa þau verið í endur- skoðun. Á þessu þingi verða gerðar ýmsar endurbætur á trygginga- löggjöfinni. Meðal annars verð- ur landið nú gert að einu og sama verðlagssvæði og verða þá tryggingabætur hinar sömu um land allt. \ Lög eru til frá 1941 um að- stoð ríkisins við landakaup kauptúna og sjávarþorpa. Voru þau einkum miðuð við hjálp þeim til handa til að eignast ræktunarlönd fyrir matjurta- garða og þess háttar. Nú eru þarfir og aðstæður gjörbreyttar gjöf um þetta mál, sem er stór- mál fyrir ýmis sveitarfélg. Iðniánasjóður var stofnaður 1935. Markmið hans var að bæta úr brýnustu lánsfjárþörf- um iðnaðarins. Nýtt lagafrum- varp um iðnlánasjóð hefur nú verið samið. Gerir það ráð fyr- ir mikilli eflingu sjóðsins, svo að hann megi verða iðnaðinum enn betri lyftistöng en áður. Stofnun verksmiðju við Mý- vatn til þess að vinna kisilgúr úr botnleðju vatnsins hefur verið undirbúin gaumgæfilega. Má nú vænta frumvarps um slíkt iðjufyrirtæki. Heildarlöggjöf um ferðamál og landkynningu kemur vænt- anlega fyrir þetta þing. Frumvarp um Skálholtsstað, afhendingu hans i hendur þjóð- kirkjunni, er í undirbúningi. Ný tollskrá verður lögð fyrir þingið. En* hún mikill lagabálk- ur. Hefur verið unnið jafnt og þétt að samningu hennar í 3 ár. Lög um tollgæzlu og tolleftir- iit hafa verið endurskoðuð, og verður frumvarp um það efni lagt fyrir Alþingi. Löggjöf um bókhnid ríkisins og endurskoðun er rúm- lega 30 ára gömul. Er orðin brýn þörf breyttra og nýrra ákvæða. Skýrari reglur þar' um gerð fjárlaga, ríkisreiknings, út- reikning á greiðslujöfnuði rík- issjóðs og margt fleira í sam- bandi við ríkisfjármáiin. Ýtar- legt frumvarp he'ur verið sam- ið um þessi mál. Vegaiögin hafa verið í endur- skoðun að undanprnu og gert ráð fyrir mörgum merkum um- bótum. Enn er ekki séð, hvort unnt verður að afgreiða nýja vegalöggjöf á þessu þingi. Fyrir þinginu liggur frum- varp um þýðingarmiklar breyt- ingar á lögum um landnám og ræktun í sveitum. Nú er fram- lag til frumbýlinga á nýbýlum og jarðræktarframlag bundið við 10 hektara tún sem hámark. En ætlunin er að hækka þetta mark upp í 15 hektara, 1 því skyni að stækka býlin og bæta afkomuna. Síðast en ekki sfzt er fram- kvæmdaáætlunin, sem Efnahags stofnunin vinnur að. Þegar það mikla verk er nægilega langt á veg komið, mun stjórnin gera Alþingi grein fyrir málinu. mál, og hefur vexið unjijrþúifi ný lög Umferðaríjés á slysagatnamótum Þessi mynd er tekin af Goðafossi, þar sem hann klýfur ísinn — nýkominn inn fyrir skerjagerðinn fyrir utan Hangö i Finnlandi. Myndina tók Garðar Bjamason (nú stýrimaður á Tröllafossi). fOSSARNIR KUÚFA ÍSINH í frosthörkunum úti f álfunum hefur ár lagt og árósa, flóa, víkur og sund, skip frosið inni og sigl- ingar teppzt eða tafist, og ísbrjót- ar víða verið í stöðugri notkun. Fossamir okkar sumir hafa verið í siglingum, þar sem fsalög eru og reynst vel, og fékk blaðið eftir- farandi upplýsingar í gær hjá Sig- urlaugl Þorkelssyni hjá Eimskipa- féiaginu: Þrátt fyrir langvinn frost og ísa lög í Eystrasalti og víðar hafa Fc ;sa’rnir komist leiðar sinnar um isilögð sund og frosnar hafnir Skip Eimskipafélagsins eru öll, að undanteknum Reykjafossi og Tröllafossi, styrkt til þess að sigla í ís, og hefir það nú sannast áþreif anlega hver nauðsyn það er, að þau skip sem eiga að anna hin- um margþættu verkefnum við flutning á íslenzkum útflutnings- afurðum til ýmissa erlendra hafna, séu sterkbyggð og búin fullkomn- ustu tækjum. Gullfoss fór f gær frá Khöfn og er ekki búizt við neinni hindrun á siglingu hans vegna fsa. Þess er bó að geta, að skip á leið frá Ham borg til Khafnar gat ekki siglt um Kielarskurðinn vegna ísanna og varð að sigla fyrir Jótlands- skaga og er það sem kunnugt er mun lengri leið. Fjallfoss fór einnig í gær frá Ventspils áleiðis til Reykjavíkur, og er ekki L.'.izt við frekari hindr- un á leið hans en orðið er. Hann fór þann 19. þ.m. frá Helsingfors til Kotka og sigldi klakklaust gegn um ísinn og algerlega án aðstoðar bar sem áhafnir fsbrjóta og drátt- arbáta, sem hafa haldið hessari -.iglinnaleið opinni, hófu einmitt verkfall hennan sama dag. Fjail- foss hafði fengið þau fyrirmæli að sigla brott frá Kotka hvenær sem Innan skamms verður búið að setja upp götuvita á gatnamótum Lönguhlíðar og Mikiubrautar, sem útlit versnaði, þar sem skipið átti að ferma mjög árfðandi varning, svo sem pappa og pappfr, er var um % hlutar farmsins, en þetta átti að nota f öskiur og umbúðir undir frystan fisk. En allt gekk að óskum. Skipið komst klakklaust leiðar sinnar, nema það hafði reltið stefnið all- harkalega f brvggju í Kotka, er það var að ryðja sér braut gegn- i um fsinn að bryggjunni. Frá Kotka fór skipið til Ventspils og þaðan áleiðis til Reykjavíkur eins | og fyrr segir. i Nú er full þörf á, að skip fermi í Finnlandi sfðari hluta næsta mán aðar og var gert ráð fyrir því, i að það yrði Goðafoss sem fermdi [ þar um miðjan febrúar. Af þvf getur þó ekki orðið, þar sem hann losnar f Grimsby og hefði þess I vegna orðið að sigla þaðan tómur til Finnlands, en það væri áhættu- ! samt, sökum þess hve hætt er við að skemmdir gætu orðið á skrúfu skipsins, þegar það siglir mjög létt gegnum ísinn, auk þess sem það gerir siglinguna að öðru leyti erf- iðari. Það hefur nú verið ákveðið, að Lagarfoss verði sendur til Finn- lands f stað Goðafoss. Hann lestar hér frysta síld og aðra vörur til Eystrasaltshafna og fermir sfðan . í Finnlandi um 20. febrúar. eru, svo sem kunnugt er, meðal hættulegustu gatnamóta i bænum. Umferðaslys eru þar tíðar, en á flestum öðrum stöðum, og verður | þó ekki því um kennt, að ekki sjáist vel til allra hliða, þvf að ekkert skyggir á, þegar komið er úr þrem áttum, báðar göturnar breiðar og faratálmar engir. Samt hafa árekstrar orðið þarna svo tfðir, að fyrirsjáanlegt hefir verið i fyrir löngu, að þar yrði að setja upp götuvita. Er nú unnið að undir búningi þess, og jafnframt er unnið að breytingum á gatnamótunum, til að gera umferðina greiðari og ör- uggari. S í ráði er að setja upp götuvita á fleiri stöðum í bænum á næstunni, og mun Vfsir skýra nánar frá því síðar. * ' inn í kförbúð Um helgina var brotizt inn í kjörbúðina Vogaver við Gnoðavog og stoiið þaðan nokkru magni af sælgæti og litilsháttar peningum. Þjófurinn hafði komizt inn um glugga. Stal hann um 300 kr. í skiptimynt, eplum og slægæti. Lögreglan telur eftir öllum lfkum að dæma að þarna hafi unglingur verið að verki. r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.