Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 30.01.1963, Blaðsíða 8
8 V1 S IR . Miðvikudagur 30. janúar 1963. Jtfceiandi Slaðaútgátan VISIR rtitstiorar Hersteinr Pálsson Gunnai G Scttram • AfSsioðarritstiön Axei rhorsteinsson Freuast'ón Þorsteinr O rtioraiensen Ritstjórnarsknfstotui Laugavegi 178 Auglí'singai og ífgreiftsla tngóltsstræti 3 Vskriftargialr1 si 5S 'rónui á mánuði t lausasölu 4 ki eim — Simi 11660 (5 Hnur) prentsmiðif, Visis — Eddf h.f Heilfrysting i togurum Um helgina fór b.v. Narfi til Englands og Þýzka- lands. Mun hann selja afla erlendis, en ekki koma rakleiðis heim við svo búið, þar sem ferðin verður notuð til þess að setja í hann frystitæki, sem notuð verða til að heilfrysta þann fisk, sem skipið aflar rramvegis, en aflinn verður síðan seldur við föstu verði erlendis framvegis. Hér er því um það að ræða, að eigandi Narfa, Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður, sem er reynd- ur maður í sínu starfi og framsýnn, hefir ákveðið að hverfa að því ráði, sem víða hefir verið tekið upp er- lendis. Hinir stærri togarar eru búnir frystitækjum til að heilfrysta þann fisk, sem um borð kemur, svo að hann verður sambærilegur að gæðum við þann fisk, sem frystihúsin taka við, vinna úr og senda á markað víða um lönd. Guðmundur Jörundsson hefir unnið að undirbún- Ingi þessa máls um margra mánaða skeið, og hann 'iefir komizt að sömu niðurstöðu og Loftur Júlíusson nenti á í viðtali, sem Vísir átti við hann fyrir skemmstu. Togaraútgerð á ekki framtíð fyrir sér hér á landi nema ?erð sé alger breyting á henni. gamlir siðir lagðir liður og með þeim gamlar aðferðir við veiðar og innslu aflans, og þær nýjungar teknar upp, sem reynsla manna erlendis hefir fært sönnur á, að gera eksturinn ajðvænlegan. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að breyta togar- anum Narfa í skuttogara, en fara má bil beggja, og það er það, sem gert verður, að því er hinn nýja bún- að skipsins snertir. Hér er unnið brautryðjandastarf, sem aðfir útgerðarmenn hér á landi, og vitanlega miklu fleiri, munu fylgjast með af athygli. Og ekki er ósenni- legt, að heppilegt þyki að gera svipaðar breytingar á fleiri íslenzkum togurum. Ef það tryggir afkomu beirra, sem þeir hafa trú á, er að þessum breytingum standa, er það harla gott. Merk starfsemi SVFÍ Nú eru liðin 35 ár frá stofnun Slysavamafélags íslands, og er það ekki ofmælt, að starfsemi samtak- anna hafi verið heilladrjúg svo að engan forvígis- manninn mun hafa um það dreymt fyrir þriðjungi ddar, að það mundi geta unnið eins mikið og það hefir gert. Öll viðhorf í þessum málum eru gerbreytt fyrir ilverknað samtakanna. Þegar hafizt var handa í slysavamamálum fyrir 15 ámm, var svo ástatt, að vonlítið var um björgun íhafnar hvers skips, sem strandaði hér við land, nema ðstæður væru sérstaklega hagstæðar. Björgunartæki i/æru nær engin til, skipbrotsmannaskýli fyrirfundust vart og svo mætti lengi telja. Nú er svo komið, að það er fátítt, að ekki verði mannbjörg að miklu eða öllu leyti, ef SVFÍ berst fregn um strand. íslenzka þjóðin stendu- öll í mikilli þakkarskuld við þá menn, karla sem konur, er hófu merkið fyrir 35 árum. Nöfn þeirra mega ekki gleymast. Reykjafoss / Kristiansand Dagblaðið „Fedrelandvennen" birtir þessa mynd af Haraldi Jens- syni skipstjóra á Reykjafossi, í til- efni af þvf, að Eimskipafélag fs- lands hefur stofnað til regiubund- inna siglinga til Kristianssand eða einnar viðkomu þar mánaðarlega í tilrauna skyni. Um þetta segir blað ið m. a. í gær lá íslenzkt skip við bryggju hér í bæ. Það var 3000 lesta skip ið Reykjafoss. Það er í sjálfu sér ekkert ákaflega sjaldgæf sjón, að sjá fslenzkt skip við bryggju í Kristianssand, en með komu Reykja foss nú er vonandi hafinn nýr þátt- ur bættra samgangna milli Kristianssand og fslands, því að Eimskipafélag fslands hefur ákveð ið að stofna til reglubundinna ferða í tilrauna skyni. Að visu er ekki um mikla flutninga að ræða enn en góðar horfur á að þeir aukist l framtíðinni — og auk þess eru vitanlega auknir flutningar skilyrði fyrir, að mánaðarsiglingar verði varanlegar. Blaðið getur þess, að Haraldur Jensson, sem sé ungur skipstjóri hafi ekki komið til Kristianssand fyrr, eins og margir aðrir skip stjórar félagsins, því að mörg skip anna hafi komið þar við í auka- ferðum. í viðtali, sem blaðið átti við Harald, segir hann frá því, m. a., að áður en skipið kom til Kristians sand hafi það komið á 18 hafnir hér á landi, og siglt sé til margra meginlandshafna Hollandi, Belgíu, Svíþjóð’ og E)an- mörku — og í „þetta skipti förum við líka til Gdynia og Rostock" Haraidur Jensson skipstjóri. Skipstjórinn gat þess að skipið minntist á það, að hér væri hefði sleikt hafnir landsins í ekkert atvinnuleysi og útflutn- bliðskaparveðri og siglingin Ut ingur vaxandi — og ætti það tekið fimm daga — „og það var ekki fyrr en hér, sem við lentum I ís“. — Skipstjóri að hafa góð áhrif á viðskipti og vera skipaútgerðinni í hag. Fyrir dyrum standa þýðingar miklar breytingar á togaranum Narfa, sem er eign Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns. Verður á næstunni komið fyrir nýjum frystivélum í togaranum sem eru til að heilfrysta aflann Er þetta ~ert til að auka út haldsþol togarans. Narfi Iagði af stað til Eng lands f gær og fór útgerðarma? urinn Guðmundur ’örundsSon sjálfur með honum. Narfi flyt- ur aflann úr síðustu veiðiferð til Englands, en tekur þar síð- an frystivélarnar, sem ætlunin er að setja í hann. Þær eru frá J.&E. Hall. Síðan siglir togar- inn til Bremerhaven f Þýzka- 'andi, en þar fara breytingarn- ar á togaranum fram. Þessar nýju frystivélar. hinar fyrstu sinnar tegundar f ís- tenzkum togara, gera það mögu lega að heilfrysta fiskinn um borð f togaranum. Verður þá mögulegt að halda togaranum lengur úti en hægt er með þeirri ísingaraðferð sem nú er notuð. Hægt verður að vinna heilfrysta fiskinn eins og hann væri nýr, Afþíðing fer fram með sérstökum efnum sem þíða svo hratt og vernda fisk- inn þannig að hann missir ekk- ert við það að biðna. Sfðan má flaka fiskinn eða hraðfrysta eins og ekkert hefði f skorist. Þessi frystitæki eru þegar i nokkrum brezkum togurum en í engum íslenzkum togara. Kastai grióti ai sjúxn konn á Akureyri En á meðan allt þetta dynur yfir er frú Lára mjög sjúk, bæði andlega niðurbrotin af þessu að kasti og sjúklingur vegna líkam legs áfalls. Akureyrarblaðið Dagur birtir nýlega grein undir þessari fyrir sögn um frú Láru Ágústsdóttur miðil þar sem það fer þess á ieit aö henni verði hlíft við frekari árásum og umræðum Blaðið segir að frú Lára st andlega niðurbrotin af þessu aðkasti, og aö reviuhöfundar blaðamenn og ,vantrúaðir“ ættu að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir kasta fleiri steinum að frú Láru Ágústsdóttur sjúkri. Blaðlð fer all hörðum orðum um þetta og segir m. a.: Sjúk öldruð kona hefur veriö grýtt fyrir augum beirra. Þessi kona er frú Lára Ágústsdóttir miðill. sem flestir landsmanna þekkja af afspurn eða eigin reynd. i útvarpsumræðum var hún óvirt freklega, f skemmtiþáttum bæði um jól og áramót var hennar ninnzt í hinum naprasta 5n og ■ sumum sunnanblöðum hefur riafn hennar verið nefnt á vægð arlausan hátt i sambandi við dulræn efni. Menn geta biásið á andatrú, huglækningar, spiritisma og ann að líf ef þeir vita betur eða vilja annað fremur. Menn eru heldur ekki skyldugir að trúa því að frú Lára séu gefnar fá- gætir hæfileikar og er það ekki til umræðu. En hitt e. alveg víst, að hún er skuldlaus við þjóðféiagið og á rétt á vernd þess eins og aðrar mæður, eigin konur og húsfreyjur og er vissu lega i meiri þörf fyrir þá vernd nú en almennt gerist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.