Vísir


Vísir - 20.06.1963, Qupperneq 3

Vísir - 20.06.1963, Qupperneq 3
V í S I R . Fimmtudagur 20. juiií 1963, 3 Myndsjáin birtir £ dag nokkr- ar myndir frá sumarfögrum stað við Breiðafjörð, Stykkishólmi. Vorið vestur við Breiðaf jörð var að þessu sinni heldur kalt, en hefur þó verið verra áður, t. d. vorið 1949, þegar snjór var í Stykkishólmi fram í júní, og komust menn þá f heyþrot. Eggjatekja í eyjunum er nú byrjuð og hefur hún verið minni en í fyrra. Stafar þetta ef til vill að miklu leyti af kuldatið. Eftir mestu kuldahrfðina um daginn fundust nokkur egg, en þau voru unguð, enda hefur fuglinn þá setið þétt á þeim. Sumarhótei verður starfrækt hér í sumar eins og að undan- fömu. Verður það staðsett í heimavist miðskólans. — Mun starfræksla hefjast eins fljótt i júnf og unnt verður. Hótelið var mikið sótt í fyrra og þótti fyrsta flokks og er ekki að efa að ferðamenn lcunna að meta þessa þjónustu í Stykkishólmi. -K Áætlunarbifreiðir Bifreiða- stöðvar Stykkishólms hafa í ali- an vetur haldið áætlun, enda veturinn mildur, og þannig, að engin ferð féli niður, en þær voru tvisvar í viku til og frá Reykjavik. Nú um mánaðamót- in breytast ferðirnar þannig að þær verða þrjár. Frá Reykjavfk mánudaga, miðvikudaga og laug ardaga, en frá Stykkishólmi sunnudaga, þriðjudaga og föstu daga. Þá verður f viku hverri aukaferð frá Reykjavfk föstu- daga kl. 7 e. h. og Stykkishólmi mánudaga kl. 1 e. h. Björn Pálsson mun einnig innan skamms byrja áætlunar- ferðir hingað, svo ekki þarf þá undan samgöngum að kvarta. ~K Nýlega var stofnað hér félag til kaupa og reksturs fiskibáts og heitir það Otur h.f., og er Ólafur Guðmundsson sveitar- stjóri formaður þess. Hefur fé- lagið samið um smíði á nýjum bát, sem því mun afhentur fyrir áramót. Skipstjóri á bátnum verður Ásberg Lárentínusson. Sjúkrahúsið í Stykkishólmi starfrækir eins og undanfarin ár barnaheimili í sumar. Aðsókn að þessu heimili hefur verið mikil og strax fyrir áramót hafa öll pláss verið upppöntuð. Hefur þetta heimili ágætasta orð á sér, enda valið fólk, sem annast það. ★ Sjúkrahúsið, sem kaþólskir starfrækja.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.