Vísir


Vísir - 20.06.1963, Qupperneq 11

Vísir - 20.06.1963, Qupperneq 11
VlSIR . Fimmtudagur 20. júní 1963. n ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 20. júní. Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Sigriður Hagalín). 18.30 Danshljómsveitir leika. 20.00 „Rormannsvísur" eftir Sigurð Þórðarson (Karlakór Reykja- víkur syngur undir stjórn höfundar. Einsöngvarar: Sig- urveig Hjaltested, Guðmund- ur Guðjónsson, Guðmundur Jónsson. Við píanóið: Fritz Weishappel). 20.15 Erindi: íslenzk örlög og ís- lenzkar sigurfarir (Valdimar J. Líndal dómari frá Winni- peg). 20.40 Einsöngur: Sandor Konya syngur létta söngva. , 21.00 „Broslegt ævintýr" eftir Machiavelli (Óskar Ingimars- son þýðir og flytur). 21.25 „Á leiði tónskáldsins Couper- in", hljómsveitarverk eftir Ravel). 21.45 Hugleiðingar um slysahættur (Jökull Pétursson málara- meistari). 22.10 Kvöldsagan: „Keisarinn í Al- SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 20. júní. 17.00 Mid-Day Matinee „To Many Winners" 18.00 Afrts News 18.15 Telenews Weekly 18.30 The Ted Mach Show 19.00 The Bell Telephone Hour 19.55 Afrts News 20.00 Zane Gray Theater 20.30 Springtime USA 21.30 Bat Masterson 22.00 The Untouchables 23.00 Science Fiction Theater 23.30 Lockup. BESjM Er ekki maturinn að verða tilbúinn? Geimfari og sonur Það hafa ekki margir feðgar verið jafnlangt hvor frá öðrum og þessir tveir. Sá litli hefur líklega orðið glaður yfir þvi að sjá pabba sinn, þó að hann hafi varla gert sér grein fyrir hvers konar ferðalagi hann var á. Full- orðni maðurinn á myndinni er geimfarinn Valery Bykovsky, sá geimfari, sem iengst hefur svif- ið um himinhvolfin. Litli mað- urinn er sonur hans, Valerka. aska“ eftir Peter Groma, II. (Hersteinn Pálsson). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.00 Dagskrárlok. Vísi barst nýlega bréf frá manni að nafni K Spinka, sem búsettur er á Nýja-Sjálandi. K Spinka er ötull frimerkjasafnari, og ákaflega hrif- inn af íslenzkum frímerkjum. Hann óskar eftir að komast í samband við einhvern íslenzkan safnara, sem hann gæti átt skipti við. Fyrir þSL sem hafa áhuga á að komast í sam- band við Spinka, er heimilisfang hans: c/o Hamilton Boys High School Hamilton. New Zealand. K. Spinka skrifar á ensku. SKÓLA-UPPSÖGN Landsprófsdeild Gagnfræðaskóla Austurbæjar var slitið 13. þ. m. Miðskólapróf stóðust 44 nemend- ur, þar af 30 með framhaldseink- unn, 6 og þar yfir í landsprófs- greinum. Sex nemendur fengu ágætiseink- unn, 14 fyrstu einkunn, 10 aðra einkunn og 14 þriðju einkunn. Hæstur varð Þórarinn Hjaltason, 9.70, og er það hæsta einkunn, sem nokkrum nemenda hefur hlotnazt á landsprófi miðskóla til þessa. Auk þess hlutu þessir 5 nemendur ágætiseinkunn: Stefán Örn Stef- ánsson, 9.54, Kolbrún Haraldsdótt- ir, 9.41, Povl Ammendrup, 9.36, Snorri Kjaran 9.31 og Karl Tryggva son, 9.20. Fengu nemendur þessir I bókaverðlaun frá skóla sínum fyr- ir ástundun og ágætan námsárang- ur. MINNINGARSPJÖLD Munið minningarsjóð Guðrúnar Gísladóttur Björns. — Minningar- spjöld fást hjá frú Sigríði Eiríks- dóttur Aragötu 2, Sigurlaugu Helga dóttur yfirhjúkrunarkonu Bæjar- spítalanum, Sigríði Bachman yfir- hjúkrunarkonu Landspítalanum, Jónu Guðmundsdóttur Kópavogs- braut 11, Guðrúnu Lilju Þorkels- dóttur Skeiðarv. 9, Halldóru Andr- ésdÖttúr Kleppsvegi '48, og i verzl- un Giiðláugs Magnússonar Lauga- vegi 22 A. Minningarspjöld Fríkirkjunnar fást í verzluninni Mælifelli, Aust- urstræti 4 og i verziuninni Faco, Laugavegi 37. Minningarspjöld blómsveigssjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá: Áslaugu Ágústsdóttur, Teiga- gerði 17, Guðfinnu Jónsdóttur, Mýrarholti við Bakkastíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laugarásvegi 49, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Ásvalla- götu 24, f skóverzlun Lárusar Lúðvíkssonar, Bankastræti 5 og í bókaverzldn Sigfúsar Eymundsson- ar, Austurstræti. SÖFNIN Borgarbökasafn Reykjavíkur, sfmi 12308 Þingholtsstræti 29A. Otlánsdeild: 2-10 alla virka daga nema laugardaga 1-4. Lokað sunnu daga. Lesstofa: 10-10 alla virka daga Otibú Kofsvallagötu 16: 5,30-7,30 alla virka daga nema iaugardaga. stjörnuspá „ ^ ★ * morgundagsins Hrúturiiui, 21. marz til 20. apríl: Ef þú bíður þangað til í næstu viku muntu hafa mikið meiri tíma til að taka heilla- drjúgar ákvarðanir. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þróun máia getur orðið talsvert erfið og eitthvað þarf að láta undan. Fjármál þín og hamingja gætu verið í nokkurri hættu. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júnf: Láttu tilfinningalífið ekki hlaupa með þig í gönur í dag. Slfkt gæti síðar leitt til þess að þú þyrftir að iðrast orða þinna. Vertu ekki mikið á ferð- inni. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Vertu þess albúinn að þurfa að leika aðstoðarhlutverk á næst- unni. Ótfmabært málæði eða á- byrgðarlaust gaspur getur orðið þér dýrkeypt. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Varpaðu ekki fyrir borð þeim kennisetningum, sem hafa stuðl- að að þvf að halda þér á floti að undanförnu. Það kemur á- vallt að skuldadögunum þó síð- ar verði. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þótt nú hilli undir ýmislegt stórt, þá er ávallt nokkrum vand kvæðum bundið að nálgast það. Flýttu þér hægt. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þótt þú fáir ekki skyggnzt f gegn um hulu framtíðarinnar, þá eru þau stjörnumerki á lofti, sem benda til þess, að hún verði þér f vil. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Nýtt tungl í dag bendir til þess, að þú þurfir að gæta betur að fjármálum þínum á komandi fjórum vikum en þú hefur gert til skamms tíma. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú munt geta tryggt þér samúð og skilning góðra banda- manna til að vegur þinn upp á við verði sem greiðastur. Fylgdu gefnum fyrirmælum. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Ýmsar nýjar og athyglis- verðar blikur eru á lofti á sviði atvinnu þinnar. Ferðalög gætu reynzt viðburðarik. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú verður að temja þér umburðarlyndi að minnsta kosti tvo næstu daga, þar eð ýmis viðkvæm mál kunna að vera á döfinni. Vemdaðu eignir þfnar. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Nú byrjar tímabil þar sem þú átt þess kost fremur en áð- ur að gera réttan hlut á réttum stað og stund. Annað fólk get- ur reynzt þér erfitt. ÚR UMFERÐINNI Það er orðið frekar þröngt að aka um bæinn nú orðið, enda sér maður bílum iagt á ólfkleg- ustu stöðum. Eins og til dæmis þessum. Bílstjóramir ættu að athuga, að það verður ennþá minna pláss til þess að aka á, þegar bílar standa þvers og kmss í umferðinnni. AUGLÝSIÐ í V'ISI ! Kirby er óhemju fljótur að hlaupa, og skilur lögregluþjón- ana eftir f rykmekki. Þeir eru heldur súrir á svipinn þegar þeir tala saman: Við erum bún- ir að missa af honum ... því- líkur morgunn. Rip, sem er ó- hultur f neðanjarðarlest, kann vel að meta það fyrirbæri þessa stundina. En þó að Kirby sé rólegur yfir þessu öllu saman, er ekki hægt að segja það sama um aumingja Desmond. Þegar hann les dagblöðin sem skarta stórum fyrirsögnum um leyni- lögreglumami á flótta undan lögreglunni ákallar hann draug hins mikla Cesars sér til fulltingis.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.