Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Miðvikudagur 3. júlí 1963. Snæbjörn Jónsson: Stjórnarskráin og Ríkisútvarpið Lengi var svo talið að það vaeri sitt hvað, Hólastaður og hundaþúfa. En tímarnir breyt- ast. Hólastaður er nú í þeirri niðurlægingu að flesta óar við um að ræða. Má þó vera að um batni þegar búið er að tildra þar upp ofurlitlum biskupi. En hvað um hundaþúfuna? Jú, hún hreyk ir kambinum ennþá betur en á dögum Steingríms, og gerir það út um allar jarðir. Því hún hef- ir aukizt og margfaldazt, rétt eins og pestirnar í búfénaðin- um. Af þeim sæg verður hér að- eins minnzt á eina, sem sé rikis útvarpið. Ég skrifa þetta til áréttingar grein Þórðar Jónssonar á Látr- um í Morgunblaðinu 20. apríl, um „Friðhelgi heimilanna". Það væri hverjum manni sæmd að á- rétta hvert hans orð þar, nema hvað ég skal láta þess getið, að ef ég færi að vega og meta á- gæti og ágalla útvarpsins, þá er ekki því að leyna, að vogar- skálin með gallana mundi fara niður, en hin upp. En þessu sleppi ég núna. Þórður mun betur kristinn en ég, en hvern- ig sem þvi er farið, þá er aldrei um það að villast, hvenær sem hann tekur til máls, að þar er manndómsmaður á bak við orð- in — og ekkert tómahljóð. Dagsetningar allar á orða- glamri útvarpsins hafa lesend- ur f grein Þórðar, og þeim skal þvi sleppt hér. En það er víst, að ekki einungis brá þorra hlust enda er þeir hlýddu á lesturinn, eða lásu vandlætingarþrumu út- varpsstjóra, heldur beinlínis krossbrá þeim. Fyr má rota en dauðrota, og fyrr mátti nú vera að hrækt væri framan í lýðfrels , ishugmýnd manna í „lýðfrjálsu“ landi (guð hjálpi okkur með allar okkar einokunarstofnanir) en að það væri gert svona hraustlega. Og ef útvarpsstjóri væri ekki kunnur að kristilegu litillæti, mundi ég hafa þótzt sjá að þarna miklaðist hann af að mega tala svona valdsmanns- lega. Á yngri árum mínum kynnt- ist ég því hjá einni grannþjóð okkar, hve geysistrangar varn- ir eru þar settar um friðhelgi heimilisins, í reyndinni svo margfalt traustari en hjá okk- ur, jafnvel þó að ég geri ráð fyrir að réttlæting sú, er út- varpið telur sg hafa í lögum fyrir hótunum sínum (og þá væntanlega framkvæmdum) séu lagalega hrein markleysa og mundu ekki fá staðizt fyrir dóm stólunum. Sú skoðun mín bygg- ist að sjálfsögðu ekki á laga- kunnáttu, því að i lögum er ég ólærður, heldur blátt áfram á rökréttri hugsun manns með heilbrigðri skynsemi. Til þess að breyta stjórnarskránni eða nema hana úr gildi, þarf sér- stakar aðferðir. Hún verður ekki úr gildi felld eða henni breytt með einföldum lögum eða lagaákvæðum, enda ættum við í henni litla tryggingu fyrir heilbrigðu réttarfari ef svo væri. Mér er sagt að í fleiri lögum en útvarpslögunum séu ákvæði sem vikja eigi stjórnarskránni til hliðar. En þau ákvæði geta ómögulega þjónað nema einum tilgangi: Að minna okkur á að stundum hefir það hent okkur að senda inii á Alþingi þá full- trúa, er þess voru albúnir að svíkja af þjóðinni mannréttindi hennar. Það væri annars fróðlegt að dagblöðin vildu útvega og birta skoðanir lögfróðra manna á þessu efni. Ef það skyldi þá verða ofan á að mín ætlun sé röng, þá erum við sannarlega illa farnir. Og hvar á þjóðin þá að leita öryggis um mannrétt- indi sín? Bersýnilega ekki hjá Alþingi. Á meðan þessa er beðið, ætla ég ekki að ræða stjórnarskrána frekar, en víkja fáeinum orðum að útvarpinu. Ríkisútvarpið er ein af okk- ar mörgu einokunarstofnunum, og að minni hyggju skaðlegust þeirra allra (um þetta verða á- reiðanlega skiptar skoðanir). Þó hefi ég ímugust á þeim öllum og vildi sjá sem flestar þeirra afnumdar, en geri ráð fyrir að nefna mætti þær, sem við verð- um af allri nauðsyn að sætta okkur við, enda sumar skaðlitl- ar. Þessi stofnun, sem ég ætla að varla verði um deilt að illa sé stjórnað og að illa fiafi verið stjórnað frá öndverðu, enda þótt vont hafi versnað, er sífellt að Ieyfa sér, f skjóli máttar síns, en vanmáttar viðskiptamanna sinna sökum þess að þeir bind- ast engum samtökum til varn- ar sér, að hrifsa af þeim meira og meira fé — að þeim alger- lega forspurðum. Síðasta ráns- ferðin (ég hygg að ég hafi valið rétta orðið) var farin á þessu ári, og sú næsta verður væntan- lega farin á næsta ári. Virðist nú mál til þess komið, að við þessu sé reist rönd. Morgun- blaðið gerði tillögu um nýtt fyr- irkomulag skattheimtunnar, og í fljótu bragði sé ég ekki betur en að sú tillaga sé a. m. k. um- bót frá því ástandi, sem nú ríkir og of lengi er búið að ríkja. Það er grundvallarregla lýð- ræðisins (ég verð víst að nota þetta þrautþvælda og nokkuð varhugaverða orð), að allar stofnanir þjóðarinnar verða sí og æ að vera undir smásjá gagnrýninnar. Bregðist hún, er spillingin vís. Á þetta hefir sorglega skort í okkar landi. Það hefir þannig verið hartnær með öllu vanrækt að gaghrýna rekstur og starfsemi útvarpsins. Til þess er nú kominn tími að þetta verði gert. Og ef rekstri og starfsemi stofnunarinnar er í engu áfátt, þá hlýtur stjórn- endum hennar að vera það kær- komið, að gagnrýni vefði tekin upp. Hvað sem annars kann að verða gert, þá er það nauðsyn að stofna verði til almenns fé- lagsskapar meðal v'''Vi0sktptá-!??;5 manna útvarpsins. Og væntan- lega mundi ekki stjórn útvarps- ins hafa neina vanþóknun á slíkum samtökum. Ef þjónusta við þjóðina er markmið hennar, mundi henni efalaust geta orðið mikill styrkur í félagskapnum. En ekkert annað en þjónusta við landsfólkið getur réttlætt tilveru stofnunarinnar. Sn. J. □ □ □ □ □ □ D □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □ u □ a u a □ □ □ n a □ □ □ □ n D □ □ □ □ □ Q □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ n n □ □ ci E3 □ □ □ U □ □ a □ □ □ Heimsmót lögfræð- inga í AÞENU □ □ c ö □ □ a □ □ □ □ □ ES □ □ □ 13 □ T^agana 30. júní til 6. júlí f sumar verður { Aþenu haldið heimsmót lögfræðinga. Munu þar koma saman til fund- ar fulltrúar frá um 113 þjóðum, og er boðið til mótsins tveimur Iögfræðingum frá hverri þjóð. Auk þess er boðið til mótsins um 100 vísinda- og fræðimönn- um og ráðgefandi sérfræðing- um. Þá er einnig gert ráð fyrir að nokkur hundruð ann- arra lögfræðinga komi á eigin vegum til þessa móts. Á undan heimsmóti þessu hafa verið haldnar 4 ráðstefnur lögfræð- inga, fyrir Ameríkuríkin í San Jose, Costa Rica, 1961, fyrir Asíu og Ástralíu í Tokyo, Japan 1961, fyrir Afríku og Litlu- Asíuríkin f Lagos, Nígeríu, 1961, og fyrir Evrópuríkin I Rómaborg i apríl 1962. Hafa ráðstefnur þessar allar verið haldnar að tilhlutan Lögmanna- sambands Bandaríkjanna (American Bar Association) sem hefir staðið straum af öllum kostnaði af ráðstefnunum.' En allan undirbúning ráðstefnanna og framkvæmd hefir annazt sér- stök nefnd innan Lögmanna- sambandsins, er nefist „Special Committee on Wold Peace trhough Law“. Formaður nefnd arinnar er Charles S. Rhyne, fyrrv. forseti Lögmannasam- bands Bandaríkjanna, og hefir hann unnið geysimikið og 6- pigipgjarnt starf í sambandi við ráðstefnur þessar. A f hálfu ísl. lögfræðinga sóttu fundinn f Róm þeir Ágúst Fjeldsted, hætaréttarlögmaður, formaður Lögmannafélags ís- lands og Egill Sigurgeirsson, hæstaréttarlögmaður, varafor- maður félagsins Var öllum boð- ið persönulega til þessara funda, en ekki sem fulltrúum Leiklistarþingið: Höfundar og áhorfendur Guðlaugur Rósinkranz, Þjóð- Icikhússtjóri, er nýkominn heim úr ferð til PóIIands, Austurrikis og Ungverjalands. Sat hann, ásamt Sveini Einarssyni leikhús- stjóra Alþjóðaþing ieikhúsmðla- stofnunarinnar, sem haldið var í Varsjá og stóð yfir 10 daga, en það sóttu fulltrúar frá 32 þjóðum. Að þessu sinni var að- alumræðuefni þingsins „Sam- band milli leikritahöfunda og áhorfenda" og að hve miklu Ieyti höfundar ættu að taka tillit til smekks almennings í leik- ritagerð sinni. Fulltrúum á þinginu gafst kostur á að sjá allmargar leik- sýningar, og lauk Þjóðleikhús- stjóri miklu lofsorði á svið- setningu og Ieiktækni Pólverja. Tryggði hann Þjóðleikhúsinu sýningarréttinn á síðasta leik- riti Brechts, „Arthuro Ui“, er þarA var sýnt og vakti mikla athygli. í Varsjá stendur nú yfir bygg- ing á einu glæsilegasta óperu- húsi í allri Evrópu, og mun það Guðlaugur Rósenkranz verða tekið til notkunar eftir. eitt ár. Aðalóperustjóri þar verð ur Bodan Wodiczko, sem er ís- lendingum að góðu kunnur eftir störf sín hér á landi. í Búdapest athugaði Þjóð- Ieikhússtjóri möguleika á að fá ungverskan hljómsveitarstjóra til að stjóra uppfærslu f Þjóð leikhúsinu á „Czardas-furstynj unni“ eftir Kálmán og enn fremur ungverska aðalsöngkonu. Sú óperetta nýtur gífurlegra vinsælda f Ungverjalandi og hefur verið sýnd þar u.þ.b. tvö þúsund sinnum á seinustu tíu árum. Eins og fyrr hefur verið get- ið, mun danski ballettinn halda sýningar f Þjóðleikhúsinu í haust, og hefjast þær 9. sept- ember. Síðan mun leikrit Bren- dan Behans, „Gísl“, verða frumsýnt og því næst „Flónið“ eftir Marcel Achard. Um jólin verður væntanlega upppfært leikrit eftir Shakespeare, en ekki mun enn fullráðið, hvert þeirra 1 verður fyrir valinu. ríkisstjórna eða sérstakra fé- lagasamtaka. Er þessu hagað á sama veg með heimsmótið í Aþenu, og hefur af hálfu fsl. lögfræðinga þeim Ágústi Fjeld- sted og Agli Sigurgeirssyni ver- ið boðið að sækja mótið í Aþenu. Höfuðverkefni móta þessara hefir verið að ræða um heims- frið tryggðan með Iögum, „Wold Peace through the rule of law“, og fjölmörg málefni er stuðla mættu að samvinnu og alheimsfriði með lögum hafa verið rædd f því sambandi. Fundum þessum hafa borizt kveðjur frá nálega öllum for- 'sætisráðherrum viðkomandi landa, m. a. frá forsætisráð- herra íslands, Ólafi Thórs. Ráðstefnan f Aþenu verður sett mánudaginn 1. júlí af Páli konungi Grikklands, en aðrir ræðumenn við setningu mótsins, verða forsætisráðherra Grikk- lands, Earl Warren, dómstjóri Hæstaréttar Bandaríkjanna og Sylvester C. Smith, forseti American Bar Association. Fundarhöldin fara fram í hinu nýja Hilton Hóteli í Aþenu. T Tm ein milljón lögfræðinga ^ eru nú taldir í heiminum, og miða ráðstefnur þessar að því, að þeir takj meira höndum saman, en verið hefir og efli 1 samtök sín til þess að nota lærdóm sinn og reynslu í þágu alheimsfriðar og bættrar sam- búðar' og samvinnu þjóðanna. Bent er á, að yfir 500 alþjóð- legar raunvísindalegar ráðstefn- ur séu fyrir hendi um hin al- varlegustu málefni eins og t. d. geimrannsókinr og geimferðir o. fl. Þá er vakin athygli á, hve nauðsynlegt sé að efla dóm-' stólinn í Haag, en á sfðastliðn- um 18 árum hefir hann aðeins fengið 13 mál til meðferðar, þrátt fyrir það, að hann hafi notað mikillar viðurkenningar, sem hæfur og óhlutdrægur dómstóll. Ráða þurfi bót á því, ef rökstudd gagnrýni gegn Haagdómstólnum sé fyrir hendi, svo og jafnvel að flytja dóm- stólinn, a. m. k. um tíma á hverju ári til aðsetursstaðar Sameinuðu þjóðanna, ef það, á- samt nauðsynlegum breyting- um á dómstólnum, mætti verða til þess, að hann væri notaður meira til lausnar á alþjóðlegum deilumálum en verið hefir til þessa. Drýn nauðsyn sé á því, að lög og réttur komi f stað vald- beitingar f samskiptum þjóð- anna á öllum sviðum, enda sé reynslan sú, að styrjaldir leysi engin vandamál, en skapi ótal ný, auk þess sé nú svo komið, að styrjöld megi undir engum kringumstæðum eiga sér stað, ef mannkynið eigi að lifa áfram á jörðinni. Enginn lögfræðingur muni mæla með því, að raun- vísindalegar tilraunir og fram- farir verði stöðvaðar, en ef mannkynið hafi ekki stjórn á raunvfsindunum, geti raunvís- indin útrýmt mannkyninu. Þátttakedur í ráðstefnum þessum eru allar þjóðir heims, án undantekningar, hvaða stjórnarform sem þær búa við Framh. á.bls 10 E

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.