Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 6
Fengu /slondsferi í söluverðlaun i dag er væntanlegur til landsins me5 flugvél frá italíu hópur 80 ftalskra sölumanna. Eru þeir komn- ir hingað í skemmtiferð, sem þeir fengu f verðlaun f sölukeppni hjá fyrirtæki því sem þeir vinna hjá, en þaíLer stórt þýzkt iðnaðarfyrir- tæki. Fyrirtæki þetta hefur oft áður efnt til slíkrar samkeppni og hefur verið farið til ýmissa landa, en þetta er f fyrsta skipti sem Island verður fyrir valinu. ftalirnir eru væntanlegir til lands ins síðdegis í dag og mun þá verða fyrir þá síðdegisboð á Hótel Sögu, og snæða þeir þar sfðan kvöldverð. Þeir munu búa á Hótel Sögu meðan þeir dveljast hér. Á morgun, miðvikudag og fimmtu dag ferðast þeir um Iandið, fara m.a. að Gullfossi og Geysi ,til Komungar stúlkur, eflaust með sínar fyrstu tunnur, leggja hönd á plóginn. Kýrsuvfkur og upp f Borgarfjörð. Þeir fara aftur utan á föstudag. Byggag orlofsheimilis verkalýisfélaganna hafin Hafnar eru framkvæmdir við orlofsheimili verkalýðsfélag- anna, sem áformað er að rfsi í landi Alþýðusambandsins undir Reykjafjalli og stakk forseti Alþýðusambandsiins fyrstu skóflustunguna að grunni fyrsta sumarhússins s.l. laugardag. Hér er um að ræða orlofs- heimilishverfi og er það þannig hugsað að f landinu rtsi aðal- bygging, vandað, fburðaria'ust nýtízkuhótel, en í nágrenni þess verði byggð um 30 smá- hýsj og séu þau eign einstakra vérkalýðsfélaga. Hvert smáhýsi er 39 ferm. að grunnfleti og er þar fyrirkomið stofu, þremur svefnklefum, e!d- húskrók, anddyri, salérni, fata- skáp og áhaldaskáp. Er við það miðað að fbúarnir geti sjálfir ráðið því af hve miklu leyti þeir notfæri sér þjónustu frá aðal- stofnuninni. Skipulagning svæðisins gerir ráð fyrir því að byggð verði lít- il sundlaug og ennfremur knatt- leiksvellir og bílastæði. — Ætl- að er að í þessum orlofsheim ilum geti 200 til 250 notið hvíld ar í sumarleyfinu samtímis. Rikisstjórnin hefur þegar veitt af fjárlögum milli 4 og 5 milljónir króna til orlofsheimil- Erlendir skúgrækt armenn tilíslands Á fimmtudagskvöldið kemur er væntanlegur til Reykjavíkur yfir- maður skógræktarmála Vestur- Þýzkaiands, W. Mann ráðuneytis- stjóra. Mann mun dvclja hér hálfa aðra viku og ferðast um iandið. W. Mann dvelur hérlendis að nokkru leyti á vegum Skógræktar ríkisins og munu íslenzkir skóg- ræktarmenn ferðast með honum um landið og kynna honum m. a. skógræktaraðstæður. í sambandi við komu hins þýzka ráðuneytisstjóra má geta þess að góð samskipti hafa verið meðal vestur-þýzkra og i'lenzkra skóg- ræktarmála á undanförnum árum og hafa Þjóðverjarnir m. a. boðið þrem íslenzkum skógfræðingum og skógræktarmönnum heim, þeim Hákoni Bjarnasyni skógræktar- stjóra, Baldri Þorsteinssyni og Snorra Sigurðssyni. Þá eru Væntanlegir til landsins þrír kunnir skógræktarmenn frá Noregi f boði Skógræktar ríkisins. Þeir koma um miðjan júlfmánuð, dvelja hér í hálfan mánuð og ,;ferð- ast um landið. Koma þeirra' er í beinu fram- haldi af fyrri samskiptum Norð- manna og íslendinga í skógræktar- málum, en við Norðmenn hafa Is- lendingar haft nánari samvinnu í þeim efnum og lært meira af þeim en af nokkurri þjóð annarri. Sa/tað á Sigfufírði Arnbjöm Jóhannsson, fyrrverandi bóndi, við hverflsteininn, en ekkl veitir af að hafa kutana vel brýnda þegar að söltuninni kemur. í gær birti Vfsir fyrstu sölt- unarmyndirnar á þessu sumri og i dag birtir hann fleiri slíkar. Þykir okkur vel við eiga að birta söltunarmyndir, síidar- myndir, síldarsöltunarmyndir, sem allra, allra flestar þessa dagana. Allt snýst um þennan flsk, veiðamar og vinnsluna, allt landið um kring, og öll þau verðmæti sem þessu umstangi fylgja, verða aldrei f peningum talin. Undanfama daga hefur söltun arundirbúningur verið í fullum gangi, öll tæki hafa verið und- irbúin, „söltunarplönin" lagfærð og söltunarstúlkumar hafa streymt til staðanna albúnar til að vinna nótt sem nýtan dag. Sjaldan fæst þó nóg af vinnu- krafti og þegar mest gengur á, er hver „raftur á sjó dreginn“. Uppi er þá fótur og fit, ungir sem aldnir ieggja leið sfna á verkunarstöðvamar og Ieggja hönd á plóginn. Myndirnar hér á sfðunni eru frá Siglufirði. Skýra þær sig sjálfar enda dæmigerðar á sfna vfsu. V í SIR . Miðvikudagur 3. júlf 1963. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.