Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mlðvikudagur 3. júlí 1963. 9 Gunnar Thoroddsen fjúrmálaráðherra: Þjóðaratkvæði Gunnar Thoroddsen. Hið sögulega þjóðaratkvæði í Danmörku. 25. júní fór fram þjóðarat- kvæðagreiðsla í Danmörku um fjögur lagafrumvörp, sem þjóð- þingið hafði samþykkt. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar vöktu athygli víða um lönd. Þjóðin felldi frumvörpin öll i með miklum meiri hluta at- ! kvæða. Atkvæðagreiðslan og ' úrslitin leiða hugann að þjóð- aratkvæðagreiðslum um þjóð- mál, einkum um löggjafaratriði. Munur á þingkosningum og þjóðaratkvæði. Þingkosningar fara fram reglulega á fjögurra ára fresti hér á landi, eða innan þess tlma, ef þing er rofið. Við þing- kosningar eru kosnir alþingis- menn til næsta kjörtímabils. Þótt kosið sé þar bæði um menn og málefni, er ekki skor- ið beinlínis úr því með þing- kosningum, hvort tiltekið frum- varp skuli verða að lögum eða ekki. Öðru máli gegnir unf þjóðar- atkvæði. Þá eru ekki þingmenn kosnir, heldur segir kjósandinn já eða nei við þvf, hvort hann vill, að það eða þau lagafrum- vörp, sem um er spurt, skuli taka gildi eða ekki. Þjóðaratkvæði á íslandi. Stundum er ákveðið í stjórn- arskrá, að mál skuli borið und- ir þjóðaratkvæði, áður en það öðlist gildi. Svo var til dæmis um uppsögn sambandslaganna og stofnun lýðveldis á Islandi 1944. I stjórnarskránni er ákveðið, að samþykki Al- þingi breytingu á kirkjuskipan- inni, skuli það borið undir at- kvæði allra kosningabæra manna. Sama gildir, ef forseti Islands synjar lögum frá Al- þingi staðfestingar. Að öðru leyti en þessu mælir stjórnarskrá íslands ekki fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur En stundum hefur Alþingi ákveðið að leita álits kjósenda um til- tekin mál, t. d. 1908 um bann- lögin og 1933 um afnám þeirra. Þá hefur þjóðaratkvæðið verið ráðgefandi, en ekki bindandi fyr ir löggjafann. Sviss í fararbroddi. Nokkur lönd nota þjóð- aratkvæði í sambandi við lagasetningu.Eru þjóðaratkvæða greiðslurnar og þýðing þeirra með margvíslegum hætti. Stund um eru lagafrumvörp, sem þjóð- þingið hefur samþykkt, borið undjr þjóðina til samþ. eða synj unar, og eru úrslit þeirrar at- kvæðagreiðslu bindandi. Stund- um er niðurstaðan aðeins til leiðbeiningar. Enn er það til, að með þjóðaratkvæði sé skorað á þingið að setja Iög um málefni, og er það þá viss fjöldi kjós- enda, sem á frumkvæði að at- kvæðagreiðslunni. Svissland stendur í farar- broddi um notkun þjóðarat- kvæðis og hefur lengi gert, enda er lýðræði óvíða eldra og rótfastara en þar. Mörg önnur lönd hafa einnig tekið upp I stjórnarlög sín ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Danska stjórnar- skráin 1953. Þegar Danir settu sér nýja stjórnarskrá 1953, tóku þeir upp hugmyndina um þjóðar- atkvæði um ýmsa mála- flokka, ef krafa kemur fram frá tilteknum fjölda þing- manna. Forsætisráðherra Dana var þá Erik Eriksen, og hafði hann forustu um setningu hinnar nýju stjórnarskrár. Hann beitti sér nú, ásamt Poul Sörensen, fyrrum félagsmála- ráðherra, fyrir þjóðaratkvæða- greiðslunni um landeignafrum- vörpin fjögur, og unnu þeir fé.Iagar frægan sigur. í ávarpi til danskra kjósenda, er úrslit- in voru kunn, lagði Eriksen á- herzlu á tvennt: 1) að felld hafi verið frum- vörp, sem fólu I sér alvarleg aukjn ríkisafskipti, og frjáls- lyndir menn því hlotið að snú- ast á móti. 2) að úrslitin hafi verið 6- tvíræður sigur fyrir hugmyndina um þjóðaratkvæði. Fólkið verður virkari þátttakandi í þjóðmála- starfinu. Allt frá því, er umræður hóf- ust um allsherjarendurskoðun stjórnarskrár íslands fyrir 20 ár- um, hef ég verið þeirrar skoð- unar að Islendingar ættu að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem lið í löggjöfinni. Þarf að búa þar vel um hnúta, ákveða skýrt, hvaða málaflokkar komi til greina og hve marga þingmenn eða '.jósendur þurfi til þess að krefjast þjóðaratkvæðis. Með þeim hætti fæst oft skorið úr um afstöðu þjóðarinnar I til- teknum umdeildum málum. Og fólkið verður virkari þátttak- andi f þjóðmálastarfinu. Kunnur háskóla- j rektor í heimsókn I Dr. Watson A. Kirkconnell háskólarektor, sem er í þann veginn að koma hingað I stutta heimsókn, til þess að halda hér stuttan fyrirlestur í boði Há- skóla íslands, er mikill aufúsu- gestur. I tilkynningu um komu hans segir, að hann sé vel kunnur hér á landi fyrir merkar þýð- ingar sfnar á íslenzkum ljóðum, nafntogaður fræðimaður og skólamaður í heimalandi sínu (Kanada), en því mætti við bæta, að þessi ágæti fræðimað- ur, sem nú hefur f 16 ár verið rektor Arcadia-háskóla í Nova Scotia (Nýja-Skotlandi), Kan- ada, ætti að vera miklu betur kunnur Islendingum en hann er, fyrir þýðingar sínar og kynn ingu á íslenzkri menningu. Fyrir rúmum þremur áratug- um varð nafn hans kunnugt þjóðinni, þvf að þá var talsvert um hann og þýðingar hans skrif að, en um langt skeið hefur ver ið hljótt um nafn hans hér, og virðist því ekki úr vegi að rifja upp nokkuð af þvf, sem um hann var sagt kringum 1930. Ég, sem þessar línur rita, var einn þeirra, sém átti dálítinn þátt í að kynna verk þessa merka og stórgáfaða manns á þeim tíma, sagði um hann f þessu blaði: Kirkconnell prófessor er fædd ur í Port Hope, Ontario, árið 1895, af írskum ættum. Mennt- un hlaut hann í Queens Univer- sity, Kingston (Ontario), og Lin coln College f Oxford (Eng- landi). Sýndi hann framúrskar- andi námshæfileika og var sæmdur heiðurspeningi úr gulli fyrir þekkingu sína í klassiskum greinum. Enskuprófessor við Wesley College varð Kirkcon- nell 1925. Hann er heiðursfélagi í ýmsum vísindafélögum og bókmenntafélögum. Þótt hann sé enn ungur maður, liggja þeg- ar eftir hann merkar bækur: International Aspects of Unem- ployment (1923), European EI- egies (1928), The European Heritage (1929) og The North American Book of Scandinavian Verse (1930). European Elegies er safn Ijóða, 100 talsins, og eru þau þýdd úr fimmtfu málum og mállýzkum. Hlaut Kirkconnell maklegt lof fyrir það verk, enda verður ekki um það deilt, að auk undraverðrar málaþekking- ar, hefur hann til að bera mikla smekkvfsi og frábæra hæfileika til að þýða ljóð ... Út af ástvinamissi, sem hanh tók mjög nærri sér, fór hann að starfa að þýðingum á kvæð- um þeim, sem birt voru f European Elegies. I þessu safni var þýðing á kvæðinu „Hvar eru fuglar“ (Stgr. Th.) og tveim ur erindum eftir Hallgrím Pét- ursson. Eftir þetta fór Kirkconnell prófessor að leggja enn meiri stund á að kynnast íslenzkri ljóðagerð og fékk við þau kynni svo miklar mætur á íslenzkum □ □ □ ljóðskáldum, að hann tók sér g fyrir hendur að þýða ljóð þeirra, § f þeim tilgangi að gefa safnið út ° í bókarformi, til þess að kynna □ enskumælandi þjóðum Ijóðagerð q íslendinga. Safn þetta er „The □ North American Book of Scand q inavian Verse". Lagði prófessor- Q inn mikið að sér til þess að § koma bókinni út í vor (1930) — Q fyrir Alþingishátíðina. Þvf að bókin er hátfðargjöf, g og er sú trúa mín, að fá muni p hátíðargjöfin gagnlegri, virðu- g legri, betri og af einlægarl hug □ gefin en þessi gjöf hins einlæga g Islandsvinar og lotningarfulla a aðdáanda íslenzkra bókmennta. Q Segir prófessorinn svo um þessa □ bók sína f bréfi til vinar sfns g hér: My first concem is that □ my little tribute of admiration g to Iceland may not be lacking □ at the fitting time. Kirkconnell prófessor hefur, □ auk þess starfs, sem að framan ° £etur, samið fjölda ritgerða □ Éögulegs efnis og bókmennta- § legs efnis (aðallega comparative □ literature), um hagfræðileg efni, § jarðfræði, grasafræði o. fl. og □ má af því marka hve fjölhæfur q hann er ... Bók sína, The North Ameri- □ can Book of Scandinavian Verse □ tileinkaði hann íslandi og íslend □ ingum með nokkrum ljóðlfnum, □ sem birtar eru fremst f bókinni. □ Höfundurinn færðist mikið í ° fang með þessari útgáfu sinni: □ Að kynna enskumælandi þjóð- g Framh. á bls. 13 □ Áfíræð í dag: Sigríður Benedikts- dóttir frá ísafirði Afmælisbarnið sem nú býr á Elliheimilinu Grund — þessi ein- staka heiðursmanneskja og trúaða kona — er Dalamaður að uppruna, fædd að Hvoli í Saurbæ, 3. júlí 1883. Ung og fögur stúlka hélt Sigríður til ísafjarðar þar sem húnbjólengst af og mun þar hafa lifað bæði sín- ar sælustu og sárustu stundir. Á lsafirði giftist Sigríður fyrri manni sfnum, Guðjóni Guðbrandssyni verkamanni og ól upp kæra fóstur dóttur, Guðnýju Knudsen, sem hún helgaði að miklu leyti líf og starf um lengri tfma. Þar vestra missti hún mann sinn. Seinna missti hún einnig fósturdótturina uppkomna, gifta konu. Á Isafirði hlaut Sigríður þá raunabót að kynnast og gefast sfðari manni sínum, Gunnlaugi Torfasyni, hinum ágætasta manni, sem hún unni hugástum, og þau hvort öðru. En hamingjusamt hjóna band þeirra stóð ekki lengi. Eftir aðeins fárra ára búskap missti hún Gunnlaug sviplega og óvænt. Hann varð bráðkvaddur á jóladags- morgunn 1937. Má geta nærri um Ifðan Sigríðar um það bil, sem aðr ir héldu glaðir til tíða. Hún mun þó einnig hafa haldið til sinna, í öruggu guðstrausti og óbifanlegri vissu um endurfundi og sárabætur. Okkur hjónum fæddist sonur nokkr um árum síðar, og ber hann nefn Gunnlaugs heitins. Honum hefir Sigríður jafnan sýnt ást, umhyggju og órofa tryggð, sem við öll erum þakklát fyrir og metum mikils. Jæja, Sigríður mín! Ég vendi nú kvæði mínu í kross og ávarpa þig nokkrum orðum í tilefni af merkis afmælinu þfnu. Mér er kunnugt um margar sorgarstundir f lífi þfnu, sem þú barst ein með þeirri festu og virðuleik, sem þeim einum er gefin, en treysta Drottni sínum. Þótt lengst af væri það svo, að f húsakynnum þfnum væri hvorki hátt til lofts eða ýkja vftt til veggja, og þú byggir oft við fátækt, var það löngum hlutskipti þitt og aðall að vera heldur veitandi en þiggjandi, hugga aðra f hörmum og veita þeim styrk af þínum styrk. Þannig hefir þú jafnan vegið björg annarra „á þinn veika arm“ — og staðið sjálf styrkari eftir. Og „þú vissir ei hik né efa“. Um þetta má ég vel bera vitni, þvf sjálfur hefi ég oftar en einu sinni notið þess trúar- og lífsviðhorfs þíns, sem Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.