Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Miðvikudagur 3. júlí 1963. 3 jjjjijHÍifS! • <> 'J . §1 &• 1 firði, kastaði 58.83, en fyrir stuttu hafði hann aðeins æft 3 eða 4 sinnum í sumar. Hvað hefði hann kastað EF hanr. hefði æft? Kjartan Guðjónsson kastaði 57.46. Stigin: DANIR 8 (89) — ÍS- LAND 3 (50). •Ar 3000 metra hindrunarhlaupiO færði líf í tuskurnar á áhorfenda- pöllunum, sem báru nú mun færri en fyrra kvöldið, enda var fólk ekki mjög spennt eftir ófarirnar kvöldið áður. Kristleifur hljóp mjög skemmtilega, hélt sig í hópi Dananna tveggja þar til um 300 metrar \fc>ru eftir að hann kvaddi þá og hljóp léttum, öruggum skref- um siðasta spölinn og óðum togn- aði sundur með honum og Tofte- gaard, sem kom á óvart með því að sigra landa sinn Petersen, sem er methafi f greininni. Tími Krist- leifs var 9.08.8. — Toftegaards 9.12.8, sem er hans bezta afrek í ár — Petersen hljóp á 9.19.9 og Agnar Leví rak lestina á 9.40.6. Stigin: DANIR 5 (94) — ÍS- LAND 6 (56). ★ 400 metra grindahlaupið fór tals- vert á annan veg en reiknað hafði verið með, — ísland náði öðru sætinu, þegar Helgi Hólm kom skjögrandi og algjörlega útblásinn í markið nokkrum metrum á undan Hans Henrik Sand, sem sótti óðum á. Preben Kristensen fyrirliði Dana á leikvelli vann þarna öruggan sigur á 55 sek. sléttum, — Helgi á sínum bezta tíma 57.9, sem hann á örugglega eftir að bæta — þriðji San á 58.5 og Sigurður Lárusson siðastur á 60.6 sek. Þarna kom Hinn þindariausi Thögersen. Helgi þægilega á óvart með hörku sinni. Stigin: DANIR 7 (101) — ÍS- LAND 4 (60). •k Sentimetrastríð var í þrístökk- inu, en Danir unnu fyrstu tvö sæt- in. Bödtger með 14.60, Petersen með 13.93. íslendingarnir fengu nokkru lakari árangur: Ingvar Þor- valdsson með 13.70 og Bjarni Ein- arsson 13.57. Ingvar kom inn sem varamaður fyrir Jón Þ. Ólafsson, sem hafði öðrum hnöppum að hneppa, var sem sé í hástökkinu. Stigin: DANIR 8 (109) — ÍS- LAND 3 (63). ★ Sleggjukastið var rammdönsk grein, sem fór illilega í taugarnar á knattspyrnuáhugamönnum, sem leizt illa á þegar hin þunga sleggja tætti upp völlinn. Hinn vlkinglegi Orla Bang kastaði langlengst 56:08, en hann hefur sjáifur kastað tæpa 59 metra og er mjög snjall kastari. Poul Toft kastaði 52,81, en Þórður B. Sigurðsson veitti ekki Hindrunarhlaup Kristleifs hressti áhorfendur upp eftir heidur drungaieg úrslit 1 mörgum greinum. Kristleifur var í endasprettinum, það tognaði sundur með honum og Dönunum tveim og þetta má gjöria lesa í andlitum áhorfenda, ef þau eru skoðuð nánar, Meðal þeirra, sem klappa Kristleifi lof í lófa er Helgi Sæmundsson formaður Menntamálaráðs, hægra megin við miðbik myndarinnar. keppni, kastaði 50.87 en Guðjónsson átti bezt 44.62. Stigin: DANIR 8 (117) - LAND 3 (66). Bigir ★ Hástökkið stóð yfir lengi kvölds og var allskemmtileg grein. „Við gerum okkur vonir um danskt met f hástökkinu f kvöld“, sögðu Dan- ir. Þetta rættist þó ekki. Eftir að Sigurður Ingólfsson og Papsöe féllu úr stukku Jón og Breum fyrst 1.95 og síðan 2 metra, Jón í bæði skiptin léttilega f fyrstu til- raun, en Breum í annarri. Þegar hækkað var í 2.02, — mettilraun fyrir hinn 17 ára Sven Breum, en danska metið á Ole Papsöe og er 2.01 sett í fyrra. Breum felldi í öll- um tilraunum sínum en Jón flaug yfir í fyrstu tilraun sinni. Jón reyndi við 2.06, en mistókst, var hræddur við hæðina, en hefur ör- ugglega getu til að stökkva þessa hæð. Kalt var orðið þegar þeir Jón og Breum gerðu mettilraunir sínar og hafði það að vonum slæm áhrif. Papsöe, sem varð 3. stökk 1.90 en Sigurður Ingólfsson 1.80. Stigin: DANIR 5 (122) — ÍS- LAND 6 (72). 10.000 metra hlaupið var hrein sýning Dananna Tögersens og Andersens. Þau mistök urðu þó að hringirnir í hlaupinu rugluðust þannig að úr varð hálfgerð „hringavitleysa". HIupu hlaupar- arnir einum hring of lítið og var tími þeirra því „grunsamlega" góð- ur, Tögersen 35 sek. undir danska metinu og Andersen talsvert undir meti einnig, en varamaður fslenzka liðsins, Halldór Jóhannesson var á 10 sek. lakari tíma en metið. Hann hljóp mjög vel og kom léttur og leikandi í mark og hefði örugg- lega getað náð mun betri tíma, en þorði ekki að hlaupa á hraðara „tempói“ enda hefur hann ekki hlaupið þessa vegalengd fyrr. Tím- arnir f þessu 9600 metra hlaupi: Tögersen 29.10.4 — Andersen 29.14.8 — Halldór Jóhannesson 31.47.6 og Jón Guðlaugsson 36.09.0. Stlgin DANIR 8 (130) — IS- LAND 3 (75). ■Ar Nú var aðeins eftir 4X400 betra boðhlaup, enn ein rassskell- ^ Framh. á bls. 5. Hindrunarhlaupið — íslenzkur sigur í uppbyggingu. Kristleifur ieyfir Dönunum tveimur að hafa for- ystuna um miðbik hlaupsins. Agnar fyigir enn eftir. Það er Bjame Petersen, sem Ieiðir en Toft- gaard er annar. Hlutdrægni dóm. veg fyrír Handknattleikslið Víkings, sem verið hefur á keppnisferða lagi í Tékkóslóvakíu að undan förnu er nú komið til Þýzka- lands og mun keppa í Frankfurt, Koblenz og Wiesbaden áður en haldið verður heim. Víkingar hafa enn ekki unnið sigur, en eitt jafntefli hafa þeir fengið, 1/1-1vegn Telnic, 7. bezta liði Tékka. Á fimmtudaginn léku Víking- ar við Subric en hitinn var bug- andi og hafði slæm áhrif á bæði liðin, — ekki sízt íslendingana, sem töpuðu með 25:17. Subric er mjög sterkt lið og tapaði f vetur með aðeins einu«marki á heimavellj sínum fyrir Dukla. en með þrem mörkum á heima- velli Dukla í Prag. Á Iaugardag átti að leika við ■Dukla Prag, hið stolta hand- knattleikslið Tékka, — eitt bezta handknattleikslið Tékka, en svo illa tókst til að vegna misskilnings var búið að gefa leikmönnum sumarfrí svo ekki varð af leik vlð Dukla, en í stað hess var leikið við Gottwaldov og lyktaði þeim leik með sigri Gottwaldov 17:12 (12:8). Hitinn Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.