Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Miðvikudagur 3. júli 1963. Krlstleifur og Benedikt Jakobsson — Myndin er tekin af þeim eftir hindrunarhlauplQ frækilega, auk þess að vera landsliðsþjálfari er Bene- dikt þjálfari Kristleifs og hefur verið síðan Kristleifur hóf hlaupaferil sinn fyrir 8 árum. ///y/m 1 1 pl 0= rö i ru 1 1 u /////////// i i w//////// Danir unnu fyrsta sigur sinn í frjálsíþróttalands- keppni yfir íslandi í gær- kvöldi í nöpru veðri í Laug ardal. Lokatalan var 135: 77, 58 stiga munur, sem nær étur upp forskotið sem landslið undanfarinna ára hafa safnað saman. „Við eigum samt eftir „innstæðu“ með 11 stig- um“, sagði Guðmundur Lárusson fyrrum 400 metra hlaupari, sem Danir þekktu betur á baksvipn- um, enda varð hann þeim oftast snjallari eins og svo margir af eldri mönnum okkar í frjálsíþróttum. Að- eins 2 sigrar sigldu í okkar skaut í gærkvöldi eins og í fyrrakvöld, Jón Þ. Ólafs son í hástökki með 2.02, og „sætur sigur“ Kristleifs Guðbjörnssonar í 3000 metra hindrunarhlaupi, sem hleypti landskeppnis- stemingu í áhorfendur meðan það fór fram. Danir unnu 10 af 20 greinum með tvöföldum sigri og bæði boðhlaupin voru danskar greinar. Enginn sigur varð tvöfaldur hjá íslandi. ís- land vann sigur í 4 grein- um stangarstökki, lang- stökki, 3000 m hindrunar- hlaupi og hástökki. -k 200 metrarnir færðu tvöfaldan sigur dönskum. Mayer og Jensen komu rólegir í mark vel á undan hinum ungum ungu hlaupurum okkar Ólafi Guðmundssyni og Skafta Þorgrimssyni. Timarnir voru slakir: Mayer 23.0, Jensen 23.2, Skafti 23.6, Ólafur 24.0 — Valbjörn Þorláksson meiddist i grindahlaupinu daginn áður og var ekki með. Stigin eftir 200 metrana: DANIR 8 (73) — ÍSLAND 3 (44). ★ 800 metra hlaupið var sömu- leiðis tvöfalt fyrir Dani. Kristján Mikaelsson, sem kom þriðji í mark eftir vonlausa baráttu náði þó bezta tíma sínum, 1.58.9 þrátt fyrir að hann var hálflasinn og illa fyrir kallaður, en hann lá rúmfastur i fyrrakvöld og gat ekki tekið þátt í 400 metra hlaupinu eins og kunnugt er. Listamálarinn ungi Jörgen Dam vann sigur í þessu hlaupi í skemmtilegri baráttu við landa sinn Knud Erik Nielsen. Tím- ar þeirra voru 1.55.2 og 1.55.5. Valur Guðmundsson fékk tímann 2.04.1. Stigin: DANIR 8 (81) —• ÍS- LAND 3 (47). ★ Spjótkast var frá byrjun til enda dönsk grein. Spjótið flaug hátt og yel hjá Dönunum báðum en skorti kraftinn. Claus Gad varð fyrstur með 65.56 en Jochumsen var með 64.23. Kristján Stefánsson, handknattleiksstjarna úr Hafnar- ™ S8 sflgp munnr á liðunum er Dunmörk vnnn sinn fyrstu sigur í Innds- keppni gegn Islnndi í frjnlsum íþróttum s : /.s s Tímaverðir bera saman tíma sína £ Laugardal í gær. Það er Jóhann Bernhard, yfirtímavörður, sem er á miðri myndinni, en við borðið situr Gúðrún Svava Svavarsdóttir, hlaupritarl. Fyrir aftan hana er efnileg KR stúlka Halldóra Helgadóttir, sem starfaði við keppnina. Dönsku þrístökkvararnir Bödker og Petersen brosa að loknum tvöföldum sigri í sinni grein. Eftir þann sigur hefðu Danir eins getað gefið þær greinar sem eftir voru og unnið örugglega samt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.