Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 7
7 V í S IR . Miðvikudagur 3. júlí 1963. ★ Þegar sænski ofurst- inn Stig Wennerström var handtekinn fyrir skömmu ásakaður um njósnir fyrir Sovétríkin s. 1. 15 ár, hafði hann í tvö ár íSamfleytt verið hundeltur af sænsk-rúss neskum lögregluþjóni á vegum öryggisþjónustu Svíþjóðar. Á sama tíma hafði Wennerström aðgang að hernaðarleyndarmál- um Svíþjóðar sem starfs maður afvopnunarnefnd ar Svíþjóðar og fyrrver- andi meðlimur sænsku herstjómarinnar. Hvernig stóð á því að maður, grunaður um njósnir, hafði nánast frjálsan aðgang að hern- aðarleyndarmálum Sví- þjóðar? Cænski landvarnarráðherrann Sven Andersen segir þetta hafa verið gildru sem lögð hafi verið fyrir Wennerström — og hann hafi fallið endilangur í hana. Svíar eru ekki á eitt sátt- ir um þessa meðferð málsins hjá landvarnarráðherranum. Sú spurning hefur vaknað hvort Wennerström hafi á þessu tíma- bili tekizt að afla Sovétríkjun- ; IfiiB 'fíxMih araðgerðanna, en það er talið muni kosta sænska ríkið hundr- uðir milljóna króna. Rannsókn málsins er nú hrað- að eins og unnt er til að sér- fræðingar hersins geti sem fyrst fengið tækifæri til að gera sér grein fyrir þeim skaða sem njósnir Wennerström hafa valdið. Auk þess bíða ríkis- stjórnir NATO-landanna eftir að fá tilkynningu um hvað hann lét Sovétríkjunum í té af upplýs- ingum um sérstakar eða sam- eiginlegar varnir þeirra, en Sví- um hafði verið fengið í hendur sitt af hverju sem mikla þýð- ingu hefur haft. Um það sem i ljós hefur komið vill lögreglan lítið segja. Hún hefur þó viður- M ■■ Ákærandinn. kennt að rannsóknin gangi mis- jafnlega vel vegna þess að Wennerström hafi reynt að Ijúga í yfirheyrslum. Á meðan ekki berast frekari fréttir frá Iögreglunni verður rnálið tals- vert brotakennt. lívenær og hvers végna tók Stig Wennerström upp á því að selja hernaðarleyndarmál sænslca ríkisins í hendur Sovét- Síðar starfaði hann einnig í sendiráðinu í Washington. Sem hermálaráðgjafi hafði hann frjálsan aðgang að leyndar- skjölum sendiráðanna og gat þegar honum þóknaðist látið senda sér leyniskjöl eða upp- Iýsingar í stjómarpósti frá Stokkhólmi. Meðan hann starf- aði í sendiráðunum bjó hann og lifði eins hver annar starfs- maður. Hann fór í ferðalög, átti sín tómstundaáhugamál, t. d. Ijósmyndun, en hún kom honum einnig að góðu gagni f lögmæt- um störfum hans. Ekkert bendir til að Wennerström hafi þurft á óeðlilega miklu fé að halda. Það virðist meira að segja úti- Iokað að hann hafi verið knúinn til njósna vegna spilaskulda eða fjárkúgunar. Meira að segja er margt sem bendir til að hann hafi sjálfur gengið til Rússa og boðið þeim leyn'darskjöl. Er haft eftir Wennerström í óstað- festum fregnum að hann hafi tekið upp á njósnum til að geta lifað þægilegra lífi, en opinber laun hans gerðu honum kleift. Vitað er að hann hafði mikið umleikis eftir að hann flutti til Svíþjóðar aftur og settist að í Stokkhólmi. Hann hefur búið þar ásamt eiginkonu sinni, í einkavillu, stundað samkvæmis- lífið af ákefð og augljósri á- nægju. Konur sóttust eftir fé- lagsskap hans, enda var hann talinn glæsilegur með afbrigð- um. Samstarfsmenn hafa borið honum sæmilegt orð sem vin-j gjarnlegum en misjafnlega dug- miklum manni. Ctörf Wennerström í Stokk-i ^ hólmi voru talsvert þýð-j ingarmikil þar sem hann til-j heyrði stofnun i sænska hem- um, sem fjallaði um öll hern- aðarleyndarmál Svíþjóðar. Hann hafði í þessari lykilaðstöðH rhö'guleika til að afla allra þeirraj uppíýsinga sem Sovétríkin báðul hann um. í fégræðgi sinni gerði hann meira, hann bókstaflega Njósnarinn Stig Wennerström. jós í Rússana öllum þeim upp- lýsingum sem hann hafði undir höndum í von um að fá ríflegar aukaþóknanir. Hversu mikið hann fékk alls hefur ekki verið látið uppi, en nærri má geta að honum hafi verið betur borgað en flestum eða öllum njósnur- um sem Rújssar hafa á að skipa í Svíþjóð. Svo þýðingarmiklar hljóta upplýsingar hans að hafa verið. Opinberlega hefur ekkert verið sagt um hverjar þessar upplýsingar hafi verið, enda um ríkisleyndarmál að ræða, en heldur hefur ekki verið sagt hvort þar hafi verið um allra þýðingarmestu leyndarmál Svía að ræða, sem sé sérstaka varn- aráætlun frá 1960. Ef Wenner- ström hefur tekizt að afla Rúss- um einhverra upplýsinga úr þeirri áætlun, má gera ráð fyrir að það geti haft í för með sér endurskipulagningu áætlunar- innar, sem muni kosta sænska ríkið hundruð milljóna sænskra króna. JJvenær varð sænska öryggis- lögreglan vör við starfsemi Wennerström? Árið 1951 komst upp um.njósnir sænsks manns í þágu Sovétríkjanna. Sú upp- ljóstrun leiddi í ljós að njósnir um uppiýsinga um leyndustu varnaráætlanir hersins. Hafi sú raunin orðið á getur það haft í för með sér óhjákvæmilega endurskipulagningu meginvarn- ríkjunum? Um það hefur ekkert verið fullyrt. Á árunum eftir 1940 var Wennerström hermálafulltrúi sænska sendiráðsins í Moskvu. Stig Wennerström t. v. og rússnesk hermálanefnd við komu hennar til Sviþjóðar fyrir fáum árum. væru stundaðar af háttsettum aðilum innan sænska hersins. Öryggislögreglan grunaði engan sérstakan. en hóf þegar athug- anir sem leiddu til yfirheyrslna, en þær leiddu ekkert í ljós. Svo virðist sem Wennerström hafi aldrei verið sérstaklega grunaður þar til fyrir nokkrum mánuðum síðan, en það verður ekki fullyrt með vissu. Eins og aðrir sem höfðu aðgang að leyndarskjölum Svía var Wenn- erström grunaður. ^jjrið 1961 var hann búinn að ná fullum starfsaldri í sænska hernum og lét því af störfum sínum og . þáði eftir- laun, Jafnframt fór hann þess á leit', eins og títt var um menn í hans stöðu, að honum yrðu fengin einhver verkefni til að vinna að meðan hann teldist hæfur og nýtur og treysti sér sjálfur til starfa. Öryggislög- reglan tjáði landavarnaráðherr- anum að Wennerström iægi undir grun, um njósnir. Urðu menn ásáttir um að rétt væri að koma honum fyrir f „mein- lausri stöðu" I afvopnunarnefnd sænska utanríkisráðuneytisins. Það útilokaði þó ekki að Wennerström hefði aðgang að J ýmsum mjög þýðingarmiklum skjölum, enda notfærði hann sér það óspart og fékk jafnvel að fara með þau heim til sín. Landvarnarráðherrann sænski segir að þetta hafi verið leyft til þess að öryggis- lögreglan fengi áfram tækifæri til að fullvissa sig um sekt eða sakleysi Wennerström. Það lít- Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.