Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 1
VISIR 83. árg. — Miðvikudagur 1963. — 149 tbl. GÓÐ SÖL TUNARSÍLD I BERST NÚ AÐ LANDI Á Raufarhöfn er nú salt- eru allir sem vettlingi mál og tunnur og fór sá að af fullum krafti og geta valdið á staðnum afli allur í söltun. Veður j Ákvörðun bíður enn — segir ÞÓRUNN komnir í söltunina. Var saltað fram á nótt í gær og aftur í morgun. Barst mjög góð síld til Raufar hafnar og reyndar ann- ars staðar í land, í gær, síld sem veiddist norð- austur af Raufarhöfn. Veiddust þar 13—14 þús. er gott og útlitið einnig, þannig að mjög er að lifna yfir mönnum nyrðra. Síðastliðinn sólarhring fengu 40 skip um 21 þús. mál og tunnur og veiddist sú síld bæði á fyrrnefndu svæði og einnig í Reyðarfjarðardjúpi. Var farið með síldina til Raufarhafnar, Húsavíkur, Clafsfjarðar og eitt Framh. á bls. 5 í Moskvu eins og skýrt var frá í blöðum í morgun. Pórunn svaraði því til að því hefðl verið lýst yfir fyrir nokkrum dögum að svo gæti farið, hjns vegar væri ekki búið að lýsa yfir endanlegum ákvörð unum þeirra hjóna, þar sem þau ættu eftir að hugsa málið, og myndu ekki taka ákvörðun fyrr en eftir nokkra daga. Þau hefðu talað um að skýra frá fyrirætlunum sín- um á morgun eða föstudag, en það gæti dregizt. Móttökurnar voru frábærar Snorri Gunnarsson afhendir Geir Hallgrímssyni borgarstjóra kveðjur frá Vancouver. Hjá þeim standa Gunnþór Hinriksson og Jón Sigurðsson. V7’ísir spurði Þórunni og Asken- azy að þvi í morgun hvort þau hefðu ákveðið að setjast að — segja foringjar Vestur - íslendinga Við dáumst að þvl sem er að gerast í Reykjavík, þeirri miklu uppbyggingu, sem á sér stað í borginni. Hér er meiri hreyfing í 70 þúsund manna borg en í Vanvouver, sem telur hálfa mill- jón íbúa, sagði Jón Sigurðsson, ræðismaður íslands i Vancouver við fréttamann Visis í morgun, er þeir hittust á skrifstofu borg- arstjórans í Reykjavík, Geirs Hallgrímssonar. Þar voru staddir þrír Vestur- íslendingar, Jón Sigurðsson og Gunnþór Hinriksson ásamt Snorra Gunnarssyni, fararstjóra 110 Vestur-íslendinga frá Kyrra hafsströnd, sem var þar til að afhenda borgarstjóranum kveðj- ur Franck Fredriksson, sem hér á landi er þekktur sem flugmað- ur og fyrrv. fyrirl. íshockeyliðs Kanada, en Franck var settur borgarstjóri Vancouver, þegar Vestur-íslendingarnir héldu hing Fimm drukknir Lögreglan í Reykjavík tók síð- astliðna nótt 5 ölvaða ökumenn við stýrið. Eins og Vísir hefur áður skýrt frá hefur mjög mikið borið á ölv- un við akstur að undanförnu, en langmest um helgar eða undir vikulokin. Hins vegar er það.fátítt að svo margir séu teknir á einni nóttu í miðri viku sem sl. nótt. að í heimsóknina, sem nú er að ljúka. Fréttamaður Vísis spurði þá félaga hvernig þeir teldu ferð- ina hafa tekizt. Snorri svaraði: Ég hef verið 'beðinn um að koma á framfæri innilegustu þökkum fyrir mót- tökurnar. Þær hafa verið frá- bærar. Jón bætti við: Þær voru langt fram úr því sem við bjuggumst við. Fólk lagði mikið á sig til að gera þær sem beztar. Þeir félagar áttu ekki nægi- lega sterk orð til að lýsa ánægju sinni yfir framförum og ávinn- ingum Islendinga á undanförn- um árum, svo fréttamanni datt í hug að spyrja hvort þeim fyndist samt ekki eitthvað á- bótavant eða gallað, hvort þeir hefðu ekki séð eitthvað sem hefði mátt betur fara. Snorri svaraði strax: Við veittum því ekki athygli. Sé um eitthvað ábótavant að ræða hefur það alveg horfið í skuggann. — Gerið þið ráð fyrir annarri ferð á næsta ári? — Við höfum pantað flugvél fyrir næsta sumar, enda gerum við ráð fyrir að fleiri langi til að heimsækja Island eftir þetta. En þetta er óákveðið. Hins veg- ar veit ég að ferðaskrifstofurn- ar í Vancouver hafa nú allar upplýsingar um ísland og ferða- skrifstofan, sem skipulagði ferð okkar hefur undirbúið 8 ferðir til íslands næsta sumar. Meðal þeirra sem koma í þeim ferðum verða þrir Islendingar. Vestur-lslendingarnir frá Kyrrahafsströndinni halda utan á sunnudag. Hingað konia hjónin á föstudag og Askenazy heldur konsert á laugardag. Þar mun hann lejka tvær sónötur eftir Beethoven og fjórar ballöður eftir Chopin. — Ég ætla að taka son okkar með til íslands, mig Iangar til að amma hans sjái hann. — Hafið þér sótt um íslenzkan ríkisborgararétt? — Ég hef spurzt fyrir um hvort það væri mögul. að fá hann. Mér skilst maður verði að búa í land inu einhvern tíma, áður en það er hægt. En ég vil helzt fá ís- lenzkan ríkisborgararétt, sagði Þórunn ^ð lokum. Hækkandi markaösveri ásíldarlýsi En mikið selt fyrirfrom undir núverundi verði Verð á sildarlýsi hefur farið hækkandi á heimsmarkaðinum undanfarið og er nú 62 sterlings pund og 10 shillingar tonnið CIF, og er það mikill munur frá þvi á síldarvertíðinni í fyrra. Þá var lýsisverð óvenju lágt, fór lækkandi í allt fyrrasumar og komst niður í 29 pund s.l. haust. Má því segja að munurinn sé mikill frá þvi í fyrra, og þó er verðið enn eigi talið hátt, rétt sæmilegt. Það er þó verst að mikið af lýsisframleiðslu þessa árs er selt fyrirfram á lægra verði en nú er orðið, eða á 44—50 pund tonnið, en núverandi markaðs- verð er sem fyrr segir 62 pund og 10 shillingar. Það er venju- legt að selja lýsið fyrirfram, ef hægt er, en það getur alltaf komið illa út fyrir framleiðend- ur þegar markaðsverðið fer hækkandi, eins og verið hefur síðan í vetur. Þessar upplýsingar um lýsis- verðið hefur Vísir eftir Gunnari Petersen ,sem er þeim málum manna kunnugastur. Hann sagði aftur á móti um síldarmjölið, að það gengi illa að selja það, eink- um vegna mikils framboðs á þeirri vöru frá Perú og fleiri löndum. Viðskiptadeild utanrik- isráðuneytisins hefur I samráði við framleiðendur ákveðið lág- marksmjölverð til útflutnings, 14 shillinga og 9 pence á pró- teineiningu pr. kílógrömm. En það gengur mjög treglega að selja fyrir það verð og hefur svo til ekkert verið selt fyrir- fram af mjölframleiðslu þessa árs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.