Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 8
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrseti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. „Stöðvunarvaldið" Þrátt fyrir öll skrif Tímans um að úrslit kosning- anna hafi verið mikill sigur fyrir Framsóknarflokk- inn, leyna vonbrigðin sér ekki yfir því, að „stöðvun- arvaldið“, sem Framsókn bað um, náðist ekki. Hið mikla traust, sem þjóðin vottaði viðreisnarstjóminni, sýnir að meiri hluti landsmanna vill að haldið verði áfram á sömu braut og gert var síðasta kjörtímabil. Til hvers ætlaði Framsókn að nota stöðvunarvald- ið? Mundi hún hafa beitt því með þjóðarheill fyrir augum eða sjálfri sér til framdráttar? Um það þarf enginn að efast, sem þekkir sögu Framsóknarflokks- ins. Maður, sem um langt skeið átti sæti á Alþingi og kynntist þar vel vinnubrögðum Framsóknarflokksins, Iét eitt sinn þau orð falla, að þeir hugsuðu ævinlega fyrst um það í hverju máli, hvort flokkur þeirra gæti hagnazt á því. Þess vegna væri aldrei hægt að hafa við þá heilbrigt samstarf, aldrei hægt að treysta þeim. Framsókn hefur leikið það hvað eftir annað, að hlaupa úr ríkisstjóm án nokkurs tilefnis, búa til ein- hvern ágreining og heimta nýjar kosningar, í von um að geta bætt við sig fylgi í skjóli ranglátrar og úreltrar kjördæmaskipunar. í öllum samsteypustjórnum hefur Framsókn setið á svikráðum við samstarfsflokka sína, þakkað sér það sem vel hefur verið gert, en kennt þeim um það sem miður fór. Þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa staðið saman að ríkisstjóm, hefur Tíminn haldið uppi látlausum árásum og svívirðingum á Sjálfstæðisflokkinn, þannig að eftir þeim skrifum hefði mátt ætla að blaðið væri í stjómarandstöðu. Með slíkum flokki er ekki hægt að vinna, og því var það mikil gæfa fyrir þjóðina, að hún skyldi hafna beiðni Framsóknar um „stöðvunarvaldið“. Draumur sem ekki rætist Framsóknarflokkurinn hefur lengstum verið í ríkis- stjórn frá því að hann var stofnaður, og hann hefur oft misnotað þá aðstöðu á hinn herfilegasta hátt til þess að skapa sér forréttindi. Foringjum hans líður illa utan stjórnar, enda trúðu þeir því sumir, a. m. k. til skamms tíma, að þeir væra fæddir til þess að sitja í ráðherra- stólum. Síðustu 5 árin hefur þó verið hægt að komast af án þeirra þar, og allt útlit er fyrir að svo verði næstu 4 árin að minnsta kosti. Að þeim tíma liðnum má búast við að enn fleiri kjósendur hafi áttað sig á því, að forréttindastefna Framsóknarflokksins er ekki leiðin til þess að byggja upp heilbrigt stjómarfar á íslandi. Héðan af er ólíklegt að draumurinn um „stöðvunarvaldið“ verði nokkru sinni að veruleika. V a S IR . Miðvikudagur 3. júlí 1963. ** ☆ í síðustu viku var brezk ur togari tekinn í land- helgi, og var sökudólgn- um þegar stefnt til Seyð- isfjarðar. Þar fóru réttar höld fram, togaraskip- stjórinn sekur fundinn og afli og veiðarfæri gerð upptæk, auk hinnar venjulegu sektar. Má segja að gangur málsins hafi verið hinn venju- legi fram að úrskurði dómsins. En þá brá hins vegar svo við, að í stað þess að togarinn héldi þegar úr höfn og á miðin á ný, hefur hann verið kyrrsettur í höfninni á Seyðisfirði. Ástæðan: Trygging fyrir greiðslu sektarinnar hefur enn ekki borizt frá útgerð- inni. Enski pilturinn gengur um borð ásamt Birni Jönssyni lögregluþjóni á Seyðisfirði. Aldrei í fíallgöngu aftur vr* W’ Eins og að líkum lætur hef- ur hinum brezku sjómönnum ekki allskostar líkað að sitja að- gerðarlausir i togaranum bundn um upp við landssteinana, og hafa þeir þvi nokkuð verið á stjái um plássið og nágrenni þess. Sjóararnir hafa m. a. geng ið þar á fjöll og unnið fleiri athyglisverð afrek. Fjallgangan endaði þó með slysalegum hætti, því einn togarasjómann- anna eða göngugarpanna hrap- aði í hlíðinni og meiddist nokk- uð. Var hann lagður inn á sjúkrahús. Á laugardaginn fékk garpur- inn þó að fara frá sjúkrahús- inu, enda voru meiðsl hans ekki eins slæm og haldið var ' fyrstu. Hann reyndist ekki brotinn, en mikið marinn og með skrámur í framan. Hrapið hefur haft þær örlagaríku á- hrif á sál mannsins og lífsskoð- un, að hann hefur gefið hátíð- lega yfirlýsingu um, að aldrei muni hann halda í aðra fjall- göngu ótilneyddur. Frá þessu slysi var sagt í fréttum, en ekki ítarlega. Skal þess því getið að hrapið varð í hamrinum innan við fossinn á leiðinna að Strandartind. Sá er hrapaði, var unglingspiltur um tvítugt. Þegar hann fór um borð að nýju átti hann mjög erfitt með gang, en bar sig þó mannalega og vildi engan láta styðja sig. Birtist hér mynd af því, þegar hann gengur um borð. Á und- an honum gengur Björn Jónsson lögregluþjónn sem starfað hef- ur á Seyðisfirði um fjölda ára, og lent í ýmsu um dagana og unnið margt sér til ágætis. Björn er m.a. brautryðjandi í á- haldaleikfimi hér á landi, og hefur nú í bígerð bók méð mjög ítarlegum leiðbeiningum í þess- ari fþrótt. Þá hefur hann haldið nákvæma dagbók um menn og atburði á Seyðisfirði, og er sú dagbók víðfræg á staðnum. Allt um ísskápinn Á s. 1. ári breyttu Neytenda- samtðkin úrgáfu sinni þannig, að brot Neytendablaðsins var stækkað og leiðbeiningabækling ar þeirra felldir inn í það. Jafn- framt var blaðinu valinn hinn vandaðasti pappír. Komu tvö tölublöð hins nýja blaðs út s. 1. haust, en á þessu ári munu verða gefin út a. m. k. 6 tbl. Blaðið er einungis sent meðlim um samtakanna, en ekki haft til sölu, og er innifalið í árgjaldi félagsmanna, sem er kr. 100.00 Nýlega hefur þeim verið send tbl. 2—3 1963, og er það stærsta og fjölbreyttasta rit, er samtök- in hafa gefið út, enda helgað 10 ára afmæli þeirra. í tilefni þess ritar viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, ávarpsorð, og saga Neytendasamtakanna og að dragandi að stofnun þeirra er rakinn í stórum dráttum. Er það þó aðeins lítill hluti af efni blaðsins. Holl ráð og ódýr. Undir þessari yfirskrift eru birtir nokkrir kaflar úr síðustu leiðbeiningabók Neytendasam- taka Bandaríkjann— Fjalla þeir m. a. um tannhreinsun, tann- krem og staðhæfingar auglýsing anna, kvefmeðul, svefnlyf, lykt- eyðandi efni, sápur, svitameðul -i. fl. Þær leiðbeiningar og upp lýsingar, sem þar eru gefnar, eru mönnum vissulega margra peninga virði, en jafnframt meira. Leiðbeiningar um notkun ísskápa. 1 Neytendablaðinu er einnig ýtarleg og fróðleg grein um notkun ísskápa. „Verið hagsýn og raðið rétt í ísskápinn". heitir greinin, sem skýringarmynd fylg ir. Þar er einnig birt tafla, sem sýnir mesta og venjulegan geymslutíma auðskemmanlegra matvæla í heimilisísskáp — t. d. hámarksgeymshitíma, ef gæði vörunnar eiga að vera viðun- andi. Margt f'eira efni er f rit- inu, m. a. kartöflurannsóknin síðasta og lokunartímar sölu- búða. Nýir meðlimir fá þegar þau 5 tbl. Neytendablaðsins, sem út hafa komið eftir stækkun blaðs- ins. Bókaverzlanir Sigfúsar Ey- mundssonar og ísafoldar taka — óti nýjum félagsmönnum og afhenda löðin, en skrifstofa samtakanna, Austurstræti 14, er opin daglega kl. 5—7 e.'h. Sími þeirra er 1 9V 22. Pósthólf 1096.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.