Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 3. júlf 1963. Færeyskur kór á Akureyri Akureyri í morgun. Færeyskur söngflokkur, 17 nianna blandaður kór, svokallaðar Söngvitnisflokkur, er væntanlegur til Akureyrar á morgun. Á Akureyri heldur kórinn hljóm- leika í samkomuhúsinu dagana 5— 7. þ. m. Ennfremur verða þar flutt erindi. Söngstjóri er Ösur líerghamar en fararstjóri Pétur Háberg ritstjóri og kaupsýslumað- ur í Þórshöfn. Tveir einsöngvarar verða með kórnum. Smkeppni um Norræna húsii Eins og. skýrt var frá hér í blaðinu í gær, hófst fundur menntamálaráðherra Norður- landa f gærmorgun. Á þeim fundi var rætt um Norræna húsið, og þar var formlega frá þvf skýrt, að ákveðið hafi verið að reisa húsið á Háskólalóðinni. Einnig var skipuð nefnd til und- irbúnings ,sem efna mun til arkitektasainkeppni um teikn- ingu hússins. Skýrt var frá því, að tryggt hafi verið fé hjá öllum ríkisstjórnum Norðurlandanna til byggingar þessa Norræna húss. Byggingin er þó íslandi að mestu kostnaðarlaus. í undirbúningsnefndina voru tilnefndir: Framh. á bls. 5. Arekstur út qt_ NorðíjarSurhomi Enskur tognri stnkk nf eftir áreksturinn Sá atburður gerðist í morgun, 10 sjómílur út af Norðfjarðarhomi, að vélbáturinn Guðbjörg IS 14 og Grimsbytogarinn Ephesian 604 rák- ust á í niðaþoku. Árekstur þessi var mjög harður, en engin meiðsli urðu á mö'nnum. Borðstokkurinn bakborðsmegin á Guðbjörgu er rif- inn af á 3—4 metra kafla, og hlið- in meira skemmd, svo og stefnið. En skemmdirnar eru allar ofan sjáv ar og komst því enginn sjór í skip- ið. Togarinn fylgdi Guðbjörgu inn að Dalatanga og þóttist skipstjór- inn ætla að koma á eftir henni inn á Seyðisfjörð. Guðbjörg kom til Seyðisfjarðar um kl. 11 f. h. f dag, en kl. 12 á hádegi, þegar Vísir hafði samband við Seyðisfjörð, var tog- Framh. á bls. 5 Frá fundi menntamálaráðl.erra Norðurlanda í gær. 40 keppendur ú sjú- stangaveiðimóti Kvennahópurinn á sjóstangaveiðunum um helgina. ÞÓRÓLFUR BECKmeð KR gegn finnsku meisturunum Hver íþróttaviðburðurinn rek- ur nú annan. Hingað kom í gærdag finpska knattspyrnuliðið Haka frá Vai- keakoski. Er liðið hingað kom- ið í boði Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og mun leika hér 3 leiki. Liðið kom með lelguflugvél til Keflavíkur kl. 15.00, en með í förinni eru konur leikmanna og um 40 aðrir farþegar, alls um 75 manns, sem mun dvelja á Hótel Garði til 9. júlí, að flug- vélin sækir hópinn til Keflavík- ur. Liðið varð sigurvegari f finnsku deildakeppninni 1960 og 1962 og leiðir nú í 1. deild eftir 10 leiki. í iandsliðinu sem Iék gegn Dönum og Norðmönn- um í siðasta mánuði voru 4 leikmenn frá Haka. Framh. á bls. 5 Önnur sjóstangaveiðikeppnin milli Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur og Sjóstangaveiðifélags varnarliðs- manna fór fram um s.l. helgi. Róið var frá Keflavík og voru þátttak- endur alls fjörutíu, er það nokkuð meiri þátttaka heldur en f fyrri keppninni ,enda hefur þátttaka f sjóstangaveiðum farið ört vaxandi með ári hverju. Það sem einkum vakti athygli við keppnina var að í fyrsta skipti tók þátt í sjóstangaveiðikeppni kvennasveit, skipuð fimm hörku- duglegum konum, sem hlutu í verðlaun fyrir þátttöku sína fagran silfurbikar er Bæjarstjórn Kefia- víkur gaf. . Tannlæknarnir reyndust ekki eins harðdrægnir á þessu móti og undanfarið. — Hákon Jóhannsson, kaupmaður í Sport bar sigur úr býtum, dró alls 545 pund úr sjó báða dagana. Auðunn skipstjóri á Silfra hlaut skipstjóra-bikarinn í annað sinn,‘en bikarinn hlýtur sá skipstjóri sem rær með aflahæstu sveitina. Veður var eins og frekast verð- ur á kosið, blæjalogn og hiti og óhætt að fullyrða að allir þátttak- endur höfðu hina beztu skemmtun af keppninni. Eftir að keppni lauk héldu varn- arliðsmennirnir boð inni fyrir þátt- takendur og voru þar giæsileg verðlaun veitt, en bæjarstjórinn í Kefiavík sleit mótinu með stuttri ræðu. Myndina hér að ofan tók Loftur Guðmundsson rithöfundur af hinni vösku kvennasveit, sem hlaut bik- ar bæjarstjórnar Keflavíkur. Er Fnjóskúrbrú « in að gefa sig? Akureyri í morgun. Bifreiðastjórar á stórum bifreið- um og þungum sem nýlega hafa farið yfir Fnjóskárbrú hjá Skógum telja sig hafa orðið vara við ó- eðlilega mikinn titring á brúnni þegar þeir hafa ekið yfir hana. Hafa sumir þessara bifreiða- stjóra látið í ljós, að þeir myndu helzt ekki vilja aka þungum bif- reiðum yfir brúna vegna þess arna. Nýlega ók bifreið niður úr brúargólfinu, en viðgerð hefur far- ið fram á þvi. Bendir þetta til þess að brúin þoli ekki þá þungu og miklu umferð sem nútímaumferða- tækni krefst, enda valjalaust ekki reiknað með henni, þegar brúin var byggð 1908. Hún var byggð að fyrirsögn dansks manns og er ein elzta steypta brúin hér á landi. Það óhapp vildi til þegar verið var að leggja síðustu hönd á brúna að flóð kom í Fnjóská og ruddi brúnni niður í ána, þannig að hefja varð smíði hennar algerlega á nýjan leik. Fari svo að þungir bílar hætti Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.