Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 03.07.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 3. júlí 1963. Verkfall taiað Verkalýðsfélagið á Seyðis- firði hefir boðað vinnustöðvun með viku fyrirvara, hafi samn- ingar ekki tekizt fyrir þann tíma, það er 10. þ.m. Almenna kaupkrafan er 7y2% hækkun og sérkröfur varðandi verk- smiðjuna- á staðnum og söltun- arstöðina Ströndina. Samninga- fundur hefir verið boðaður með deiluaðilum kl. 9 í kvöld. Barði Friðriksson frá Vinnuveit endasambandi fslands er farinn til Seyðisfjarðar f sambandi við lausn þessarar kaupdeilu. Brei enn Brezki togarinn sem tekin var við ólöglegar veiðar fyrir réttri viku síðan, liggur enn kyrrsettur við bryggju á Seyðisfirði. Ástæðan er sú, að enn hefur ekki borizt trygging fyrir greiðsiu sektarinnar, Framhald af bls 16. Þórir K. Þórðarson prófessor fslandi, Egil Thrane Danmörku formaður, Ragnar Meinande1' Finnlandi, frú K .Sönnerlund Svíþjóð ög Oddvar Hedlund Noregi. Á fundi ráðherranna f gaér var endanlega sambykkt að setja á stofn lýðháskólann í Kungálv til reynslu í 5 ár. fs- land hefur enga fjárhagslega þátttöku í því máii. Þá voru samþykktar starfs- reglur norræns búsýsluháskóla, sem á að veita háskólamenntun í búsýslu og bústörfum. Er því þannig fyrir komið að hægt er að taka hina vmsu bætti náms- ins í einstökum háskólum á Norðurlöndum. Fyrsta deildin mun taka til starfa næsta haust í háskólanum í Gautaborg. Þá var samþykkt að efla flug- tæknideild Stokkhólmsháskóla og veita aðgang að beim skóia flugvélaverkfræðingum frá Dan- mörku og Noregi. Fundum verður fram haldið í dag og lvkur ráðherrafundinum í kvöld. Á morgun fara ráðherr- arnir og fylgdarlið þeirra í ferðalag um Suðvesturlandsund- irlendið. Íþróttir — Framhald bls 3 ing af hálfu danska landsliðsins, sem hreinlega stakk af og varð um 70 metra á undan í markið á 3.20.6 en íslenzka sveitin fékk 3.32.0 og þar með var þessari landskeppni lokið. Reyndar höfðu Danir þegar verið búnir að sigra eftir þrfstökkið, en þá höfðu Danir efni á að gefa þær 4 greinar sem eftir voru og sigra samt örugglega. LOKAÚRSLIT: DANIR 135 — ÍSLAND 77. ★ í dag mun danska landsliðið ferðast um nágrenni Reykjavíkur og skoða markverða staði en í kvöld verður haldinn kveðjudans- leikur fyrir þá, en flogið til Kaup- mannahafnar að loknum dansi, kiukkan 2 eftir miðnætti. en skipstjóri togaranr, var fundinn sekur og dæmdur í kr. 260. þús. sekt. Afli, sem metinn var á 32 þús. kr. og veiðarfæri metin á 180 þús. kr. voru oe f'ero upptæk, en þess má geta að þetta mun vera hæsta mat á veiðarfærum sem þekkist. Það hefur verið venja að togar ar þeir, sem teknir hafa verið í landhelgi og dæmdir, hafa þegar getað siglt úr höfn, að dóminum fengnum, enda getað látið trygg- ingu í té. Togarinn, Dorade, sá er tekinn var s.l. miðvikudag, liggur j þó enn kyrrsettur á Seyðisfirði eins og fyrr segir, nær viku eftir að dóm ur er genginn í málinu. Samkvæm't viðtali við Geir Zoega. umboðsmann hér á landi, er tryggingin væntanleg á hverri ! stundu, og bfður Geir eftir símtali | við útgerðina í dag. Er þess því að I vænta að togarinn verði leystur : úr kyrrsetningunni í dag. Síldin — Pramnalct ; t bls I hvað til Seyðisfjarðar. í morgun var búið að salta 500 tunnur á Raufarhöfn. Þessi skip fengu afla: Pétur Sigurðsson 100, Héftinn 100, Stígandi 100, Jón Jónsson 250, Bára 600, Þorbjörn 400, Ólafur Magnússon EA 1300, Vonin 500, Sigurpáll 600, Guð- rún Þorkelsdóttir 1700, Fagri- klettur 450, Huginn 400, Bjarni 600, Garðar 450, Mummi frá Fla'o' ■’ 203 Frapi 8R0. Svanur RE 300, Vörður 200, Erlingur III, 200, Hrönn II 400, Héðinn 1400, Kópur 1450, Sigurvon 550, Valafell 200, Gissur hvíti 550, Dalaröst 500, Arnarnes 500, Vig fús Bergmann 500, Bragi 500, Gunnar 1100 Ingiberg Ólafsson 400, Akurey 400, Leifur Eiríks- son 350, Víkingur II 100, Mána- tindur 60, Grótta 400, Guðbjörg ÓS 200, Einar Hálfdáns 200, Svanur ÍS 200. Áfrýjað Sagt var hér í blaðinu í gær frá dómi í bæjarþingi Hafnarfjarðar þar sem tryggingarfélag var skyld- að til þess að greiða rúðubrot á bifreið sem steinn undan hjólum annarrar bifreiðar hafði orsakað. Er það nýmæli, því fram að þessu hafa tryggingarfélögin neitað að greiða bætur fyrir slíkan skaða. Nú hefir það tryggingarfélag sem hér um ræðir, Samvinnutryggingar, á- rýjað þessum dómi til Hæstaréttar. Ný njósnamál skjóía upp kollinum næstum daglega, en gömul eru rædd af ríkis stjórnum, í þingsölum og höfuðefni blaða í gær voru harðar umræður um örygg is- og njósnamál í neðri málstofunni og í morgun fréttist um handtöku fjög- urra Rússa í Bandaríkjun- uni, vegna njósna. Einn þeirra var starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og er sak- aður um að hafa njósnað og kona hans, en tveir aðrir Rússar, sem bandaríska leynilögreglan telur hafa verið riðna við njósnir, fóru frá New York í maí. Tveir Rússar voru handteknir í Washing- ton. Villtu þeir á sér heimildir með því að nota nöfn fólks, sem er á Íífi. I neðri málstofu brezka þings- ins neitaði Macmillan reiðilega, að ^óróifur — Framhald áf bls 16. Fyrsti Ieikur liðsins verður á fimmtudagskvöld á Laugardals- vellinum og verður hann gegn K.R. Þórólfur Beck mun væntan- lega leika með K.R. Annar leikurinn verður gegn Reykjavíkurúrvali á laugardag og sá þriðji gegn tilraunalands- | liði á mánudag. j Heyrzt hefur að Reykjavíkur- úrvalið verði þannig skipað: Geir, Fram, Ámi, Val, Bjarni, K.R., Hrannar, Fram, Halldór, I Fram, Sveinn, K.R., Gunnar G., K.R., Bjöm H., Fram, Baldvin, Fram, Jens, Þrótti, Axel, Þrótti. Þess skal getið að Valsmenn verða farnir utan, þegar þessi leikur fer fram. hann hefði ekki gætt skyldu sinnar, en Wilson hafði minnt hann á, að sem forsætisráðherra' bæri hann ábyrgð á öryggismálunum. Wilson hafði einnig spurt hvort Macmillan vildi skipa sérstakan dómara í Philbymálinu. Það er hann, sem er „þriðji maður“ í Burgess og McLean-mál- inu. Og þingmenn stjórnarandstöð- unnar spurðu margs, og telja sig hafa fengið loðin svör. Þetta kom til eftir að Edward Heath aðstoð- ar-utanríkisráðherra hafði ksýrt frá því, að Harold Philby væri maðurinn, sem hefði aðvarað Burgess og MacLean, að öryggis- lögreglan væri á hælum þeirra 1951, og tókst þeim þá að flýja til Sovétríkjanna og eru þar enn. Harold Philby er nú líka austan j tjalds, en hans var saknað frá Libanon fyrir allmörgum mánuð- um. Heath sagði, að Philby, hefði játað sekt sína fyrir brezkum leynilögreglumö'nnum fyrir fimm mánuðum. Og stjórnarandstaðan telur, að stjórnin hafi verið knúin til játningarinnar nú, af ótta við að um þetta fréttist frá FBI í Banda- ríkjunum. Stjórnin hafi þannig mánuðum saman haldið leyndum upplýsingum, sem málstofan átti rétt á að fá. Þetta mál kann að verða vatn á mylnu stjórnarandstæðinga til þess að koma Macmillan frá — og vissulega er hætt við, að þessar nýju upplýsingar veiki aðstöðu Hrúin «« Framhald af bls. 16. að fara yfir Fnjóskárbrú hjá Vögl- um torveldast samgöngur norður í Þingeyjarsýslu, því nýlega hefur brúin yfir Fnjóská hjá Laufási verið rifin, en þar er unnið að smíði nýrrar brúar sem stendur. Þriðja brúin yfir Fnjóská er lengst inni í Fnjóskárdal og á allan hátt óhentugt um samgöngur yfir hana. hans í flokknum á ný, en þess var farinn að sjást vottur í seinustu skoðanakönnunum, að hún væri aftur að eflast. Og ofan á þetta allt bætist svo yfirlýsing í morgun frá brezka blaðinu Observer, en Harold Philby starfaði fyrir það í Austurlönd- um nær, og var yfirlýsingin þess efnis, að það hefði verið að uppástungu utanríkisráðu- neytisins, að Philby var ráðinn að blaðinu fyrir 7 árum, og aldrei borizt nein aðvörun frá því þess efnis, að honurn væri ekki að treysta. Toiar'nn — Framhald af bls. 16. arinn ókominn þangað og létu sum ir sér til hugar koma að hann myndi ekki koma inn. Ástvaldur Kristófersson, umboðsmaður útgerð arfélags togarans á Seyðisfirði, var þá einmitt að reyna að ná sambandi við skipstjórann, en það hafði ekki tekizt, er blaðið fór í prentun. AfmæI" —i ' Fh. af bls. 9: aldrei hefir haggazt í stormum og stríði lífsins. En þótt mér finnist þetta tilkomumesta hlið persónu- leika þfns, væri synd að segja, að bú æftir ekki fleiri Frásagnar- hæfileiki þinn, orðgnótt og skop- skyn hafa margan glatt f geði. Ég vona og óska þér þess, að allt það bezta, sem þú býrð yfir, megi end ast þér til sannrar upplyftingar að hinztu stundu. Hafðu hjartans þökk mína og minna fyrir öll okkar samskipti. „Blessi þig Drottinn um ókomin ár andi þér blær hans um vanga. Sé blessað hvert einasta bros þitt og tár — og blessuð þín síðasta ganga“. Baldvin Þ. Kristjánsson. Glæsileg sumarfer VfÍSIR skýrði fyrir nokkrum dögum frá hinni glæsilegu og fjölmennu skemmtiferð Varð ar um síðustu helgi, en í henni tóku þátt 650 manns — og komust færri að en vildu. Ferð- azt var um fjórar sýslur, Kjós- arsýslu Borgarfjarðarsýslu. Mýrasýslu og Árnessýslu. Birt- um við í dag mynd af hópn- um í einum áningarstaðanna. Meira en tuttugu langferða- bílar voru í ferðinni, en veður var hið ákjósanlegasta. Árni Óla ritstjóri var leiðsögumaður og flutti hann stutt erindi á Drageyri, hjá Húsafelli og Bola- bási. Ásgeir Pétursson sýslum. kom til móts við hópinn við Hraunfossa og bauð hann vel- kominn í héraðið. Á Húsafelli flutti formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson ræðu og gerði kaupgjaldsmálin og landhelgis- málið að umræðuefni. Undir miðnætti var aftur komið í bæinn og luku allir þátttakendur upp einum munni um að ferðin hefði bæði verið mjög skemmtileg ag óvenju fróðleg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.